Er virkilega komið sósíalískt einræði á Íslandi ?


    Þjóðin hefur talað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hátt og skýrt!
Enga ríkisábyrgð  á  Icesave! Lýsir  fullkomnu  vantrausti  á
Icesave-ferlið,  og  þar  með  ríkisstjórnina  með  afgerandi
hætti. -  Engin  ríkisstjórn hefur  fengið á sig eins stórt van-
traust og  ríkisstjórn  Jóhönnu Sigurðardóttir. Engin! Samt
virðist  ríkisstjórnin  ætla  að  sitja  áfram. Gefa vantraust 
þjóðarinnar langt nef! Og  heldur  í  einfeldni  að einhver
Ögmundar-andlitslyfting bjargi málum. - Er virkilega komið
sósíalískt einræði á Íslandi?

  Framkoma Jóhönnu og Steingríms gagnvart þjóðaratkvæða-
greiðslunni var skandall!  Hefðu kjósendur  farið  að dæmi
þeirra og setið heima og talið kosninguna markleysu, hefði
Icsave-samningurinn illræmdi frá 30 des, tekið endanlega
gildi. Samningur, sem Jóhanna og Steingrímur segja sjálf
ekki marktækan. En stuðluðu samt  sjálf að gildistöku hans
með því að vanvirða þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta fólk
er ekki í lagi! Bara ALLS EKKI!

   Ögmundur Jónasson talar oft um lýðræði, eins og forverar
hans í kommúnistahreyfingunum forðum. Það að Ögmundur
styðji enn ríkisstjórnina, og taki sæti í henni eftir allt sem á
undan er gengið, með æpandi vantraust þjóðarinnar yfir sér,
yrði þá í fullu samræmi við hans kommúnísku arfleifð.  -
Einu sinni kommúnisti!  Alltaf kommúnisti!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!  
mbl.is Til í sæti á réttum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála Guðmundur eins og svo oft áður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.3.2010 kl. 00:52

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Einu sinni kommi ..... rétt er það - en núna er Ögmundur að vonast til þess að geta vakið upp frá dauðum. Það finnst mér ofmat.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.3.2010 kl. 02:25

3 Smámynd: Elle_

Engin  ríkisstjórn hefur  fengið á sig eins stórt vantraust og  ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir. Engin! Samt virðist  ríkisstjórnin  ætla  að  sitja  áfram. Gefa vantraust þjóðarinnar langt nef!

Hverju orði sannara, Guðmundur.  Og með öllu óskiljanlegt og sorglegt að Ögmundur skuli styðja óstjórnina, Icesave-stjórnina.  Hann sem segist vera andvígur Icesave. 

Elle_, 13.3.2010 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband