Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Vinstrimennskan gjaldþrota !!!


   Um helgina var haldinn flokksráðsfundur Vinstri grænna. Ömurlegt
var að heyra hversu gjörsamlega steingeldur þessi flokkur afdank-
aðra sóíalista og öfgansinnaðra umhverfissinna er varðandi efna-
hagsmál þjóðarinnar. - Þegar kreppir að í efnahagsmálum myndast
mikil eftirspurn eftir fjármunum til hinna ýmsu verkefna í þjóðfélaginu.
Mjög þarfra mála. -  En á sama tíma og Vinstri grænir hrópa á opin-
ber framlög í þetta og hitt hingað og þangað er ALDREI bent á hvar
á að taka peningana, og ALLR SÍST komið með tillögu um hvernig á
að afla þeirra. Þvert á móti er  með ofsafengnum hætti og ótrúlegri
skammsýni lagst gegn þeirri grundvallar forsendu, að til þess að skapa
og auka hagvöxt til efnahagslegrar velsældar, VERÐUR þjóðin að nýta
þær endurnýjanlegu auðlindir sem landið hefur upp á að bjóða. Annars
verður hér EYMD og KREPPA. Nokkuð sem Vinstri grænum er algjörlega
fyrirmunað að skilja!

   Efnahagsstefna Vinstri grænna er því ekkert annað en gjaldþrota-
stefna. Enda hefur sósíalisminn aldrei nærst á neinu  nema á eymd og
volæði.

   Það sama má segja um hinn vinstri flokkinn, Samfylkinguna. Innan
hennar eru hópur manna sem telur peninga vaxa á trjánum.  Fremst
þar í flokki fer umhverfisráðherra, sem reynir eftir fremsta megni að
leggja stein í götu þess að þjóðin nýti sér þær endurnýjanlegu auð-
lindir sem nú standa til boða, til að slá á kreppuna. Álverið við Bakka
er þar nýjasta dæmið. Þá vill Samfylkingin stórskerða lífsrými Íslendinga
og ganga í ESB. Setja um leið helstu auðlindir þjóðarinnar í stórhættu
gagvart erlendri yfirtöku, sbr hinn framseljanlega kvóta á Íslandsmiðum,
og auk þess að stóskerða fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

  Niðurstaðan er því sú hvernig sem á það er litið, að hvers konar vinstri-
mennska er ávísun á eymd og volæði, gjaldþrot.  Áhrifa Samfylkingar-
innar á stjórn efnahagsmála í núverandi ríkisstjórn er t.d  ömurleg. Al-
verst er þó að þessi framkvæmdadoði Samfylkingarinnar, er farinn að
sljóvga svo samstarfsflokkinn, að farið er alvarlega að óttast um rænu
hans við að halda þjóðarskútunni á floti. - Því aldrei mun Samfylkingin
gera það, eða telja það sitt hlutverk.........

   Því hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að stokkað verði upp í
íslenzkum stjórnmálum. Að öll framfarasinnuð þjóðleg borgaraleg öfl
myndi pólitíska blokk á öllum stigum stjórnsýslu upp í sjálfa lands-
stjórnina, til að hafa hemil á vinstri-plágunni.

   Núverandi ríkisstjórnarkokteill  ósamstöðu er besta sönnun þess.
Algör andstaða við t.d núverandi samhentan borgarstjórnarmeirihluta.

Bangladess, Albanía og Betlehem


    Hvar eru helstu ráðamenn þjóðarinnar þessa daganna? Þegar
þjóðin á við mikla efnahagserfileika að stríða! Þegar míkils er um
vert að forystumenn þjóðarinnar sýni aðhald á öllum sviðum og
vinni að  lausn aðsteiðjandi vandamála sem fyrst.

   Hver eru hagsmunatengsl Ísland við Bangladess?  Forsetinn er
þar!  Eða Betlihem?  Utanríkisráðherra var þar í gær. Eða Albaníu
sem forsætisráðherra heimsótti í vikunni?

   Hér hefur verið gert að umtalsefni hvernig utanríkisráuðuneytið
hafi þanist út á s.l árum og hvernig forsetaembættið hefur einnig
þanist út varðandi rekstrarkostnað þess, í engu samræmi við
mannfjölda þjóðarinnar.  Miðað við umfangið mætti halda að hér
byggi fleiri milljóna þjóð!  Hvers konar rugl og skrípaleikur er þetta
eiginlega? Í hvaða fílabeinsturni eru helstu ráðamenn þjóðarinnar
komnir?

   Þjóðinni finnst þetta ekki boðlegt lengur. Meðan hún á að herða
sultarólina spranga helstu ráðamenn þjóðarinnar út og suður um
heiminn  í vandséðum tilgangi.  Alla vega ekki til eflingar þjóðarhag
eins og ofangreindar ferðir bera með sér. 

   Svo míkið er víst !!
mbl.is Ólafur Ragnar í Bangladess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verulega verði skorið niður í utanríkisráðuneytinu !


    Ljóst er að ríkissjóður verður fyrir verulegum tekjusamdrætti á næsta
ári. Ekki verður hjá því komist að skera talsvert niður ríkisútgjöld fyrir árið
2009.  Því er mikilvægt að sá  niðurskurður verði þar helst,  sem  minnst 
mun koma við velferð hins almenna Íslendings.

   Einn er sá þá þáttur í ríkisrekstrinum sem verulega má spara í og beita
niðurskurðarhnífnum að fulla.  Og það er í utanríkisráðuneytinu. Ráðuneyti
sem þanist hefur út á undanförnum árum í meiriháttar vitleysu, fáum Ís-
lendingum til nokkurs gagns. Á yfirstandandi ári var áætluð útgjöld til
utanríkismála tæpir 12. milljarðar. Ljóst er að sá kostnaður verður  mun
meiri, en árið 2007 var hann 9.7 milljarðar.  Kostnaðaraukningin síðustu
ár hefur verið  brjálæðislegur, í allskyns prjál og hégóma. Hæðst ber þar
allt ruglið og ofurkostnaðurinn við framboð Íslands til Öryggisráðsins.

   Annar liður ríkisútgjalda varðar forsetaembættið. Þar hefur kostnaðurinn
farið úr öllum böndum.  Utanríkisráðuneytið og forsetaembættið er hvort
tveggja rekið eins og um  milljóna þjóð sé að ræða. - Það gengur alls ekki
lengur. - Allra síst nú þegar harðnar á dalnum og gæta verður ýtrasta
sparnaðar á öllum sviðum ríkisrekstrar.

   Ef fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í haust leggur ekki til verulegan
niðurskurð í þessum tveim rekstrarliðum hefur hún gjörsamlega brugðist
hlutverki sínu. GJÖRSAMLEGA, ofan á alla óstjórnina í efnahagsmálum.
Og þá er hér  verið að tala um marga milljarða, lágmark 5-6 milljarða niður-
skurð hjá utanríkisráðuneytinu og forsetaembættinu. 

   Svo vill til um þessar mundir að fyrir báðum þessum ríkisrekstri  fara
stjórnmálamenn sem löngum hafa kennt sig við alþýðu og vinnandi
stéttir. - Í ljósi erfiðra aðstæðna í efnahagsmálum þjóðarinnar hljóta
þeir að sýna slíkum niðurskurði skilning og stuðning. - Út frá því hlýtur
þjóðin að ganga!   

    Eða hvað ? Ekki muna þessir ,,alþýðusinnar" bregðast þjóðinni á
slíkri stundu?

   Allt þetta kemur í ljós í byrjun október, þegar fjárlagafrumvarp 2009
verður lagt fram !
  

Íslendingar sýni sjálfstæði í máli Ossetíu !


   Íslendingar eiga ætíð að reka sjálfstæða utanríkisstefnu sem fullvalda
og sjálfstæð þjóð. Grundvöllur hennar á að vera að viðurkenna og virða
rétt ALLRA þjóða til sjálfstæðis. Ekki síst þegar viðkomandi þjóð getur
vísað til sérstakrar þjóðmenningar og þjóðtungu. - Þess vegna eiga Ís-
lendingar ætið að styðja við sjálfstæðisbaráttu þjóða þegar þannig er
ástatt um.

    Stríðið í Georgíu er flókið og hefur margar hliðar.  Ossetía er dæmi
um það. Norður-Ossetía er undir yfirráðum Rússa, en Suður-Ossetía
að forminu til undir yfirráðum Georgíumanna. Ísland á EKKI að viður-
kenna slíka skiptingu. Ossetar eiga sem sérstök þjóð að vera full-
valda og sjálfstæð þjóð í óskiptri Ossetíu. Rússar verða því að viður-
kenna Norður-Ossetíu sem hluta Suður-Ossetíu, og þar með  að við-
urkenna ALLA Ossetíu  sem fullvalda og  sjálfstæða þjóð. Það  eiga
ALLAR aðrar þjóðir að gera, ekki síst Íslendingar.  Þannig yrði málið
leyst á farsælan hátt sem allir ættu að geta orðið ásáttir með.

   Ummæli forseta þings Suður-Ossetíu um að Rússar hyggist innlima
Suður-Ossetíu í Rússland eins og þeir hafa gert við Norður-Ossetíu
vekja því athygli en ekki síst ugg. Rússar hafa engan rétt að innlima
Ossetíu í ríki sitt. Ekki frekar en Georgíumenn. Íslendingar eiga að
hafa þessa grundvallarstefnu í málinu. Og halda henni fram, þótt
hún gangi í berhögg við sumar NATO-þjóðir, eins og Bandaríkjamenn
og Breta. - 

   Viðurkenning á fullveldi Kosovo er nú að koma Vesturveldunum í
koll. Því miður tók Ísland þátt í því rugli að viðurkenna sjálfstæði Koso-
vo. - Því í Kosovo en hvorki sérstök þjóð né er þar sérstök þjóðtunga
töluð.

   Núverandi utanríkisstefna Samfylkingarinnar er því ámælisverð, enda
langt í frá að teljast til sjálfstæðar íslenzkrar utanríkisstefnu.
mbl.is Verður Suður-Ossetía innlimuð í Rússland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum valdamestu konu heims til Íslands !



   Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, hefur verið útnefnd valdamesta
kona í heimi af tímaritinu Forbes, þriðja árið í röð.  Þetta leiðir hugann
að því hverns vegna henni sem kanslara Þýzkalnds, eitt áhrifamesta
ríki Evrópu, hafi aldrei verið boðin til Íslands. - Því mikil og góð tengsl
hafa gegnum tíðina verið milli Íslendinga og Þjóðverja sem ætíð hafa
tengst miklum vináttuböndum.

  Þetta er eiginlega stór furðulegt horfandi á okkar helstu ráðamenn
fara í ótal heimsóknir til framandi landa sem í fljótu bragði er erfitt
að sjá hinn hagnýta tilgang með. Á sama hátt þegar hingað eru boðin
fjölda tignargesta frá framandi heimsálfum  sem  erfitt er að skilja
tilganginn með.  Á sama tíma eru svo sambönd við  ríki og  leiðtoga
sem við eigum mikilla hagsmuna að gæta við nánast haldið í lágmarki.
Furðuleg utanríkispólitík, eða hitt þó heldur!

   Þýzkaland er forystuiríki Evrópusambandsins.  Sem slíkt er því afar
mikilvægt fyrir Ísland  að byggja upp sterk pólitíkst tengsl við  það,
því ótal mál hafa og geta komið upp í samskiptum okkar við ESB. Þá
væri  gott að eiga sterkann, góðan og skilningsríkann vin  sem hægt
er að leita til. Tala nú ekki um ef þau tengsl  byggist einnig á persónu-
legum grunni við jafn áhrifamikinn  aðila og kanslara Þýzkalands.

      Þá er Þýzkaland eitt af öflugustu herveldum NATO. Því er afar mikil-
vægt að Íslendingar stórauki samskipti sín við Þjóðverja á sviði öryggis-
og varnarmála. Áhugi þeirra er fyrir hendi, enda taka þeir þátt í heræf-
ingum NATO á Íslandi nú í september. Þjóðverjar eru ein þeirra þjóða
sem Íslendingar gætu treyst í þeim málum. Því á að stórauka samskiptin
við Þjóðverja á þessu sviði.

     Þannig. Allt mælir með að kanslara Þýzkalands verði sem fyrst boðið
í opinbera heimsókn til Íslands. Og ekki skemmir fyrir að í embætti
kanslara er nú ein valdamesta kona heims. 

    Bjóðum Angelu Merkel því velkomna til Íslands !!!
mbl.is Merkel valdamesta kona heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkenna ber sjálfstæði Ossetíu og Abkasíu !


   Hreggviður Jónsson fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar
athyglisverða grein í Mbl. í dag. Þar hvetur hann til að Suður-Ossetía
og Abkasía verði viðurkennd af Íslandi sem sjálfstæðar þjóðir. Undir
þetta ber að taka nema hvað Norður-Ossetía verður einnig að taka
með. Ossetar eru EIN þjóð, með sérsstaka  tungu og menningu. Því
verður bæði Suður-og Norður Ossetía að viðurkennast sem sjálfstætt
ríki. Annað er óverjandi!

   ALLAR þjóðir eiga rétt á SJÁLFSTÆÐI og FULLVELDI. ALLAR ÞJÓÐIR
sem geta tilvísað til sinnar sérstöku þjóðmenningar og tungu.  Á
þetta hafa heimsvaldasinnar fyrr og síðar horft framhjá í sínu heims-
valdabrölti. - Engin þjóð ætti að skilja betur en Íslendingar rétt sér-
hverrar þjóðar á grundvelli sérstakar þjóðmennigar og þjóðtungu rétt
til FULLS ÞJÓÐFRELSIS.  - 

    Þetta  eiga ALLIR sjálfstæðissinnar og þjóðlega sinnaðir menn að skilja
og virða.   Allt annað er heimsvaldabrölt undir hinum ýmsu formerkjum! 

mbl.is ESB íhugar að beita Rússa refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir fari þá bara úr landi!


   Ef bankarnir eru konir svo á heljarþröm í dag að til bjargar þeim
verði Ísland af afsala sér verulegu hluta fullveldi síns og sjálfstæði,
og afhenda útlendingum helstu auðlindir landsins, þá verða bankar
þessir einfaldlega að flytja úr landi, og það fyrr en seinna. Það er
með ólíkindum hvernig er í raun komið fyrir þessum útrásar-bönkum
svoköluðu, sem nú er komið á daginn að hafa farið meiriháttar offari
í hinni margumtalaði og margrómaðri útrás síðustu ára.

  Í morgunkorni Glitnis í gær segir Ingólfur Bender að til þess að losna
við svokallað Íslandsálag séu aðeins tvær leiðir til fyrir bannkanna.
Annars vegar að  Ísland gangi í ESB og taki upp evru eða bankanir
flytji höfuðstöðvar sínar til annara landa. En hvernig er það? Eru ekki
fjöldi banka-krísur  innan ESB? Hjá bönkum sem hafa farið offari í
sinni starfsemi?  Evra og ESB virðast í þeim tilvikum engu máli skipta!

  Í Mbl í gær er afar fróðleg grein eftir Ragnar Önundarson bankamann
og fjármálaráðgjafa, sem oftsinnis hefur varað við hvernig ,,bankanir
hafa farið offari. Þeir eru nú fársjúkir með óráði." - ,, Bankanir hafa nú
þanið sig svo mjög að efnahagsreikningur þeirra er nálægt 12-föld
þjóðarframleiðslan. Nær 60% þessara umsvifa eru landinu óviðkom-
andi. Þeir þekkja ekki mun á vexti og þenslu. Þeir refsuðu löggjafar-
valdinu fyrir að veita þeim samkeppni með Íbúðalánasjóði og dældu
þá óhemju fé inn í hagkerfið. Þeir hækkuðu lánshlutfall sitt í allt að
100%, sáu hækkunina valda árlegum hækkunum á fasteignamarkaði
og lánuðu jafnófum aftur út á hana. Þeir tóku hundruð  milljarða að
láni hjá lífeyrissjóðum í þessu skyni TIL 5 ÁRA OG ENDURLÁNUÐU TIL
40 ÁRA. Svipað hafa þeir gert í erlendum lánum. ÞEIR GERÐU EKKI RÁÐ
FYRIR NEMA ÖÐRU EN AÐ LÍFEYRISSJÓÐIR OG ERLENDIR BANKAR MUNDU
VILJA FRAMLENGJA LÁN SÍN OG Á ÓBREYTTUM VÖXTUM." segir Ragnar.
En annað hefur nú komið á daginn í ljósi hinnar alþjóðlegu peningakreppu.

   Ragnar heldur áfram og segir ,, bankar eru nú farnir að gefa út ,,sérvarin
skuldabréf".  Það þýðir að ný lán þeirra eru betur tryggð en þau  eldri, á
kostnað fyrri lánveitenda. Þeir fá ekki þau lán erlendis sem þeir vilja og
yfirbjóða  því erlenda innlánsmarkaði. ÞEIR LÁTA Í VEÐRI VAKA AÐ INNLÁNIN
SÉU ,,TRYGGÐ". ÞEIR VITA BETUR OG HAFA RANGT VIÐ. Innlán sem útibú
þeirra erlendis veita viðtöku eru á ábyrgð hins íslenzka Tryggingasjóðs
viðskiptabankanna. Hann er óburðugur og ófær að tryggja þau. Þeir fara
á svig við reglur Seðlabankans til að ná meira fé þaðan, brjóta þær ekki
beinlínis en fara í kringum þær og hafa rangt við. Skuld þeirra við Seðla-
bankann hækkar nú um 7O milljarða á mánuði. Þeir hafa hætt við að veita
ný lán til framkvæmda og þannig hlaupið frá skyldum sínum við viðskipta-
vini sína."

   Þetta er ófögur lýsing hjá einum virtasta og reyndasta bankamanni
landsins. - Svo ætlast  þessir banka-óvitar sam þessum bönkum hafa
stjórnað á OFURLAUNUM að ríkissjóður taki nú allt að 500 milljarða lán
til að hysja upp buxunar á þeim þegar í algjört óefni er komið. Og að
Íslandi afsali sér stórhluta fullveldi sins og auðlinda að auki í hendur
útlendinga. - NEI TAKK!!! Þjóðinni er nú nóg boðið!

   Fari hins vegar allt á versta veg á ríkisvaldið að þjóðnýta þau 40% af
bankastarfseminni sem sannarlega falla undir íslenzka starfsemi, og
endurselja til ábyrgra aðila. 

   Hitt má ALLT róa sinn sjó ! 
mbl.is Íslandsálagið staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Dagur B genginn í bandariska Demókrataflokkinn?


  Það er merkilegt með þessa krata. Virðast ólmir í að sækja
flokksþing erlendra flokka og bjóða erlendum flokksleiðtogum
á sín flokksþing. Það er eins og að pólitísk landamæraskyn
þeirra sé  gjörsamlega  á reiki. -  Út fyrir tók þó á s.l ári þegar
viðskiptaráðherra sótti flokksþing breska Verkamannaflokksins.
Hann virtist ekki átta sig á að hann var þá ráðherra í ríkisstjórn
Íslands. Hvernig liti það úr hefði breskur ráðherra sótt flokks-
þing íslenzks stjórnmálaflokks? Gróf íhlutin í íslenzk innanríks-
mál yrði klárlega hin  rökrétta ályktun.

  Alþjóðahyggja krata virðist því engin takmörk sett, enda var
hluti þeirra á móti lýðveldisstofnun 1944, og voru meiriháttar
dragbítar á útfærslu fiskveiðilögsögunar. Ekki að furða þótt
þessir sömu kratar vilji ólmir troða Íslandi inn í ESB, með til_
heyrandi fullveldisafsali og afhendingu okkar helstu auðlinda
í hendur útlendinga.

   Spurningin er hvort Dagur B Eggertsson komi til baka  með
flokksskirteini  bankariska Demókrataflokksins  í  barminum ?

 Kratar án landamæra !!!
 
 Það virðist málið!
mbl.is Dagur B. Eggertsson er á flokksþingi demókrata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmálaráðherra á fundi með þeim þýzka


   Í gær átti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra 3 klst. fund með
Wolfgang Scháuble, innanríkisráðherra Þýzkalands. Ræddu þeir
aðallega  löggæslumál skv, fréttatilkynningu. Mjög ánægjulegt
er að Íslendingar eigi gott og náið samstarf við sína helstu vinar-
þjóð um löggæslu og öryggismál. Því samstarf þessara tveggja
vinarþjóða þarf að stórauka í framtíðinni.

  Ekki kemur fram í fréttatilkynningunni hvort Björn muni  hitta
þýzka landvarnarráðherrann. En Þjóðverjar haffa sýnt áhuga á
að koma að vörnum Íslands með beinum hætti. Þýzkaland er eitt
öflugasta herveldi NATO. Meðan bandariskur her var á Íslandi 
voru millilendingar þýzkra herflugvéla næst fjölmennustu utan
þeirra bandarisku á Keflavíkurflugvelli. 

  Fljótt skipast veður í lofti í alþjóðamálum. Vaxandi spenna
virðist nú gæta í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.
Eigum að halda okkur utan við þau átök. Einleikur Bandaríka-
manna varðandi veru  bandariska hersins á Íslandi gróf míkið
undan trausti þeirra  Íslendinga sem  á varnarsamning við
Bandaríkin trúðu. - Geymt en ekki gleymt!!! - Hljótum því að
horfa í aðrar áttir varðandi okkar nánustu samstarfsþjóðir í
öryggis- og varnarmálum. Þær eru tvímælalaust Danir, Norð-
menn og Kanadamenn, auk okkar miklu vinarþjóðar, Þjóð-
verja.

   Stóraukum því tengslin við Þýzkaland í öryggis- og varnarmálum!

   Áfram Björn!
mbl.is Björn átti fund með þýska innanríkisráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni lýsir ESB-andstöðu - Gott mál!


   Guðni Ágústsson  formaður  Framsóknarflokksins  er nú í
fundarherferð  um  landið, og flutti góða ræðu í Borgarnesi.
Þar kom fram  hjá Guðna  að hvorki ESB-aðild né upptaka
evru væri  ákjósanlegt við núverandi aðstæður. Þetta  er
hárrétt afstaða hjá Guðna, og ólíkt því sem fyrrum formenn
flokksins hafa talað, þeir  Halldór og nú Jón.

  Vonandi heldur formaðurinn áfram á sömu braut, því litill
sértrúarhópur innan Framsóknarflokksins hafa á undanför-
num árum stórskaðað ímynd flokksins og fælt frá stóran hluta
kjósenda hans vegna ESB-daðurs.  - Því grasrót flokksins hefur
ætíð tengst íslenzkri mold og þjóðlegum viðhorfum.

  Ef Guðni Ágústsson formaður heldur áfram að tala skýrt í
einu stórpólitíksa hitamáli lýðveldsins á þjóðlegum nótum
mun hinn rótgróni sanni framsóknarkjarni skila sér fljótt heim
aftur.

  Þannig. Áfram Guðni!  Áfram!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband