Ísland leiti til Rússa, Kínverja og Indverja um lán !
8.3.2010 | 21:47
Þetta er algjörlega óþolandi lengur. Sérstaklega hvað varðar
Norðurlandaþjóðirnar. Ganga ófeimnar erinda Breta og Hollend-
inga í handrukkun þeirra varðandi Icesave. Og tala um að við
Íslendingar verðum að standa við okkar skuldbindingar. Hvaða
skuldbindingar? Ísland hefur staðið við ALLAR lagalegar skuld-
bindingar í Icesave. Hverja einustu! Uppfyllt öll lagaákvæði ESB
um innistæðutryggingasjóði banka. Staðið við allt gagnvart AGS.
Hvern fjandann eru þá ráðherrar Norðurlandanna að tala um
þegar þeir segja að þeir láni ekki Íslendingum fyrr en þeir hafi
staðið við sínar skuldbindingar? - Ætlist þeir virkilega til þess
að Íslendingar gangist undir fjárkúgun nýlenduvelda ESB svona
bara af því bara? Væru þeir tilbúnir til þess gagnvart sínum
eigin þjóðum?
Og hvernig er þetta með þau Jóhönnu og Steingrím? Hafa þau
ekki í gegnum tíðina verið í nánu sambandi við þessa samráð-
herra sína á Norðurlöndum? Og hvernig í ósköpum má þá það
vera að þeir tali svona eindæmis rugl ? Það skyldi þá ekki vera
að þau skötuhjú hafi ALDREI útskýrt málstað Íslands fyrir
þessum frændum vorum. Ekki einu sinni útskýrt fyrir þeim að
við höfum alfarið staðið við okkar skuldbindingar varðandi Ice-
save - Jú, það er örugglega skýringin. Þau hafa EKKI útskýrt
málstað Íslands. Enda rúin öllu trausti í dag. Og eiga því að
segja af sér sbr. úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Tími þeirra
er liðinn.
Rússar, Kínverjar og Indverjar eru meðal góðra vinaþjóða
okkar. Þökk sé forseta vorum að hafa ræktað sterkt og gott
samband við ráðamenn þessara þjóða. Þessar stórþjóðir
myndu klárlega veita okkur lánafyrirgreiðslu sem við þyrftum
á að halda varðandi gjaldeyrisvarasjóðinn, yrði til þeirra leitað.
Því þetta eru slíkir smáaurar hvað þá varðar. Og ekki hvað síst
ef þeir sæju okkur draga umsóknina að ESB til baka, og senda
út þau skilaboð að Ísland ætli að vera í hópi hinna fjölmörgu
frjálsu og fullvalda þjóða. Og um leið yrðum við frjálsir undan
oki AGS!
ÁFRAM ÍSLAND. EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS
Sænsk lán háð Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Danir, Svíar og Finnar hafa ekki kjark og hreinlega þora ekki að lána okkur peninga því þeir eru lafhræddir við heimsveldið Bretland sem ruplaði og rændi nýlendum í mörghundruð ár muni berja á þeim ef þeir rétta okkur aðstoð fyrr en þeir eru búnir að handrukka okkur fyrir eitthvað sem þeir komu sér sjálfir í með lélegu eftirliti og ESB regluverki sem brást gjörsamlega, fari þessar frændþjóðir andskotans til.
Sævar Einarsson, 8.3.2010 kl. 23:16
Algjörlega sammála þér.
Við eigum að gefa öllum fingurinn sem sinna handrukkun fyrir nýlenduþjóðirnar, sama hvort það séu frændur okkar eða einhverjir aðrir.
Hallgeir Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 23:19
Reinfeld segir.
„Það er ekki hægt að líða, að fjármálamenn stingi hagnaðinum í eigin vasa en skattgreiðendur þurfi að greiða kostnað vegna lélegs hagvaxtar og mikillar skuldasöfnunar. Og það gerðist einmitt á Íslandi." Reinfeldt ítrekaði samt að Ísland verði að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar"
HALLÓ ! Hann er að réttlæta að fjármálastofnanir skilji eftir skuldir á almenningi ! Í raun að viðurkenna að það sé rangt en að við verðum samt að taka því !
ÞAÐ ER STAÐFEST AÐ FJÁRMAGNSÖFLINN HAFA NÁÐ FÓTFESTU Í RÍKISSTJÓRNUM.
Már (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 23:25
Nákvæmlega hann er ekki sjálfum sér samkvæmur karlpungurinn, búinn að tala í hring og rúmlega það.
Sævar Einarsson, 9.3.2010 kl. 00:21
Jens Gahr Störe og fleiri norskir ráðamenn haga sér skammarlega gagnvart okkur Íslendingum og eiga sér engar málsbætur, eftir að Arne Hyttnes, forstjóri Tryggingarsjóðsins, kvað upp úr um, að EES-reglugerðir fela í ser ENGA RÍKISÁBYRGÐ á einkarekstri bankanna. Einnig sænski fjármálaráðherrann Borg hefur í dag gert sig að athlægi, ég skrifaði um það HÉR í dag!
Með kærri kveðju, samherji, bróðir,
Jón Valur Jensson, 9.3.2010 kl. 21:57
Forstjóri norska tryggingarsjóðsins, ætlaði ég að segja.
Jón Valur Jensson, 9.3.2010 kl. 21:58
Takk minn samherji Jón Valur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.