Icesave-stjórnin fari frá !
3.2.2010 | 00:30
Fullreynt er að sjálf Icesave-stjórnin mun aldrei lenda
deilunni um Icesave, enda málsvari Breta og Hollendinga
gegn íslenzkum hagsmunum frá upphafi. Stjórnarandstaðan
á því að hætta öllum viðræðum við ríkisstórnina. Hún er til-
gangslaus og tímasóun. Enda stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu
um Icesave, þar sem þjóðsvikasamningurinn um Icesave
verður kolfelldur. Í kjölfarið yrði þing rofið og nýtt Alþingi
kosið, og ný ríkisstjórn mynduð á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI. Sú
ríkisstjórn myndi taka Icesave-málið föstum tökum á ís-
lenzkum forsendum, þar sem greiðsluskylda ríkissjóðs yrði
alfarið vísað á bug, enda ENGAR lagastoðir fyrir henni. Jafn-
framt yrði aðildarumsókn Íslands að ESB afturkölluð.
Það er kominn tími til að hin and-þjóðlega vinstristjórn
verði komið frá, svo að uppbygging Íslands geti hafist
með íslenzka framtíðartilveru í huga. Þar sem sjálfstæði
og fullveldi þjóðarinnar verði tryggt og hverskyns erlendri
fjárkúgun verði alfarið vísað frá. Hvort sem hún komi frá
óvinveittum ríkjum eða alþjóðlegum bankamafíuósum. -
Jafnvel þótt það kosti grundvallar endurskoðun á utanríkis-
stefnu Íslands. - Þannig gæti nýtt Ísland orðið fyrirmynd
að nýjum heimi, eftir mesta fjárbraskarasukktíma sögunar.
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
Lítið kom út úr fundinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
JÁ AÐEINS EF STJÓRNARANDSTAÐAN VÆRI HEIL OG SEGÐI HINGAÐ OG EKKI LENGRA ÞÁ FÆRI ÞJÓÐIN AÐ VAKNA EN ÞEIR ERU BARA EKKI EINS OG ÍSLENDINGUM SÆMIR ÞEIR HALDA FUNDI SEM ER SYNDARMENSKA TIL AÐ KOMA FRAM Í FRÉTTUM OG SEGA ÞAÐ ER ENGIN NIÐURSTAÐA, SVONA TIL AÐ SÝNAST ÞAÐ ER MÍN SKOÐUN Á ÞESSU
Jón Sveinsson, 3.2.2010 kl. 00:52
Mikið er það nú heilnæmt að geta séð þetta fyrir sér, sem þú teiknar upp í svo ágæta-sterkri mynd, Guðmundur Jónas:
"Í kjölfarið yrði þing rofið og nýtt Alþingi kosið og ný ríkisstjórn mynduð á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI. Sú ríkisstjórn myndi taka Icesave-málið föstum tökum á íslenzkum forsendum, þar sem greiðsluskyldu ríkissjóðs yrði alfarið vísað á bug, enda ENGAR lagastoðir fyrir henni. Jafnframt yrði aðildarumsókn Íslands að ESB afturkölluð.
Það er kominn tími til að hinni and-þjóðlegu vinstristjórn verði komið frá, svo að uppbygging Íslands geti hafist með íslenzka framtíðartilveru í huga, þar sem sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar verði tryggt og hverskyns erlendri fjárkúgun verði alfarið vísað frá ..."
Hve auðvelt að taka undir slíka framtiðarsýn!
Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 3.2.2010 kl. 02:28
Við eigum að sleppa þessu 5% vaxtaláni hjá Icesave losa okkur við hagstjórnafræði sem fra upphafi hafa glímt við leysa vaxandi fjöldi stórborga og minnkankandi auðlindir. Þar með talið fjármálgeiran og stýrilaga regluverkið frá Brussel.
Við getum selt niðursoðið gæðaprótein í smásölu á netinu út um allan heim þökk fámenninu: fyrir dollara og evrur.
Við getu losnað við glæpaþjóðartekjur með að taka upp strangt vegbréf yfirlit. Markað sett okkur fyrir hátekju túrista: óþarfa lífvarðakostnaður t.d. Þá kemur hátt menntunarstig að gagni í öllum störfum sem í boði eru.
Sérhæft okkur í gæðaframleiðslu fyrir okkur sjálf og þá sem eru efst í fæðukeðjunni erlendis.
Jón V. uppbygging það er uppbyggilegt , enga endurein eða viðreisn.
Uppbygging á nýjum réttlætis grunni.
Júlíus Björnsson, 3.2.2010 kl. 06:26
Takk kærlega fyrir innlitin hér.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2010 kl. 16:31
Já, og ég er sammála þessum stórkostlegu lýsingum hins nýja lands, Guðmundur.
Elle_, 6.2.2010 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.