Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Þörf á þjóðhyggju á nýjum vettvangi! Úrsögn úr Þjóðfylkingunni!

Mikil og ör gerjun á sér nú stað í stjórnmálunum á
heimsvísu. Ekki síst beggja vegna Atlantsála, sem
einnig mun ná til Íslands fyrr en margan grunar.

Þar takast á tvennskonar stefnur byggðar á ólíkri
heimsmynd. Annars vegar alþjóðahyggja, með tilheyr-
andi takmarkalausri alþjóðavæðingu, nánast galopnum
landamærum, fólksflutningum og  ósamrýmanlegri fjöl-
menningu. Og hins vegar skynsöm og hófsöm þjóðhyggja
byggð á þjóðríkjahugsjóninni, fullveldi og sjálfstæði
þjóða og einstaklinga, varðveislu þjóðmenninga, og
öflugum frjálsum viðskiptum milli ríkja á jafnréttis-grundvelli!

Á s.l ári var  stofnaður  stjórnmálaflokkur á Íslandi
til að verða við kalli tímans hvað síðari heimsmyndina
varðar, Íslenska þjóðfylkingin. Ónægur tími til undir-
búnings og uppbyggingar flokksins má segja að hafi 
orðið honum til trafala þegar þátttaka hans í
ófyrirsáanlegum og ótímabærum þingkosningum varð hans
hlutskipti. Og ekki bætti úr skák þegar mikið ósætti
blossaði upp meðal flokksmanna, og litill hópur hrifsaði
til sín völdin. Þá hrakfallasögu alla verður ekki rakin
hér, en  stórskert flokksímynd og ótrúverðugleiki
í huga kjósenda þarf ekki að tíunda í hans garð í
kjölfarið. Og stendur enn! - Eðlilega!

Nú hyggst Íslenska þjóðfylkingin reyna að öðlast nýja
ímynd og trúverðugleika á ný. Með boðun til landsfundar
31 mars - 2 apríl n.k. Því miður  mun sú tilraun renna
út í sandinn. Því sömu ólýðræðislegu niðurrífsöflin ruin öllu trausti kjósenda eru þar á ferð. Smáhópur er hefur
haft flokkinn í nánast gíslingu undanfarin misseri  og
ætlar augsjáanlega ekki að  læra af mistökunum og því
síður að slaka á klónni.

Ástandið í flokknum er farið að minna á flokksógnina
í Norður-Kóreiska kommúnistaflokknum. Valdahrokinn er
orðinn yfirgengilegur, móðursýkislegar árásir á flokks-
menn, og plottið innan þessa þröngva hóps ótrúlegt,
eins og reifari í skáldsögu, til að halda völdum og
áhrifum.  

Sem einn af frumstofendum Íslensku Þjóðfylkingarinnar
harma ég því hvernig komið er fyrir henni, eins og grunn-
stefnuhugsjón hennar er frábær!  Úrsögn mín úr flokknum
liggur því beinast við!

En þjóðhyggjuhugsjónin mun lifa áfram! Og mun finna sér
nýjan farveg og vettvang! Fyrr en seinna.

 Það eitt er víst!


Þjóðhyggja í sókn! Alþjóðahyggja vikur!

   Þjóðhyggjan er í mikilli sókn beggja vegna 
Atlantsála. Alþjóðahyggjan vikur!  Miklar og
jákvæðar breytingar eiga sér nú stað um skipan
heimsmála og í alþjóðlegum stjórnmálum.  Mun
skarpari  og örar  en  margur gerir sér grein
fyrir.

  Alþjóðahyggja sósíalista  og kommúnista  lauk
með falli  Sovétríkjanna. Evrópusambandið byggir
á álíka alþjóðahyggju, þar sem yfirþjóðlegt vald
með ofurmiðstýringu þvert á þjóðleg viðhorf  og
þjóðríki er í öndvegi. Fyrir ESB mun því fara 
eins og gamla Sovétinu!  Fólkið, hinn almenni
bogari gerir uppreisn, því hið yfirþjóðlega bákn
í báðum tilvikum vinnur gegn hagsmunum hans í 
þágu yfirþjóðlegra afla(banka-fjármálasukks) og
nú síðast yfirgengilegrar alþjóðavæðingar þvert á
hagsmuni þjóðríkja og þegna þeirra!

  Þjóðhyggjan og þjóðríkjahugsjónin fær því byr 
undir báða vængi beggja vegna Atlantasála meðal 
almennra borgara. Sem andsvar við hinni óheilla-
þróun að þeirra mati. Mikil sókn þjóðhyggjuflokka
í Evrópu og sigur Trumps í Bandaríkjunum er spegil-
mynd alls þessa. Auk valdasetu Pútins í Rússlandi.

  Fyrir alla sem una fullveldi og sjálfstæði þjóða
sinna er þetta gleðiefni! Því þjóðfrelsi og frelsi
einstaklinga eru nátengd. Sbr úrsögn Bretlands  úr
ESB í dag og fullveldistaka þess yfir eigin landa-
mærum. Þvert á Schengenruglið með tilheyrandi íslams-
væðingu Evrópu, öfga fjölmenningarhyggju með tilheyr-
andi hryðjuverkum.

 En hvað með Ísland? Þróunin hlýtur að verða sú sama
hér og gerist nú í Evrópu! Hinn alþjóðasinnaði anar-
kismi og vinstrimennska alþjóðahyggjunar sem nú tröll-
ríður íslenskum stjórnmálum ásamt ömurlegu miðjumoði
hlýtur senn að víkja.  Spurningin er bara um tíma og
um sterka forystu fyrir slíku þjóðhyggjuafli. 


mbl.is Sigurlíkur Le Pen aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband