Yfirgnæfandi meirihlutu gegn Icesave


   Skv. þjóðarpúlsi Gallups ætlar yfirgnæfandi meirihluti 
þjóðarinnar að  fella  Icesave-þjóðsvikin. Íslendingar
ætla ekki að greiða  fyrir stórglæpi  bankamafíunnar á
Íslandi né erlendis. Enda ENGAR lagastoðir fyrir því að
við íslenzkir skattgreiðendur greiði fyrir sukk og svínarí
glæpamafíuósanna, sem  ENN  GANGA LAUSIR eins og
ekkert sé sjálfsagðara. Icesave-forkólfa sem ættu fyrir
lifandis löngu að vera  komnir  inn fyrir lás og slá. Þess í
stað leika þeir enn lausum hala, undir verndarvængi
núverandi stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað
reynt að leggja skuldadrápsklyfjar Icesave-mafíuós-
anna á íslenzkan almenning. Láta hann borga brúsann.
Láta hann uppskera eymd og vesöld næstu áratugi,
fyrir glæpi sem við alþýðan á Íslandi er ALGJÖRLEGA
óviðkomandi. Og það í nafni vinstrimennsku og félags-
hyggju Jóhönnu Sigurðardóttir og  Steingríms  J. Sig-
fússonar. Upgjafar tvíeykinu gagnvart Brussel-valdinu
og nýlenduveldum þess, Bretum og Hollendingum.

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

mbl.is 66% gegn Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Fólk er ekki enn nógu vel vakandi, Guðmundur, gegn ólögmæti Icesave og hættunni sem fylgir.  Við eigum ekkert að semja um neitt Icesave. 

Elle_, 1.2.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2010 kl. 02:35

3 identicon

Suma hefur tekist að hræða svo að þeir halda að hér muni ekki þrífast líf ef við samþykkjum ekki þrælasamningana. Það sama góða fólk hlýtur að gleyma að horfa á málin út frá hinu sjónarhorninu. Ef við samþykkjum....hvað gerist þá? Við yrðum fátæk þjóð og myndum fljótlega verða meðhöndluð sem slík í alþjóðasamfélaginu sem þetta sama fólk er svo umhugað um. Sjálfstæði okkar væri mikil hætta búin. Íslensk alþýða í tímans rás hefur ekki verið þekkt fyrir væskilshátt og uppgjöf. Gerum ekki forfeðrum okkar sem börðust fyrir land og þjóð, þá skömm að gefa þeim bara puttann og samþykkja afsal landsins rétt si svona. Við berjumst! Ef ekki fyrir okkur sjálf, þá fyrir afkomendur okkar eins og ömmur okkar og afar gerðu!

assa (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 14:26

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

70% þjóðarinnar minnst fylltist engri óeðlilegri græðgi og hefur ekkert til að skammast sín fyrir, þeir hinir sem selja ömmu sína eru skrattanum líkir.

Júlíus Björnsson, 2.2.2010 kl. 14:38

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk öll fyrir innlitin hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.2.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband