Þökk sé þýzku þingmannanefndinni !


    Þýzk þingmannanefnd er nú stödd á Íslandi vegna umsóknar
Íslands að ESB. Þjóðverjar hafa löngum verið okkar besta vina-
þjóð, og því töluðu þingmennirnir  hreinskilningslega  út  um
hvað Íslendinga biðu, gengu þeir í ESB. Enda eru  þeir engar
málpípur framkvæmdastjórnar ESB.

  Þrennt kom skýrt fram. Ísland mun greiða meira í sukksjóði
ESB en þeir  fengu úr þeim. Þrátt  fyrir  efnahagshrunið.  Því
Íslendingar eru ríkari en meðal-Jóninn innan ESB. Íslendingar
gætu alveg gleymt að veiða hvali gerðust þeir aðilar að ESB.
Og að lokum, sem Þjóðverjar vita að verður erfiðast fyrir Ís-
lendinga að kyngja. ÍSLENDINGAR VERÐA AÐ GALOPNA FISK-
VEIÐILÖGSÖGU SÍNA með því að leyfa útlendingum að fjár-
festa í útgerðum, og komast þannig yfir kvótann á Íslands-
miðum.  En það myndu Íslendingar ALDREI SAMÞYKKJA. Auk
þessa sögðu þýzku þingmennirnir hreint og klárt að ESB
hefði mikinn áhuga á legu landsins, ekki síst vegna náttúru-
auðlinda á norðurslóðum. Eitthvað sem ESB-sinnar á Íslandi
hafa ekki mátt ræða.

   Vert er að þakka hinum opinskáu þýzku þingmönnum úr
Bundestag fyrir þeirra sýn á aðildarumsókn Íslands. Sem
kom alls ekki á óvart. Heldur styrkir heldur betur málstað
ESB-andstæðinga á Íslandi. Því á þegar í stað að draga
umsókn Íslands  að ESB  til  baka. Hætta að eyða stórfé í
það rugl. - Og enginn þjóð innan ESB myndi skilja betur þá
ákvörðun Íslendinga, að hætta við umsóknina en fjölmenn-
asta þjóð ESB, og bestu vinir Íslendinga, Þjóðverjar.  

   Þökk sé komu þýzku  þingmannanefndarinnar og hrein-
skilni hennar. Og þökk sé þýzkum lögum að enn mun drag-
ast að aðildarumsókn Íslands verði samþykkt að ESB.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Aldrei,aldrei,í ESB, Hafna Schengen,Icesave og út í hafsauga með AGS. Þessi ríkisstjórn ætti að vera löngu farin frá völdum,en er eins og soltið bjarndýr,sem sér bráð>>> nei annars það er of náttúrulegt,því framkoma þeirra er óskyljanleg.

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2010 kl. 02:22

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Helga!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.3.2010 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband