Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Þörfin á sterkum þjóðhollum hægriflokki augljós!


    Þörfin á sterkum þjóðhollum stjórnmálaflokki til hægri
er aldrei augljósari en nú. Því Sjálfstæðisflokkurinn hefur
bersýnilega glatað öllum trúverðugleika sínum til að vera
slíkt pólitískt afl eins og hann var lungann af síðustu öld. 
Það sýna skoðanakannanir og ekki síst kosningaúrslitin 
s.l vor. Enda eiga sósíaldemókratar innan Sjálfstæðisflokk-
sins þar margar og mikilvægar vistarverur.

   Í þessu sambandi reikar hugurinn til Íhaldsflokksins gamla
á fyrri hluta síðustu aldar. Tími á slíkan alvöru hægrisinnaðan
flokk er fyrir löngu kominn. Ekki hvað síst með tilliti til hvaða
þróun er að eiga sér stað til hægri í Evrópu í dag, og þá upp-
lausn og rótleysi sem einkennt hefur íslenskt samfélag nú um
langt skeið. Þar sem allskyns vinstriöfl og anarkistar vaða 
uppi, sbr. vinstristjórnin sáluga, sú fyrsta ultra vinstristjórn 
frá upphafi á Íslandi. Allt vegna veikrar stöðu á hægri kanti
íslenskra stjórnmála, sérstaklega með og eftir hrun þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi við sósíaldemókrata  brást
þjóðinni algjörlega!

     Þróunin til hægri í Evrópu gegn upplausn, spillingu   og 
ofurmiðstýringunni frá Brussel, er athyglisverð, og hlýtur 
fyrr en seinna ná sterkri fótfestu einnig á Íslandi. Landi og
þjóð til heilla!

mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með 28,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegur ritstjóri


   Leiðari DV í dag ber heitið ,,HÆTTULEGUR FORSÆTISRÁÐHERRA".
Sem  miklu  frekar  hefðu  mátt  bera yfirskriftina  ,,HÆTTULEGUR
RITSTJÓRI". Því  á DV  eins og jafnan eru hlutirnir settir í hvolf. Og
oftar en ekki hafðir undir öfugum formerkjum.

   Tilefni þessa hættumats ritstjóra DV á forsætisráðherra var viðtal
við forsætisráðherra í útvarpsþættinum á Sprengisandi  s.l. sunnudag. 
Hafði ritstjórinn allt á hornum sér, og eins og áður sagði taldi forsætis-
ráðherra hættulegan þjóðinni, og væri ekki á vetur setjandi.

   Í þessu sambandi má minna ritstjóra DV á málflutning hans og blaðs
hans í Icesave. Ólíkt höfðust þeir að í því stórmáli hann og forsætis-
ráðherra.  En með ákveðni og óbilandi trú á íslenskan málstað skipaði
núverandi forsætisráðherra sig í forystusveit þeirra sem hvað harðast 
börðust gegn Icesave, með stuðningi forseta Íslands og síðar meiri-
hluta þjóðarinnar. Þjóðargjaldþroti var forðað!  Ritstjóra DV væri holt
að rifja þetta stórmál upp áður enn hann fer að kalla Sigmund Davíð 
hættulegan forsætisráðherra.  -  Maður líttu þér nær! Því hefði mál-
flutningur Icesave-sinna sigrað, hefði ritstjórinn ekki þurft að  bera
fyrir sig þjóðarhag í dag, og því siður fjöregg íslenskrar þjóðar, því
hvort tveggja hefði fokið fyrir veðri og vindi, hefði þjóðarsvikin  í
Icesave orðið að veruleika. 

    Þá má einnig vekja athygli á hvað mun þjóðhollari viðhorf forsætis-
ráðherra hefur í Evrópumálum, og varðandi fullveldi og sjálfstæði Ís-
lands, heldur en þjóðhættuleg viðhorf varðandi þau mál, sem DV  og
ritstjóri þess hefur fylgt hingað til.  Að ekki sé talað um öfga-upphróp-
arninar á þeim bæ um þjóðrembu og þjóðernisfasisma í hvert sinn 
sem talað er um trú á íslenska framtíð og að staðið sé fast um íslenska
þjóðarhagsmuni.

  Leiðari DV í dag er blaðinu til mikilla vansa og ekki í fyrsta skiptið!
Ómálefnaleg og gegnumsýrð hættulegum öfgaáróðri og dylgjum.

   Hættuleg ritstjórn það!

Er DV í heillögu stríði gegn þjóðlegum viðhorfum?


   Svo virðist sem DV sé  komið í heilagt stríð gegn öllum
þjóðlegum viðhorfum og gildum. Allt sem lýtur að því  að
verja íslenska þjóðarhagsmuni, standa vörð um fullveldið
og þjóðfrelsi íslendinga, að ekki sé talað um að verja þjóð-
menninguna og tunguna, allt er pakkað inn í búning þjóð-
rembu, þjóðernisfasisma, og þaðan af verra.

   Nú síðast er föstum skotum beint að forsætisráðherra 
fyrir það eitt að tala  kjark í þjóð sína eftir erfiða tíma. Að
hann skuli voga sér að hafa íslenska framtíðarsýn og sé
stoltur af landi sínu og þjóð er fundið allt til foráttu.  Þjóð-
remba, þjóðremba, og hættulegur öfga þjóðernisfasismi er 
nánast þrástagast á dag eftir dag vegna þessa. Á DV!

   Ekki skal neitt fullyrt um þessa sérkennilegu komplexa 
Dv í garð heilbrigðar þjóðhyggju. En í ljósi öfgaskrifa þess
í Icesave, þar sem Icesave-Svavars-þjóðsvikasamningurinn
var vegsamaðar sem himnasending sem þjóðin ætti að borga,
skýrist margt. Þá hefur DV látlaust unnið að inngöngu Íslands
inn í ESB, og tekið fullan þátt í blekkingum ESB-trúboðsins að
um einhverja samninga sé að ræða. Og vegna andstöðu for-
seta Íslands í báðum þessum þjóðsvikamálum hefur forsetinn
nánast þurft að sæta einelti af hendi DV. 

   Ekki verður annað sagt en hin öfga-alþjóðahyggja sósíaldemó-
krata svífi yfir vötnum á DV. Skákar jafnvel oftar en ekki Frétta-
blaðinu í þeim efnum. Og er þá mikið sagt!

  Vitum að ákveðin öfl og hópar vinna markvíst að brjóta  niður
þjóðarvitund Íslendinga og koma Íslandi endanlega undir yfir-
þjóðlegt vald. Hvað sem það kostar!  Vinstristjórnin sáluga var
liðtæk í því. Enda í fullu samræmi við öfga-alþjóðahyggju vinstri-
mennskunnar.  DV hefur klárlega gerst málpípa slíkra afla og við-
horfa, og ber að skoðast sem slíkt.

   Ánægjulegast er þó að horfa á að hér er um ekkert íslenskt fyrir-
bæri að ræða. Í kjölfar heimskreppunnar hefur taumlaus alþjóða-
hyggja t.d í anda sósíaldemókrata boðið  skipbrot, og stjórnmála-
öfl hlynnt aukinnar heilbrigðar þjóðhyggju verið í mikilli sókn síð-
ust ár, sérstaklega í Evrópu.   Sú þróun á klárlega eftir að birtast
í íslenskum stjórnmálum fyrr en seinna af enn meiri krafti en 
nokkru sinni fyrr. Landi og þjóð  til heilla!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband