Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Sósíaldemókratar yfirtaka borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins!


   Nú  liggur  það  endanlega fyrir að sósíaldemókratar hafa yfirtekið
borgarstjórnarflokk  Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn  gat  ekki einu
sinni greitt atkvæði móti því að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar
við Moskvuborg yrði endurskoðaður. Ekki frekar en að standa gegn
byggingu mosku í Reykjavík. En tvískinnungurinn flettast meiriháttar
saman í þessum tveim málum. Því á  sama tíma sem meintir fordómar  
eru fordæmdir gagnvart  samkynhneigðum  í  Moskvuborg,  hyggst öll
borgastjórnin  leyfa  byggingu  mosku  í  Reykjavík, þar sem einn af
æðstu 
klerkum múslima hérlendis fór nýlega mjög niðrandi orðum um
samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Tvískinnungurinn er þarna 
ALGJÖR. Einmitt í anda Gnarristanna!   

     Þá liggur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hundflatur  í 
flugvallarmálinu eins og allt hið sósíaldemókrataíska Gnarristalið.
Þvert á flokkssamþykktir! Það er engu líkara en Mr. Gnarr hafi tekist
að umbreyta fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í geimverur eftir sínu höfði,
svo gjörsamlega eru þeir komnir úr sambandi við öll borgaraleg við-
horf og gildi. Orðnir  algjört  viljalaust verkfæri Gnarr & Co!

   Við komandi borgarstjórnarkosningar hlýtur að verða til alvöru framboð
til hægri. Upplausnin,  skrípalætin og aulahátturinn við stjórn borgarinnar
er orðin slíkur, með þátttöku svokallaðs Sjálfstæðisflokks, að við verður
ekki unað lengur!  - Uppreisnin í flugvallarmálinu talar þar skýrast! 

   

mbl.is Endurskoða samstarfið við Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra skyldugur að draga ESB-umsókn til baka strax!


   Skv. nýju  lögfræðilegu  áliti  sem  utanríkisráðherra kynnti
í gær, er hann óbundinn af ESB--ályktun Alþings frá 2009 um
aðildarumsókn Ísland að ESB. Í ljósi  niðurstöðu kosninga  og
andstöðu ríkisstjórnar og nýs meirihluta Alþingis við umsóknina,
ber honum því skylda  til að draga  umsóknina  til  baka  STRAX!  
Þá ber utanríkisráðherra að leysa upp viðræðunefndina og alla
hópa tengda umsókninni STRAX Í DAG!

   Það var krítískur ,,meirihluti" kommúnista og sósíaldemókrata
sem nauðguðu ESB-umsókninni gegnum Alþingi  á fölskum for-
sendum. Nýr þjóðhollur utanríkisráðherra á því engra kosta völ
en að afturkalla umsóknina.

   Þjóðaratkvæði um framhald aðlögunarferlisins yrði  einn alls-
herjar brandari. Því hvernig getur ríkisstjórn  sem öll er andvíg
aðild haldið áfram með aðildarumsókn? Fáránleikinn yrði algjör!

   Sem sagt. ESB-umsóknina út af borðinu!  STRAX Í DAG!  

mbl.is Telur álitið grafa undan stöðu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum varðskip til stuðnings Færeyingum!


    Baldur Ágústsson kom með þá snjöllu hugmynd í dag á
Útvarpi Sögu, að Íslendingar sendu varðskip til Færeyja,
til stuðnings Færeyingum í fiskveiðastríði þeirra við ESB.
En ESB hefur einnig hótað okkur viðskiptastríði eins og 
kunnugt er vegna veiða okkar á makríl í eigin  lögsögu.

   Vert er að taka undir þessa snjöllu hugmynd Baldurs.
Senda  flaggskip  okkar  vs  ÞÓR  til Færeyja með fríðu 
föruneyti, s.s sjávar-eða utanríkisráðherra, til að árétta
með táknrænum afgerandi hætti og svo að eftir verði tekið,
stuðning okkar við frændur vora í Færeyjum. Við látum ekki
fyrrum nýlenduveldi innan ESB með stuðningi Brussel berja
okkur til hlýðni, þótt smáir séum.

   Aumkunarvert er að horfa á Dani með engin áhrif innan ESB.
Hafa EKKERT að segja við ESB borðið til varnar Færeyingum,
sem þó tilheyra Danaveldi.  Meiri afhjúpun á algjöru fullveldis-
afsali er ekki hægt að hugsa sér, gagnstætt gaspri ESB-sinna
um annað.  Danmörk er eitt besta dæmið um það í dag!

Sósíaldemókratarnir í Sjálfstæðisflokknum æfir!


     Hinn alkunni hópur sósíaldemókrata í Sjálfstæðisflokknum
færa sig nú daglega upp á skaftið í Evrópumálum. Nú undir 
forystu Ragnheiðar Ríkharðsdóttir formanns þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins og Þorsteins Pálssonar fyrrv. formanns flokk-
sins.  Sem krefjast sem fyrst þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort
aðildarviðræðum  Íslands  að  ESB  skuli  haldið  áfram. Þvert á
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og flokkssamþykktir stjórnar-
flokkanna. 

   Það er alveg með ólíkindum hvernig þessi Sjálfstæðisflokkur
hangir enn saman.  Klárlega alls ekki sem þjóðlegt borgaralegt
afl. Ekki einu sinni í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem sósíal-
demókratar hafa endanlega yfirtekið borgarstjórnarflokk Sjálf-
stæðisflokksins, sbr. flugvallarmálið og byggingu mosku í Reykja-
vík.

   Í komandi borgarstjórnarkosningum yrði enginn hissa að nýtt
alvöru hægrisinnað afl kæmi fram.  Því tómarúmið á hægri kanti-
num er þar algjört!

mbl.is Þjóðaratkvæði sjálfstæð ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin vill ESB-umsóknina dregna til baka ! STRAX!


  Nú þegar þjóðin hefur kosið nýtt Alþingi sem er að stórum
hluta andvigt aðild Íslands að ESB, er það gróf móðgun og
alvarlegt tilræði við lýðræðið, að hinn nýi meirihluti fram-
fylgi ekki vilja sínum og þjóðarinnar í Evrópumálum tafar-
laust! 

   Það  að  efna  til þjóðaratkvæðis um málið er rugl! Þjóðin 
var aldrei spurð í upphafi þegar umsóknin var afhent í Bruss-
el. Því ber hinu nýkosna Alþingi að afturkalla aðildarumsókn-
ina tafarlaust!  Enda viðræðunum hætt, og engir samningar í
boði, heldur aðlögun og innlimun Íslands í Evrópusambandið! 
Þvert á vilja núverandi meirihluta  þings og þjóðar og ríkis-
stjórnar!

   Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar varðandi aðildarum-
sóknina er því gjörsamlega óskiljanlegur. Að geta ekki tekið
af skarið í slíku stórmáli er meiriháttar ákvörðunarfælni, sem
lofar ekki góðu um stjórn landsmála.  Alþingi verður því strax
í september er þing kemur saman  að koma ríkisstjórninni til
hjálpar og samþykkja FORMLEGA að umsókn Íslands að ESB
verði dregin til baka. Endanlega!  Ekki er forsvaralegt að þetta
aðildarklúður hangi yfir þjóðinni stundinni lengur! 

   Þolinmæði okkar ESB-andstæðinga sem skipum meirihluta
þjóðarinnar er á þrotum!  Látum háværan minnihluta ekki ráða
og kúga lengur !

    BURT MEÐ ESB-UMSÓKNINA!   S T R A X !    

mbl.is Forsætisráðherra rýrir orðspor Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar hætti að tala við RÚV um Evrópumál !


   Meðan fréttastofa RÚV er í sérstakri móðursjúkri herferð
fyrir aðild Íslands að ESB, og kolbrýtur allar reglur og lög
RÚV um hlutleysi í fréttaflutningi, eiga ráðherrar og sem
flestir stjórnarliðar að ræða ekki við RÚV um Evrópumál.
Bæði er það að viðtöl RÚV við ESB-andstæðinga eru oftar
en ekki afbökuð og tekin úr samhengi, sbr. Vigdís Hauks-
dóttir alþingismaður, og margsinnis eru fréttir hreinlega
búnar til fyrir  ESB-sinna  og  gerðar  að aðalfréttum nú
dag eftir dag, sbr. nú hádesgisfrétt RÚV!

   Það hefur lengi legið fyrir að það er eitthvað meiriháttar
að innan RÚV, sem þarf að uppstokka og breyta. Að það
skuli kosta hátt í 4 milljarða að reka þessa stofnun  er
gjörsamlega út í hött!

   Innan fréttastofu RÚV verður þegar í stað að eiga sér
breytingar.  Vinstrislagsíðan þar og ESB-trúboðið er orðið
svo yfirgengilegt að við verður ekki unað lengur. Ekki síst
þegar hrokinn og yfirgangurinn er orðin slíkur að almennum
bloggurum  eru hótað málssókn fyrir réttmæta og rökstudda
gagnrýni!  - 

   Þá er mælirinn fullur!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband