Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Stórt áfall fyrir ríkisstjórnina !


   Hin litla þátttaka í kosningunum til stjórnlagaþings er stórt
áfall fyrir ríkisstjórnina. Sérstaklega forsætisráðherra, en aðal
tilgangur stjórnlagaþings átti að vera skv. ráðabruggi Jóhönnu
og hennar ESB-liði, að úthýsa fullveldisákvæðum hennar svo
Ísland geti gengið í ESB.  Nú hefur fyrirhugað stjórnlagaþing
misst alla vigt vegna litillar kosningaþátttöku, og alveg sér-
staklega fyrir Jóhönnu og ESB-liðið, ef yfirlýsir ESB-andstæðingar
ná þar meirihluta. En það var eingöngu vegna þess sem sá er
þetta skrifar fór og kaus. -

   Stjórnlagaþingskosningarnar voru afar illa skipulagðar, fóru
fram á kotvitlausum tíma með allt of litlum fyrirvara. Auk þess
allt of kostnaðarsamar eins og fjármálum þjóðarinnar er  nú
háttað!

  Enn eitt klúður vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms!

Verjum fullveldið! Verjum íslensku stjórnarskrána!


   Hvet ALLA þjóðfrelsis-og fullveldissinna til að fjölmenna
á kjörstað og kjósa SITT FÓLK á stjórnlagaþing. Til VARNAR
FULLVELDINU og STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS!  Því ef Ísland
gerist aðili að ESB verður íslenska stjórnarskráin marklaust
plagg! Víkur fyrir þeirri í Brussel!

   Því er afar mikilvægt að ALLIR þjóðfrelsis- og fullveldissinnar
grandskoði hvern frambjóðenda til stjórnlagaþings, áður  en
honum er greitt atkvæði!

  ÁFRAM FULLVALDA ÍSLAND! ÁFRAM ÍSLENSK STJÓRNARSKRÁ!
mbl.is Kosning hófst almennt kl. 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin treystir á forsetann gegn Icesave-þjóðsvikunum


    Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti átti hrós skilið að
taka fram fyrir hendur hins andþjóðlega meirihluta Alþings
í Icesave-þjóðsvikunum s.l vetur, og vísa þeim í dóm þjóð-
arinnar. Enn eru Icesave-þjóðsvikararnir farnir á kreik  og
stefna að öðrum Icesave-þjóðsvikasamningi, í von um að
hinn sami óþjóðholli meirihluti Alþingis samþykki hann.

  En nú hefur hinn þjóðholli forseti Íslands talað. Lokaorðið 
á að vera hjá þjóðinni. Þjóðin á að segja til um hvort  hún
samþykkir ólögvarðar kröfur nýlenduvelda ESB vegna glæpa
útrásarmafíuósa, sem sjálft regluverk ESB segir íslenzka ríkið
BERI EKKI AÐ GREIÐA. Þannig fær þjóðin tækifæri til að kolfella
í annað sinn þjóðsvikin aftur, voga stjórnvöld sér til að bera
svikin á borð aftur.

  Í kjölfarið, a.m.k þegar nýtt þing hefur verið kosið, yrðu öllum
þeim þjóðsvikurum, sem Icesace vildu samþykkja, kærðir fyrir
Landsdóm.  Þar fremstir færu forsætisráðherra og fjármála-
ráðherra............
mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfga-alþjóðahyggja vinstrimennskunar ógnar innnlendri velferð!


  Meiriháttar niðurskurður í velferðarkeflinu, þar sem aldraðir,
öryrkjar og sjúkir verða fyrir mesta áfallinu, byggist á hinni
alræmdu öfga-alþjóðahyggju vinstrimennsku stjórnarflokk-
anna. Því á sama tíma sem milljörðum á milljörðum ofan er
ausið í  eindæmis  ESB-rugl  og  kjaftæði, og  til  greiðslu  í
ölmususjóði ESB  án  kvaða  þar um, og þróunarsjóði út og
suður erlendis, sem  litlu  skila, auk  þess  sem ríkisstjórnin
rembist eins og rjúpa við staur að koma hátt í hundarð mill-
jarða á þjóðina vegna Icasave kúgunarkrafna ESB-nýlendu-
velda, SEM ALLS EKKI BER AÐ GREIÐA LÖGUM SAMKVÆMT,
er ráðist af meiriháttar grimmd og hörku á íslenzka velferð.

  Já, VINSTRIMENNSKAN Í HNOTSKURN!W00t

  Á sama tíma og gengið er botnlaust erinda fjárplógsafla,
og útrásarmafíuósarnir ganga enn lausir, er EKKERT gert
fyrir skuldastöðu heimila sem máli skiptir. Í einu og öllu er
farið  eftir þjóðfjandsamlegri efnahagsráðgjöf AGS ÞVERT
á íslenzkan raunveruleika og hagsmuni. Enda í anda vinstri-
mennskunnar að gera sem flesta öreiga, skapa sem mesta
eymd og fátækt, sbr. Icesave.

  Já, VINSTRIMENNSKAN Í HNOTSKURN!W00t

  Og til að kóróna aðförina að þjóðinni er gerð grófasta til-
raun frá  lýðveldisstofnun  til  að  færa  þjóðina  á  ný undir
ERLEND YFIRRÁÐ frá lýðveldisstofnun. En með  ESB-aðild
mun þjóðin endalega glata fullveldi sínu og sjálfstæði, og
yfirráðum yfir sínum helstu auðlindum.
   
   Já, VINSTRIMENNSKAN Í HNOTSKURN!W00t

        HIN ÞJÓÐFJANDSAMA VINSTRIMENNSKA!Devil
mbl.is Uppsagnir og rúmum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríverzlun við Rússa mikilvægt mótvægi gegn ESB-aðild


   Fagna ber ákvörðun utanríkisráðherra að vilja hefja viðræður
við vini okkar Rússa um fríverzlunarsamning. Því slíkur samningur
mun enn styrkja Ísland við að standa utan  ESB. Auk þess að
staðsetja okkur enn frekar í hópi þjóða á norðurslóðum  sem
ætla að gæta hinna miklu hagsmuna sinna þar í framtíðinni.

  Þetta er kannski fyrsta sterka vísbendingin um að utanríkis-
ráðherra  er loks að átta  sig á  að aðild Íslands  að  ESB eru
draumórar. Bæði vegna þess að þjóðin er alfarið á móti aðild
að ESB, og sú staðreynd að ESB  er í raun á brauðfótum með
evrusvæðið í upplausn.
mbl.is Fríverslun rædd við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt eilíft vinstradaður Sjálfstæðisflokksins !


   Ekki ómerkari sjálfstæðismaður en Styrmir Gunnarsson veltur
þeirri  spurningu  upp  á evrovaktin.is hvort ekki sé hægt að
byggja upp traust milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna? Svo 
óheppilega  vill  til  að  þessari spurningu er varpað fram nær á
sama tíma og einn þingmanna Vinstri grænna upplifir flokk sinn
sem kommúnistaflokk. Enn oftar en ekki hefur einmitt Sjálfstæðis-
flokkurinn unnið til vinstri, einkum með sósíaldemókrötum, með
skelfilegum afleiðingum. Og nú vill viss kjarni innan Sjálfstæðis-
flokksins bæta um betur, og vinna enn lengra til vinstri, og það
með sjálfum kommúnistum.

   Er að furða að fjölmargir borgarasinnaðir kjósendur og þjóð-
hollir hægrisinnar séu ráðvilltir gagnvart þessu furðufyrirbæri
Sjálfstæðisflokkur? Sem raunar setti þjóðina á hausinn vegna
yfirgengilegs aulaháttar, agaleysis og umfram allt stjórnleysi.
Í nánu samstarfi við vinstriöflin  og  miðjumoðið í íslenzkum
stjórnmálum.

  Og enn kalla virðulegir sjálfstæðismenn til vinstrasamstarfs.
Meir að segja til alræmda kommúnista, sem standa að mestu
aðför að  fullveldi  og sjálfstæði Íslands sbr. ESB-umsókn, og
vítaverðri árás á lífskjör almennings til tuga ára, sbr.. Icesave,
ofan á allt hrunið af mannavöldum í stjórnartíð Sjálfstæðis-
flokksins.
 
  Sjálfstæðisflokkurinn hefur gjörsamlega brugðist sem hið
öfluga þjóðholla hægraafl í þágu almennings á Íslandi. Meir
að segja er haldið uppi skrípaleik trúða í borgarstjórn Reykja-
vikur í boði forseta borgarstjórnar úr röðum Sjálfstæðisflokk-
sins!!!!!!

   Nýtt ALVÖRU þjóðhollt hægrisinnað stjórnmálaafl er því frum-
forsenda þess að nýtt öflugt Ísland rísi með þjóð er hafi óbil-
andi trú á íslenzka framtíð. OG SÉ HVÖTT TIL ÞESS! Hvort það
verða HÆGRI GRÆNIR eða aðrir, á eftir að koma í ljós, en samt
vel þess virði að framfarasinnaðir þjóðhollir  hægrimenn líti  nú
til þeirrar áttar....

   Tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.....  

 


Grafarþögn Framsóknar um Evrópumálin


   Mesta athygli vakti á miðstjórnarfundi Framsóknar s.l. helgi
algjör grafarþögn um Evrópumál. Einu umdeildasta pólitíska
máli lýðveldisins. Og það svo, að einn þingmanna Framsóknar
læddist út af fundinum og kvartaði við  fjölmiðla að flokkurinn
hefði enga stefnu í Evrópumálum.

  Ekki að furða að Framsókn mælist lítið í skoðanakönnunum.
Flokkur sem  hefur  enga  stefnu  og  því síður þjóðlega sýn í
einu stærsta sjálfstæðismáli Íslendinga, fyrr og síðar, á ekkert
lengur erindi við þjóðina. Öll þjóðhyggju-ímynd Framsóknar er
horfin, og fylgið með.

  Á sömu helgi heldu kommúnistarnir í Vinstri grænum líka fund.
Á þeirra flokksráðsfundi var þó Evrópumálin rædd, og komist
að þeirri endanlegri niðurstöðu, að Vinstri grænir væru  ESB-
flokkur. Aðildarumsókninni og ferðinni til Brussel skyldi haldið
áfram.

   Spurning hvenær Vinstri grænir sækja um aðild að Samfylk-
ingunni?  

Þingmaður Vinstri grænna líkir flokknum við kommúnistaflokk


   Sjálfur hefur sá er þetta skrifar margoft líkt Vinstri grænum
við kommúnistaflokk. Enda forverar þeirrar alræmdir kommún-
istar! En nú hefur einn af þingmönnum VG stígið fram og seg-
ist upplífa Vinstri græna sem kommúnistaflokk. eftir flokksráðs-
fund VG um helgina.

   Vert er að óska Lilju Mósesdóttir þingmanni VG til hamingju
með að hafa uppgötvað kommúnistanna í Vinstri grænum. Sem
hugsa fyrst og síðast um ráðherrastóla sína og völd  fremur en
hag  okkar almennings, og því síður þjóðfrelsi og þjóðarhagsmuni, 
sbr. Icesave-þjóðsvikin, og fullveldis- og þjóðfrelsissvikin með ESB-
umsókninni.

  Vonandi að Lilja haldi áfram á sömu braut og yfirgefi vinstri-
mennskuna fyrir fullt og allt. Enda algjör tímaskekkja í dag í
upphafi 21 aldar, enda virkileg þjóðfjandsamleg hverri þjóð,
eins og ótal dæmi sanna á Íslandi í dag!


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir 100 % flokkur ESB-sinna !


   Auðvitað feldi kommúnistakjarninn í Vinstri grænum tillögu
um að hætta ESB-ferlinu!  Hvað annað?  Flokkurinn sem kom
sjálfu ESB-umsókninni og ESB-ferlinu af stað. Í náinni sam-
vinnu við hina öfga-aljóðasinnaða vini sína, sósíaldemókrata. 
Við hverju öðru mátti búast úr herbúðum kommúnista?  Sem
ALDREI hafa verið treystandi í þjóðfrelsis-og fullveldismálum.
Enda hatur þeirra á öllu er telst til þjóðlegra viðhorfa og gilda
alþekkt. Sem nú kristallast einmitt í aðför þeirra að fullveldi og
sjálfstæði Íslands með ESB-aðildarumsókninni og ICESAVE
þjóðsvikunum, sem beintengd eru aðild Íslands að ESB.

   Þarf lengur vitnanna við ?

   ÁFRAM ÍSLAND.  EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESANE né AGS!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.

mbl.is ESB tillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað munu Vinstri grænir áframtryggja ESB-ferlið sitt!


    Auðvitað segist kommúnistaleiðtoginn Steingrímur J. vera
bjartsýnn á að sátt verði meðal sinna félaga að ESB-ferlið
haldi áfram. Þó það nú væri! Sjálfir lykilgerendur í því  að
Brussel-lest þeirra og sósíaldemókrata fór loks af stað!!
Að blautustu draumar ESB-sinna rættust.

   Og ekki sakar  að allt þetta gerðist undir TÆRRI  TÆRRI 
VINSTRISTJÓRN. Hinni alsönnu og algóðu vinstrisinnaðri
alþjóðahyggju. Já í sameiginlegu bræðrabandi sósíalista og
sósíaldemókrata í fyrstu hreinræktuðu vinstristjórn á Íslandi.  -

 Þvílíkur heiður! Þvílíkt stolt!

 Þvílík vinstrimennska í hnotskurn!
    
 
mbl.is Bjartsýnn á að sátt náist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband