Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Hvað boðar Sigmundur og Framfarafélagið?

   Fróðlegt verður að vita hvað pólitísk skilaboð
Sigmundur Davíð hefur að bjóða í Rúgbrauðgerðinni
nú á laugardagsmorgunn.

  Verður þetta enn einn kjaftaklúbburinn með miðju-
moðs-ívafi, opinn í alla enda, já svokölluð samræðu-
stjórnmál, sem hingað til hafa engu skilað nema enn
meiri pólitískum glundroða, eða verður eitthvað bita-
stæðara í boði? Já t.d í einhverjum pólitískum takti
við það sem hefur verið að gerast og gerjast í stjórn-
málum beggja vegna Atlantsála síðustu misseri?

  Verður hinum pólitíska rétttrúnaði á Íslandi  með
RÚV-liðinu í forsæti settur stóll fyrir dyrnar? Og
hvað með þjóðhyggjuviðhorfin sem nú fara sigurför um
Evrópu í dag? Já hvað með Evrópumálin, s.s Schengen-
ruglið, EES-sem þarfnast mikillar endurskoðunar, auk
hinna stórgölluðu útlendingalaga og stjórnleysið í
hælisleitenda-og flóttamannamálum? Að ógleymdri íslams-
væðingu Evrópu og fyrirhugaðri moskubyggingu á Íslandi?

   Verður skautað fram hjá öllum slíkum pólitískum
stórmálum? Hitamálum! Og án fyrirheits um annað og meira, þ.e.a.s stofnun stórnmálahreyfingar á grundvelli þjóð-
hyggju og frelsis? Til að koma hugmyndunum Í FRAMKVÆMD!                                   

   Já fróðlegt verður að sjá hvað upp úr hatti Sigmundar
komi og Framfarafélagi hans! 
 
   


mbl.is Sigmundur boðar stofnun nýs félags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband