Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Samstarf við Norðmenn! ESB-sinnar einangrast !


    Eigum mun frekar að taka upp nána samvinnu við Norðmenn
á sviði efnahags- og peningamála í stað þess að ganga í ESB og
taka upp evru. Per Olof Lundteigem stjórnarþingmaður í fjárlaga-
nefnd norska þingsins segir Norðmenn mjög jákvæða og áhuga-
sama um hugsanlegt myntsamstarf við Íslendinga Allt væri opið
í þeim efnum. Þórólfur Matthíasson hagfræðingur segir fjölmargt
mæla með myntsamstarfi við Norðmenn. Þá benda margir rétti-
lega á að sjávarútvegur og orkubúskapur þjóðanna sveiflist í
takt. Það eitt er afar mikilvægt þegar um myntsamstarf er að
ræða. Þá yrði sá stjarnfræðilegi kostnaður að byggja upp banka-
kerfið frá grunni með tilheyrandi gjaldeyrisforða mun minna ef
við færum í myntsamstarf við Norðmenn í dag.

   Það er kominn tími til  að rjúfa  umræðuna um ESB og evru. 
Einangra ESB-sinna og Samfylkinguna í þeirri  umræðu. Mun
meiri líkur eru á að ná breiðri pólitíski samstöðu á Alþingi um
að ganga til náins samstarfs við frændur vora Norðmenn  á
jafnrérttisgrundvelli en að ganga í ESB og taka upp evru. Bara
timans vegna og í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem við nú erum í
er ekki spurning hvor leiðin yrði okkur hagstæðari sem sjálf-
stæðar og fullvalda þjóðar.  Hagsmunir Íslendinga og Norð-
manna fara svo mikið saman á svo ótal mikilvægum sviðum.
Má þar nefna á sviði öryggis-og varnarmála, nýtingu auð-
linda í norðurhöfum, nátturuverndar og m. fl.  Myntsamstarf
við Norðmenn gæti bara orðið mjög eðlilegt framhald af því.

   Samfylkingin ástundar nú mjög hart ESB-trúboð, og ætlar
sér bersýnilega að nota bágt ástand efnahagsmála í dag til
að knýa það mál fram. En aðild að ESB-og evra yrði það al-
versta sem yfir þjóðina gæti dunið. - Því er mikilvægt að
ná sem fyrst breiðri pólitískri samstöðu á Alþingi um norsku-
leiðina fremur en ESB-leiðina. - Enda tæki hún mun skemmri
tíma en ESB leiðin. - En það er einmitt tíminn sem máli skiptir
svo mjög í dag til að komast sem fljótast upp úr hinum efna-
hagslega öldudal.

    
mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfelldur niðurskurður í utanríkisráðuneytinu


   Eitt af þeim ráðuneytum sem almest er hægt að skera stórlega
niður í ljósi efnahagsástandsins er í utanríkisráðuneytinu. Enda
mun þjóðin krefjast þess. Utanríkisráðuneytið hefur þanist út
á undanförnum árum í engu samræmi við hagsmuni þjóðarinnar
né bolmagn. - Fækkun sendiráða, útrýmingu allskyns gæluverk-
efna og allra þátta sem ekki eru taldir bráðnauðsynlegir á að
skera niður. Sjálfgefið er að loftrýmiseftirlit sem Bretar áttu að
sinna í desember falli niður. Ekki kemur til greina að þeir sinni
slíku eftirliti í ljósi samskipta þjóðanna. Í sparnaðarskýni verðum
við að hætta alfarið við slíkt eftirlit. Í ljósi þess að Bandaríkjamenn
töldu ekki lengur þörf á ratsjárkerfinu umhverfis Ísland og sem
kostar okkur hátt á annan milljarð króna að reka á ári ber að
taka til skoðunar að hætta því. Slíkum peningum er miklu betur
komið til uppbyggingar Landhelgisgæslu og öðrum öryggismálum
innanlands. - Ef Nato telur hins vegar þörf á slíku ratsjáreftirliti
verði því heimilt að reka það. Þá á að hætta með Schengen sam-
starfið sem kostar fleiri hundruð milljónir að reka á ári án sýni-
legs árangurs. Þurfum alls ekki á slíku rugl-kerfi að halda ekki
frekar en eyþjóðirnar Bretar og Írar.

   Ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sér sig ekki
fært að skera útgjöld til utanríkismála niður um allt að helming
á hún í slíkt embætti ekkert að gera. Utanríkisráðuneytið hefur
um fjölmörg ár verið rekið sem meiriháttar mont-ráðuneyti  í
engu samræmi við íslenzka hagsmuni, og nú verður að verða
lát á því. - Það er sá ískaldi veruleiki sem við blasir  í dag... 
mbl.is Horfið frá beiðni um loftrýmiseftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk á heiður skilið !


   Í Kastljósinu í kvöld var rætt við Björk Guðmundsdóttir söngkonu.
Björk hefur að undanförnu verið í forystu  þeirra sem  vilja  segja
kreppunni stríð á  hendur  og hefja  hér kröftuga  framfarasókn.
Henni hefur tekist á undran verðum tíma að safna saman fjölda
fólks sem leitar nú nýsköpunar á öllum sviðum til að stórefla at-
vinnustíg og bjarga þannig þeim mikla dýrmæta mannauði sem
íslenzk þjóð býr nú yfir, en hætta  er á að  hverfi  úr landi verði
ekkert að gert. Fjöldi sérfræðinga koma að þessu verkefni og
hafa á annað hundrað manns verið virkjaðir, þar af fjölmargir
sérfræðingar.  Nú á allra næstu dögum verða niðurstöður svo
kynntar, sem lofa afar góðu að sögn Bjarkar.

  Það er afar mikilvægt að  þjóðin ÖLL sé nú hvött til dáða og bjart-
sýni á framtíðina, því eins og kom fram í viðtalinu við Björk eru
tækifærin óteljandi. Björk er hér að koma þjóð sinni til hjálpar
á ögurstundu með meiriháttar hvatningu sem henni er lagið.
Síðan þurfa  stjórnvöld að koma í kjölfarið með verðugum stuð-
ningi. - Við Íslendingar getum unnið okkur HRATT upp úr öldu-
dalnum ef við stöndum saman og styðjum hvort annað. En
til þess þarf samræmt og heilrænt átak eins og Björk lagði
áherslu á..

   Hafi Björk okkar heiður skilið fyrir framtak sitt!

  Áfram Ísland !

    

Greining Glitnis. Enn eitt greiningarruglið


    Greining Glitnis um  að áhrifa af yfirlýsingu þess efnis að Ísland
stefni að ESB-aðild og upptöku evru yrði jákvæð og viðtæk á mörk-
uðum hér á landi er út í hött - Svona greining  Glitnis er  bara ein
af þúsundum greininga og spádóma sem hafa komið frá Glitnir og
öðrum bönkum um hinar og þessar væntingar varðandi markaðinn
sem reyndist bara skýjaborgir og loftbólur þegar upp var staðið.
Ef eitthvað hafi 100 % klikkað á umliðnum árum voru það greiningar-
deildir bankanna. Greiningardeildir sem voru í raun ekkert annað en
auglýsingastofur fyrir bankanna. - Og hvers vegna ætti þá frekar
að vera ástæða til að trúa greiningu Glitnis í dag?  Engin! Því í
ljósi reynslunar ríkir í dag FULLKOMIÐ VANTRAUST almennings á
Íslandi á þessar svokölluðu greiningardeildir bankanna. FULLKOM-
LEGA !

   Innan ESB eru  gríðarleg efnahagsleg vandamál og fara vaxandi.
Ungverjaland eitt aðildarríkja ESB hefur nú leitað til Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins og fleiri ESB ríki eru sögð á leiðinni. Evran hefur fallið
á þriðja tug prósenta gagnvart dollar síðustu 2 mánuði, og for-
sætisráðherra Ítalínu kvartar undan evrunni. Enda er nú komið á
daginn að eitt  vaxtastig  og  eitt gengi fyrir jafn gjörólík hagkerfi
og eru á evrusvæðinu gengur alls ekki upp. Allra síst í kreppuástandi
eins og nú.

   Að það  sé einhver gæðastimpill  á efnahagshorfur á  Íslandi að
Ísland sé á leið inn í ESB og ætli að taka upp evru er þvílíkt bull að
ekki fá orðum lýst. - En hvenær má maður annars búast við að bullið
og þessi eilífi þvættingur greiningardeilda bankanna linni?  Í ljósi
reynslunar verður manni flökurt á að hlusta á allar þessar endurtekn-
ingar á bullinu,  eins og Greiningu Glitnis í dag um ESB og evru. Ekki
síst þegar greiningarnar eru farnar að byggjast á pólitísku mati, eins
og í þessu tilfelli Glitnis.
mbl.is Yfirlýsing um aðildarumsókn myndi hafa víðtæk áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvaða heimi er Valgerður Sverrisdóttir ?


   Það er ekki að furða að fylgið skuli hrynja af Framsókn þessa
daganna. Ekki síst í ljósi þess hvernig sumir leiðtogar flokksins
koma með hinar furðulegustu fullyrðingar. En vara-formaður
Framsóknarflokksins segir á heimasíðu sinni í gær að stýri-
vaxtahækkunin í gær ,,væri einhver snjallasta ,,smjörklípa"
sem Davíð hefur kynnt á ferli sínum sem stjórnmálamaður".

   Hvernig er það? Veit Valgerður ekki hafandi setið í ríkisstjórn
til fjölda ára að Seðlabankinn framfylgir ákveðinni peningamála-
stefnu sem ríkisstjórnin á hverjum tíma hefur mótað og ákveðið?
Og er Valgerði Sverrisdóttir það algjörlega ókunnugt að það var
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem illu heilli krafðist stýrivaxta-
hækkun um 50%? Sem ríkisstjórnin samþykkti og Seðlabankinn
varð að framfylgja.  Hvernig getur þá þessi stýrivaxtahækkun
Seðlabankans verið ,,smjörklípa Dagvíðs Oddssonar? Hvers
konar bull er þetta í vara-formanni Framsóknarflokksins?

  Þótt Davíð  Odsson sé afar umdeildur sem Seðlabankastjóri,
og þótt Seðlabankinn hafi gert mörg mistök, ber að halda því
til haga að hann hefur framfylgt úreltri peningamálastefnu
fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar í 7 ár. Og verður nú að
hækka stýrivexti um 50% vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnar sem hefur gengið að óásættanlegum skilyrðum
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - Þessum staðreyndum ber að halda
til haga. Líka því að Valgerður Sverrisdóttir sem fyrrv. banka-
og viðskiptaráðherra ber fulla ábyrgð á núverandi úreltri peninga-
málastefnu.

    Framtíðarsýn vara-formanns Framsóknarflokksins um aðild
Íslands að ESB og upptöku evru  sem lausn á efnahagsvanda
þjóðarinnar, er hins vegar ömurleg, og alls ekki til þess falin
að auka fylgið við Framsókn. - Þvert á móti. Myntsamstarf við
Norðmenn yrði mun fýsilegri kostur.  Enda ESB og evra á fall-
andi fæti.......
 
mbl.is Hækkun stýrivaxta mun ekki virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivaxtahækkun í boði Samfylkingar


   Það er aldeilis fráleitt að það sé hægt að kenna Seðlabankanum
um stýrivaxtahækkunina. Hann er einungis að framfylgja stefnu
og  ákvörðun  ríkisstjórnarinnar.  Ríkisstjórnarinnar  sem  hefur
samþykkt  skilyrði  Alþjóða gjaldeyrissjóðsins., m.a. um þessa 50%
stýrivaxtahækkun.  En Samfylkingin barðist fremst flokka í því að
leitað yrði til þessa sjóðs, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAÐI. Blind alþjóða-
hyggja Samfylkingarinnar hefur því nú leitt til þess að ökurvextirnir
snarhækka og fólk og fyrirtæki fara í þrot. Sósíalisma andskotans
hefur Samfylkingin þannig leitt yfir þjóðina.

   Aldrei var fullreynt að fá lán frá vinvettum þjóðum, eins og Norður-
landaþjóðum, Japönum, Rússum og fl. þjóðum, ÁÐUR en leitað var til
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, með þeim ofur-skilyrðum sem nú eru að
koma í ljós.  Samfylkingin truflaði það ferli strax í upphafi, og kom í
raun í veg fyrir það. Ábyrgð hennar er því mikil hvernig komið er!

   
mbl.is Frostkaldur andardráttur IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk og fyrirtæki gera uppreisn !


    Ef Seðlabankinn og ríkisstjórnin komast upp með það að
stýrivextir hækki í 18%  mun  fólk og  fyrirtæki einfaldlega
gera uppreisn . 18% stýrivexti ofan í bullandi samdrátt og
kreppu er gjörsamlega út í hött. -   Fyrirtækin, undirstaða
atvinnu og verðmætasköpunar blæða hreinlega út. Og hvað
er þá eftir?  

   Komi í ljós að þetta er gert vegna kröfu Alþjóðlega gjald-
eyrisvarasjóðsins á að hafna þeirri kröfu. Lán hans verður
allt of dýru verði keypt.  - Enda þá komið á daginn að sá
sjóðir hugsar bara um kapitalið en ekki um afkomu fólks og
fyrirtækja. Ráðgjafar sjóðsins eru þá augljóslega algjörlega 
veruleikafirrtir búandi  í filabeinstúrni. Eins og margir hafa
haldið fram!

  Því verður með engu móti trúað að stýrivextir verði hækk-
aðir um 6% í dag. Hlýtur að vera misskilningur. Hljóta að
LÆKKA um 6% eins og öll þjóðin hefur verið að bíða eftir
vikum og mánuðum saman....
mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir með áhugaverða tillögu


    Frjálslyndi flokkurinn hefur komið fram með áhugverða tillögu
um framtíðarskipan  peningamála á Íslandi. Tilögu sem felur
í sér að kannað verði myntsamstarf við Norðmenn. Slíkt mynt-
samstarf yrði mun fýsilegri kostur fyrir hina íslenzku þjóð en
að ganga í ESB og taka upp evru, en hvort tveggja tæki mun
lengri tíma en að taka upp náið samstarf við Norðmenn á sviði
peninga- og efnahagsmála.  Auk þess yrði hægt að mynda mun
breiðari pólitíska samstöðu en um tillögu Samfylkingarinnar og
hluta Framsóknar að ganga í ESB og taka upp evru. Auk Frjáls-
lyndra ætti Sjálafstæðisflokkurinn að geta sameinast um slíka
lausn fremur en ESB-aðild, auk Vinstri grænna og þann þjóð-
lega hluta Framsóknar sem fylgir Guðna Ágústssyni. Þannig
yrðu ESB-sinnum gefið verðugt pólitískt kjaftshögg, enda til
þess tími kominn fyrir löngu. - Samfylkingunni og ESB-sinnum
yrðu þannig pólitískt einangraðir um ókomna tíð.

   Í þeim efnahagslegum hremmingum sem við Íslendingar
höfum orðið að ganga í gegnum að undanförnu, hefur ein þjóð
sýnt okkur mikinn skilning og stuðning umfram aðrar þjóðir. Og
það eru Norðmenn. Til framtíðar litið eiga þessar tvær  frænd-
þjóðir mikilla hagsmuni að gæta á N-Atlantshafi og í norður-
höfum. Hagsmunir varðandi auðlindanýtingu, nátturuvernd,
og ekki síst á sviði öryggis-og varnarmála eru augljósir. Náin
efnahagsleg tengsl með myntsamstarfi er því laukrétt fram-
hald af slíku samstarfi þjóðanna.

  Bæði Norðmenn og Íslendingar standa utan ESB. Tillögur
Frjálslyndra ber því að fagna af öllum þeim þjóðlegu öflum
á Íslandi sem standa vilja vörð um fullveldi og sjálfstæði
Íslands. Tillögur Frjálslyndra eru því kærkomnar til að hin
þjóðlegu öfl snúi nú vörn í sókn gegn þeim and-þjóðlegu
viðhorfum að Ísland gangi í ESB og taki upp hina hríðfall-
andi evru, sem myndi  auk  þess  ALDREI  taka  tillit til
íslenskra hagsmuna eða hagstrærða í okkar efnahags-
umhverfi. 

Valgerður klýfur Framsókn endanlega !


