Skugga bar á stofnfund ungra ESB-andstæðinga


   Um leið og vert er að óska ungum ESB-andstæðingum til
hamingju með sín samtök gegn  aðild  Íslands  að ESB, er
vert að harma  að Ásmundur Einar Daðason þingmaður
Vinstri grænna skuli hafa ávarpað  fundinn. En  Ásmundur
þessi leikur meiriháttar tveim skjöldum í Evrópumálum. Er
þingmaður  flokks  sem  styður umsókn Íslands  að ESB. Er
stjórnarþingmaður ríkisstjórnar sem styður umsókn Íslands
að ESB. Og er  þingmaður  sem studdi Icesave-samninginn
illræmda, sjálfan aðgöngumiðann að ESB. - Furðulegast er
þó það að þessi sami Ásmundur, sem af  allri  upptalningu
þessari að dæmi, er í eðli sínu meiriháttar ESB-sinni, skuli
enn vera formaður Heimssýnar, samtaka gegn ESB-aðild.
Enda trúverðugleiki þeirra samtaka í algjöru lágmarki  um
þessar mundir, hafandi slíkan ESB-sinna í forystu!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

  www.fullvalda.is

  www.frjalstisland.is
 


mbl.is Stofna félag gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Sannarlega rétt hjá þér eins og alltaf. Alveg óþolandi og þá sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Ásmundur sjálfur hefur sagt Icesave og ESB tengjast en nú heldur hann því fram að ,,sumir" telji þessi mál tengjast.

Hver heilvita maður sér að Icesave er ekkert nema dýr inngöngumiði í ESB

Viðar Helgi Guðjohnsen, 6.2.2010 kl. 16:47

2 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

... og nú segir þessi sami maður að það þurfi ekki endilega að fara eftir stjórnarskránni í þessu máli og leyfa þjóðinni að kjósa um Icesave, einfalt sé að draga frumvarpið til baka...

Hann gat ekki skýrt frá stjórnarskrárlegri heimild til þess.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 6.2.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Viðar. Hef ALDREI gert greinarmun á sósíaldemókrötum og hérlendum
sósíalistum (kommúnistum) þegar kemur að þjóðlegum gildum og viðhorfum, og ALLRA SÍST þegar kemur að því að VERJA ÍSLENZKA ÞJÓÐARHAGSMUNI. Enda vantaði BARA HREINRÆKTAÐA VINSTRISTJÓRN til að henda inn umsókn Ísland að ESB og skrifa undir Icesave-þjóðsvikasamninginn, inngöngumiðann að ESB að mati sjálfs þessa Ásmundar, eins og þú benti réttilega á.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2010 kl. 17:05

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Óska unga fólkinu til hamingju með sín samtök.

Líður þér vel með að rægja þá sem prófa að fara bil begga og ná fólki og flokkum á það plan að rökræða öll sjónarmið án þess að festast í pólitíska eigin-hagsmuna-farinu sem kom Íslandi hálfa leið í glötun og rúmlega það??? Hvenær kaus annars Ásmundur Einar með inngöngu í ESB? Það hefur bara alveg farið fram hjá mér !

Er þér og sumum öðrum fast-mótuðum flokka-þröngsýnis-landráða-mútuþegum ekki við bjargandi í rökræðu-lýðræðis-þjóðfélagi??? Það er ekki viðlit að rökræða við suma gamla og gjörspillta sjálfstæðis-pólitíkusa!!!

Þeir virðast bara ekki hafa þroska til að sjá annað en vel borgað flokks-skírteini sem lausn! Þvílíkt eiginhagsmuna-klíku-agn!!! Mikið eigið þið bágt sem sjáið bara eina hlið á málunum og viljið ekki einu sinni rökræða önnur sjónar-mið og hliðar á málunum. Ég vorkenni fólki sem festist í slíkri tillitssemis-fátækt. Það er aumkunnarvert að rífa niður sjónarmið þeirra sem reyna að safna saman skoðunum þessarar sundruðu hjarðar sem Íslendingar eru.

Almenningi hefur nefnilega of lengi verið talin trú um það að "Almáttugi Sjálfstæðis-flokkurinn á Íslandi" passaði nú svo vel upp á þegnana!!!! Staðreyndin er hins vegar alveg hörmuleg hjá hinu trygga flokks-skírteinis-einka-bankamafíu teymi!!!!!!! Aðalreglan virðist vera að múta, rægja og gera heiðarlegt fólk tortryggilegt með ómennskum eineltis-aðferðum á aumingjalegan hátt. Það er eins og sumir flokks-skírteinis-hafar kunni ekki þróaðri aðferðir. Hefði líklega þótt ásættanlegt í Afríku? En í þróuðu lýðræðis-ríki er svona hegðun dæmd til að tapa. Við lifum á tækni-öld og slíkar kúganir eru einfaldlega ekki í boði allmennings í þróuðu ríki. "Game over" hefði líklega unga fólkið sagt um slíkar aðferðir!

Það á reyndar við um sumt fólk í fleiri flokkum að kunna ekki að leysa mál á umræðugrundvelli. Það virðist ekki vera vilji til að hlusta á annara sjónarmið!!!

Guðmundur Jónas, þú ættir að fjárfesta í góðri skíta-skóblu og fara að moka þig upp úr þessum fornaldar-þröngsýnis-flokks-skoðunum og mæta í málefnanlega umræðu á óháðan hátt. Ef þú getur það ekki vegna þess að þú ert eiðsvarinn stuðningsmaður eins flokks ættir þú kanski bara að fara og hella uppá gott kaffi handa þér og snúa þér að gagnlegri þjóð-þrifa-verkefnum. Skúringar eru t.d. taldar nauðsynlega eftir nýjustu uppgötvunum heims-fræðinganna úr "virtu skólunum"!

Stundum skammast ég mín fyrir að vera talin til sama þjóðernis og fólks sem hefur slíka rörsýn á réttlátt lýðræði, sem mér finnst þú hafa að sumu leyti. En batnandi mönnum er best að lifa, jafnvel þó þeir hafi þegið flokks-mútur. Það er hægt að bakka út úr þröngsýnis-hjólförunum og fá sér svona "víðsýnis-kíkir" á heimssýnina. Því miður ekki seldur í kjörmarkaði! Orðið "heimssýn" þýðir heimssýn, en ekki flokks-rörsýn.

Sumir þurfa kanski að fara aftur á byrjunar-reit í eitur-slöngu-spilinu sínu og byrja svo upp á nýtt? Allir eiga von?

Hvað bendir til að við getum treyst fólki sem lifir á flokks-vísakorti eingöngu og tekur ekki tillit til þeirra sem ekki hafa flokks-vísakort og vilja hreint ekki hafa þannig óréttlætis-öryggi? Ef þú getur útskýrt það á skiljanlegu, Íslensku manna-máli skal ég endur skoða mitt álit á þér, því ég hef trú á öllu fólki, óháð flokkum M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2010 kl. 19:37

5 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; sem og þið önnur, hér á síðu hans !

Anna Sigríður !

Veist þú yfirleitt; hvort þú sért að koma, eða fara, í umræðu ýmissi ?

Þolir þú ekki; að Guðmundur tali um hlutina, án þess að fara eins og köttur í kring um heitan graut, er rétt að benda þér á, að þú ert ekkert tilneydd, til þess að koma hér, með einhverjar kratískar þenkingar, ágæta kona.

Tek undir; með ykkur báðum  - Guðmundur og Viðar !

Ásmundur Einar Daðason; er eitt þeirra lítilmenna, sem láta ginnast, af fagurgala Þistilfirzka afglapans, svo ei þarf að koma á óvart, hans framganga, svo sem.

Kynni Á.E. Daðason; lágmarks kurteisis venjur, hefði hann, að sjálfsögðu, ekki látið sjá sig, á fundinum, hvað þá; ávarpað hann.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 20:25

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikilvægt að sem flestir lesi í það minnsta titil þessarar færslu og fyrstu vísdómsorðin.

Gleggri verða sjúkdómseinkenni ekki. 

Árni Gunnarsson, 6.2.2010 kl. 20:27

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil bara alls ekkert í þessari eindæmis langlokubulli í þér Anna mín. Og því
síður þar sem ég er ekki einu sinni í fjórflokknum. Er bara að vekja athygli á þegar stjórnmálamenn eins  og Ásmundur sigla meiriháttar undir fölsku
flaggi og segjast vera allt annað en þeir eru. Færði haldbær rök fyrir því í
písli mínum sem ég nenni ekki að endurtaka aftur. Eða hvernig getur þú útskirt fyrir mér að sá sem styður flokk og ríkisstjórn í því að sækja um aðild
að ESB auk þess inngöngumiðann sjálfan að ESB, Icesave, sé trúverðugur ESB-andstæðingur? Nei þú getur það alls ekki. Þurfum að útrýma slíkum
óheiðarlegum rugludöllum alfarið úr íslenzkum stjórnmálum. Já þessum
óheiðarlegu og AND-ÞJÓÐLEGU rugludöllum sem oftar en ekki eru líka
málsvarar útrásarmafíuósanna sem ætlast til að við, þjóðin borgi brúsann
eftir sukk og svínarrí þeirra. Já Anna. Burt með Ivesave-spillingarliðið eins
og Ásmund og co. Þetta eru þjóðhættulegir menn eins og í raun allir
kommúnistar eru, jafnvel þótt þeir séu í sauðagærunum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2010 kl. 20:29

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Óskar og Árni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2010 kl. 20:35

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef Íslendingar væru með hærri þjóðartekjur á mann en þjóðverjar og ekki hráefnis og undirbúngs fullframleiðslu útfluttnings aðilar, með búnka af fasteingaverðbréfum með veði í Þýskum, Frönsku og Bresku heimlum þá ættum við kannski séns í innri  samkeppni EU Meðlima-Ríkjanna. Græðgi eingöngu er því miður ekki fullnægjandi meðan Þýskir jafnaðarmenn ráða einhverju.

EU getur vel verið ágætt fyrir þau ríki sem það er sérhannað fyrir efnahagslega.

Þjóðarverjar hjálpa öðrum til að hjálpa sér sjálfir eru all ekki félagsmálastofnum fyrir þjóðernislega uppskafnings krata í öðrum löndum.

Þjóðverji er ekki Íslendingur, Frakki er ekki Íslendingur, .....  Ríkisborgarréttur í EU bætist við Ríkisborgararétt Meðlima-Ríkjanna en kemur ekki í stað fyrir hann. 

Júlíus Björnsson, 6.2.2010 kl. 21:00

10 Smámynd: Elle_

Maðurinn er óútreiknanlegur sem Icesave-stuðningsmaður og firra að hafa hann þarna við stjórn.

Elle_, 6.2.2010 kl. 23:03

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Leiðinegt að svona skildi koma upp.

Ég samhryggist.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2010 kl. 23:34

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er engu nær í þinni heims-speki Guðmundur Jónas. Og er það eiginlega verst fyrir þig og þína líkt þenkjandi að skilja ekki raunverulega stöðu Íslands í dag. Dagar Íslenskrar kúgunar eru liðnir undir lok.

Þeir sem þora að standa einir og óstuddir með sínum skoðunum eru velkomnir inn í þetta svika-þjóðfélag, og þó fyrr hefði verið.

Berðu nú fyrir þig allar Evrópskar lögfræði-hugsjónir sem komu Íslendingum í þessa stöðu!

Eðlilegir viðskiptahættir hafa ekki átt upp á pallborðið hjá Íslenskum né Evrópskum hagfræðingum!

Útkomu þessarar hagfræði og lögfræði þekkja allir og þurfa að glíma við að leysa úr flækjum þessara hámentuðu manna!!! Veit annars einhver hver skilyrðin eru fyrir að vera með í EES og því fjórflokka-kerfi???

Eruð þið kanski með lausn á því fyrst þið eruð svona gífurlega gáfaðir?  Lifið vel og lengi í ykkar háskóla-gáfu-heimi. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband