Hættum að semja um Icesave !
19.2.2010 | 21:07
Hættum þessari tímasóun og skrípaleiknum um samninga um
Icesave. - Það er um EKKERT að semja í Icesave. Við erum enn
frjáls og fullvalda þjóð og látum ekki eldgömul nýlenduveldi með
stuðningi afdankaðs ríkjasambands, kúga okkur til greiðslu á
skuldadrápsklyfjum mafíuósa til næstu áratuga, sem okkur ber
ENGA skyldu til að greiða. Hvorki lagalega né siðferðislega.
Íslenzk stjórnmálastétt á því að hætta að eyða dýrmætum tíma
í froðusnakk um eitthvað Icesave-kjaftæði, sem þjóðinni er
ALGJÖRLEGA óviðkomandi, og fara þess í stað að snúa sér að
því að byggja upp nýtt Ísland. - Bæta kjör og framtíðarsýn
íslenzkrar þjóðar.
Þann 6 mars n.k mun íslenzk þjóð rísa upp og senda skýr skila-
boð til stjórnvalda og umheimsins um að nú sé mál að linni. Ís-
lenzk þjóð lætur ekki gjörspillt alþjóðlegt fjármálaauðvald og mafíu-
ósa þess hneppa hana í stórfelt skuldafangelsi um ókomna fram-
tíð, henni algerlega að ósekju. - Skuldaþræla stórglæpamanna
SEM ENN GANGA LAUSIR eins og ekkert hafi gerst. Í kjölfarið
verður þing rofið og efnt til þingkosninga, þar sem þjóðinni gefst
kostur á að stokka upp í íslenzkum stjórnmálum, og henda út öllu
því handónýta liði sem viðriðið er efnahagshrunið og stjórnleysi
undanfarinna ára. Liði sem vill ganga erlendum kúgunaröflum á
hönd, sbr. umsóknin að ESB og Icesave-þjóðsvikin. - Allt þetta lið
ber að henda út úr íslenzkum stjórnmálum, en inn komi STERK
ÞJÓÐLEG ÖFLl sem hafi trú á íslenzka framtíð, og heiðarlegum og
ábyrgum stjórnarháttum. - Íslandi til heilla!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Erfitt að meta nýtt tilboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Finnst eftirfarandi mjög áhugaverð fullyrðing hjá þér "Í kjölfarið
verður þing rofið og efnt til þingkosninga, þar sem þjóðinni gefst
kostur á að stokka upp í íslenzkum stjórnmálum, og henda út öllu
því handónýta liði sem viðriðið er efnahagshrunið og stjórnleysi
undanfarinna ára".
Þessu myndi ég mjög fagna. EN verð að viðurkenna að skil ekki hvaða kost ég hef sem kjósandi hef til að "henda út öllu
því handónýta liði sem viðriðið er efnahagshrunið og stjórnleysi
undanfarinna ára". Ekki nema eigir við að geti kosið Hreyfinguna eða Borgarahreyfinguna? Eða mun Ástþór kannski bjóða upp á flokk? Eða heldurðu að Frjálslyndi flokkurinn verði áfram í framboði? Eða er eitthvað nýtt framboð sem veit ekki um á leiðinni?
ASE (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 23:27
Jú ASE. Síðast í kjölfar alþingiskosninga gafst kjósendum allt of naumur tími
til allsherjar uppstokkunar á framboðslistum flokkanna í prófkjörum þeirra í ljósi alls sem gerðist. Eðlilega. En nú er liðin langur tími og rannsóknarskýrla Alþingis á næstu grösum. Þess vegna er meiriháttar tækifæri hjá okkur kjósendum í dag að hreinsa ærlega til í stjórnmálunum á
Íslandi, EINMITT NÚ!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.2.2010 kl. 01:07
Sammála, samherji minn, Guðmundur Jónas, nema hvað það eru nú fáeinar góðar glætur þarna inni á þingi, svo sem hann Höskuldur, Vigdís og fleiri sem unnu bæði gegn Icesave-viðrinis-ólaga-farganinu og Evrópubandalags-innlimunarglæpalögunum. (Já, er ekki glæpur að brjóta stjóinarskrána? Ég hefði nú haldið það, m.a.s. stórglæpur í þessu tilfelli.) – Lifðu heill, og sjáumst!
Jón Valur Jensson, 20.2.2010 kl. 01:27
Rétt Guðmundur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.2.2010 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.