   Valgerður Sverrisdóttir, vara-formaður Framsóknarflokksins,
hefur nú endanlega klofið Framsóknarflokkinn. Með því að beita
kjördæmisþingi  framsóknarmanna  í Norðausturkjördæmi  og
látið  það  samþykkja aðildarumsókn að ESB og upptöku evru,
er Framsóknarflokkurinn  þar  með  endanlega  klofinn. Þetta
veganesti ætlar Valgerður síðan að hafa á miðstjórnarfund 
flokksins nú í nóvember. Áður höfðu Evró-kratar innan flokk-
sins látið fara fram skoðanakönnun um Evrópumál á vegum
flokksins án vitundar og samþykkis formanns flokksins. Því
er ljóst að Evró-kratar innan flokksins með Valgerði Sverris-
dóttir í broddi fylkingar ætla að láta sverfa til stáls á miðstjórn-
arfundinum, og setja formanninn, Guðna Ágústsson upp  við
vegg. Koma honum frá. Niðurlægingin gagnvart honum var
þaulhugsuð  með  áðurnefndri skoðanakönnun. ESB-hirðin
kringum Halldór Ásgrímsson sem nú hefur endanlega rústað
flokknum, ætlar nú að setja endapunktinn á verkið.

   Skv skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær er nær allt fylgið
hrunið af Framsókn. Ímynd flokksins sem þjóðlegs ábyrgs
stjórnmálaflokks er gjörsamlega fyrir bí. ESB-óværan innan
flokksins hefur allt of lengi fengið að grassera. Hefur nú gjör-
samlega rústað flokknum.  Hlutskipti Framsóknar er því  ömur-
legt eftir að Evró-kratanir innan flokksins hafa komið sínu
fram. - Að gerast litil ESB-sinnuð hjáleiga við hliðinni á hinni
ESB-sinnuðu óþjóðlegu Samfylkingu. Þ.e.a.s  ef flokkurinn 
lifir af öllu lengur. Valgerður Sverrisdóttir verður því löngum
minnst að vera sá leiðtogi flokksins sem klauf Framsóknarflokk-
inn.....

  Það er ekki að undra að þjóðlega sinnað fólk hafi nú og gegnum
tíðina  yfirgefið  Framsókn. Þar á  meðal  sá sem  þetta skrifar. -
Spurning því hvenær t.d Guðni og Bjarni geri það líka og taki þátt
í stofnun öflugrar stjórnmálahreyfingar á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI.
Stjórnmálahreyfingar sem ÍSLENZK ÞJÓÐ og íslenzkur almúgi
GETI TREYST! - Því það er orðið virkileg þörf á slíku stjórnmála-
afli í dag.
  
mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evró-kratar rústa Framsókn !


   Það er alveg ljóst að  afleit útkoma Framsóknar úr skoðanakönnun
Fréttablaðsins í dag skrifast fyrst og fremst á uppreisn hóps Evró-
krata, sem á furðulegan  hátt hafa fengið að hreiðra um sig í flokk-
num  í allt of langan tíma.  Keyrði þó um þverbak  fyrir skömmu þegar
hópurinn lét gera skoðanakönnun á vegum flokksins um Evrópumál
án vitundar og samþykkis sjálfs formanns flokksins. Lengra er varla
hægt að ganga í uppreisn og niðurlæingu gegn sitjandi formanni. Að
sjálfsögðu hafði þessi fádæma ósvífna framkoma mikil áhrif á traust
kjósenda  á flokknum, og þar með fylgið við hann,  sem komið er nú 
á daginn.

  Allir vita að Evró-kratar innan flokksins hafa ákveðið  að gera hallar-
byltingu á miðstjórnarfundi flokksins nú í nóvember. Gerð verður tilraun
til  að setja núverandi formann upp við vegg, og knýja fram að Framsókn
verði endanlega ESB-vædd að fullu. - Kemur þá í ljós hvort hin sönnu
gömlu þjóðlegu framsóknaröfl ná að frelsa og bjarga flokkinum eða ekki.
Uppgjör hlýtur að eiga sér stað innan flokksins í þessu stórpólitíska máli
Íslandssögunar.  - Því svona ganga hlutirnir ekki lengur. Framsókn mun
hverfa innan skamms úr íslenzkum stjórnmálum nái hún ekki að hreinsa
sig af ESB-óværunni og upphefja hin gömlu þjóðlegu gildi framsóknar-
stefnunar á ný.       
mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband