Góður fundur um hvað ?
15.1.2010 | 00:24
Það fer um mann hroll ef fjórflokkurinn er að bræða saman
svokallað nýtt samningsmarkmið í Icesave. Sem mun aldrei
ganga út á annað en að nálgast fyrirvaranna um Icvesave
númer eitt frá í ágúst varðandi ríkisábyrgðina. Ríkisábyrgð
sem er gjörsamlega út í hött að veita, enda kúguð fram
án neinna lagastoða af Bretum og Hollendingum. Sem al-
þjóðasamfélagið er nú loks óðum að sjá og viðurkenna.
Forseti hefur vísað Icesave-klúðrinu frá stjórnmálamönn-
unum til þjóðarinnar. Inngrip þeirra í ferlið er því algjörlega
óviðunandi. Nú er það þjóðarinnar að úrskurða, og kolfella
Icesave-þjóðsvikin, svo rækilega að eftir verði tekið. Við
það er Icesave-klúðrið úr sögunni, því Icesave númer eitt
frá í ágúst hefur verið hafnað af Bretum og Hollendingum.
Ríkisábyrgðin yrði þá endanlega úr sögunni. Til að þagga
svo niður í hinum gengdarlausa hræðsluáróðri Icesave-
sinna og annarra þjóðsvikara yrði þing rofið og efnt til
nýrra þingkosninga. Af þeim loknum yrði Icesave-liðinu
gefið endanlegt frí við stjórn landsins, og ábyrg þjóðleg
öfl tækju við. Stjórnmálaöfl ÍSLENZKRA HAGSMUNA!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
![]() |
Segja um góðan fund að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Málið er einfaldlega ekki í höndum Alþingis eins og er, þangað til þjóðin fær að segja sína skoðun er hvers konar fundahald hálf hjákátlegt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.1.2010 kl. 01:18
Nei, núna er Icesave alfarið í OKKAR höndum, Guðmundur og Guðrún María. Hvað þarf til að laga heyrn stjórnarflokkanna??? Þau vita augljóslega ekki að stjórnarskráin sem forsetinn vísaði í er enn í fullu gildi.
Elle_, 16.1.2010 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.