Jóhanna og Steingrímur á síðustu metrunum


    Örvænting Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms J.
Sigfússonar er skiljanleg. Pólitísk endalok þeirra er
framundan. Þau eru nú á síðustu metrunum. Þann
6 mars n.k mun þjóðin lýsa afgerandi andstöðu við
öll Icesave-þjóðarsvikin og henda þeim endanlega
út af borðinu. En þá um leið verða Jóhanna og Stein-
grímur líka að segja af sér!   Og það tafarlaust! Því
þau  hafa  í  öllu þessu  Icesave svikaklúðri  setið  á 
svikráðum við þjóðina.  Og það svo alvarlega, að til
sérstakrar opinberrar rannsóknar þarf að koma til.
Því það hefði orðið algjör þjóðarvoði hefði þeim tekist
það  and-þjóðlega  ætlunarverk  sitt  að  skuldbinda
þjóðina fyrir hundruði milljarða króna næstu áratugi
fyrir skuld útrásarglæpamanna sem er íslenzkri þjóð
ALGJÖRLEGA ÓVIÐKOMANDI! 

   Allt tal um einhvern vaxtaþátt er brandari. Talandi
um vexti af skuld sem ekki er til Jóhanna er gjörsam-
lega út í hött. Og voga þau Jóhanna og Steingrímur
sér að taka  þann  heilaga  rétt  af  þjóðinni að fá að
kjósa um Icesave-svikamyllu þeirra, verður uppreisn! 
Þjóðin og hinn almenni borgari á Íslandi er gjörsam-
lega búinn að fá nóg af ástandinu.  Mælirinn er þegar
orðin fullur!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!


mbl.is Áfram fundað í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sammála! Sjá blogg mitt:

http://sleggjudomarinn.blog.is/blog/sleggjudomarinn/entry/1023929/

og fleiri blogg sem lúta að þessu endemis klúðursmáli þeirra.

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.3.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Elle_

Og það svo alvarlega, að til sérstakrar opinberrar rannsóknar þarf að koma til. Því það hefði orðið algjör þjóðarvoði hefði þeim tekist það  and-þjóðlega  ætlunarverk sitt að skuldbinda þjóðina fyrir hundruði milljarða króna næstu áratugi fyrir skuld útrásarglæpamanna . . .   Alveg sammála pístlinum, Guðmundur.  Og rannsókn ætti að verða.   

Elle_, 2.3.2010 kl. 23:57

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Innilega sammála, og fljótlega munu menn þurfa að fara ofan í fjárlagagerð síðasta árs, þar sem sömu valdhafar voru búnir að undirbúa hækkanir og álögur á landsmenn í samræmi við ólögin.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.3.2010 kl. 02:11

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir illeggin hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.3.2010 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband