Icesave er inngöngumiðinn í ESB !
8.1.2010 | 14:28
Hvað þarf nú lengur vitnanna við? Utanríkisráðherra Spánar,
en Spánn er í forsæti ESB um þessar mundir, segir núna að
Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslan gæti tafið fyrir aðildarviðræðum
Íslands við ESB. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú, Icesave er
samtvinnað ESB-aðild. INNGÖNGUMIÐINN að ESB, með hundrað
milljóna á dag í vaxtakostnað næstu áratugi!
Flott að nú er þetta á borðinu umbúðalaust! Icesave-og ESB-
aðild er EITT OG ÞAÐ SAMA. Skuldadrápsklyfjar fyrir Ísland til að
fá að ganga inn helgidóminn í Brussel. Einsdæmi! Því EKKERT
annað ESB-ríki hefur þurft að gangast undir slíkan inngöngu-
miða að ESB! Skuldadrápsklyfjar, fyrir utan alla hina milljarðana
sem Ísland yrði að greiða í sukksjóði ESB gerðist það aðili að
því.
Hver er þá hinn efnahagslegi ávinningur á ESB-aðild þegar
Icesave-skuldirnar og vextirnir koma þá til viðbótar öðrum fjár-
hagslegum skuldbindingum við ESB-aðild, auk þess að Ísland
muni missa af forræði yfir sínum helstu auðlindum?
Er ekki kominn tími til Össur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra dragi hið snarasta ESB-umsóknina til baka? Eða ætlar
hann og hans flokkur að gera sig að algjöru fífli frammi
fyrir alþjóð?
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESBE né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
![]() |
Gæti frestað aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna sést greinilega hvernig samfylkingin er búin að ljúga að ESB, þessir menn halda allir að við Íslendingar bíðum ólmir eftir að gangast í klúbbinn þó sannleikurinn sé allt annar, þar sem meirihluti Íslendinga hefur engan áhuga á þessu bákni.
Kannski ættu bretar og hollendingar að breyta aðeins um aðferðir, og segja, að ef við samþykkjum ESB þá tefji það aðildarviðræður.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.1.2010 kl. 14:38
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGS
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 8.1.2010 kl. 19:00
Takk Halldór og Ísleifur! ÁFRAM ÍSLAND!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2010 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.