Yfirgengileg hræsni Samfylkingarinnar í kvótamálum !
28.3.2010 | 14:16
Hræsni Samfylkingarinnar í kvótamálum er YFIRGENGILEG!
Á sama tíma og hún þykist vilja færa kvótann til þjóðarinnar
vinnur hún á sama tíma að koma þessum sama kvóta undir
erlenda stjórnun og möguleika á að erlent útgerðarauðvald
geti komist yfir kvótann á Íslandsmiðum með aðild Íslands
að ESB. Hræsni Samfylkingarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu
um fiskveiðistjórnunarkerfið er því gjörsamlega út í hött í
ljósi þess að ef vilji Samfylkingarinnar um ESB-aðild nær
fram að ganga færist öll stjórn fiskveiða til Brussel. Og það
sem meira er og sem ekki verður hægt að semja um. Fjár-
festing erlends útgerðarauðvalds innan ESB yrði algjörlega
gefin frjáls í íslenzkum útgerðum og kvóta þeirra, gengi
Ísland í ESB. Með stórkostlegu efnahagslegu tjóni fyrir ís-
lenzka þjóð. Kvótahoppið ilræmda sem lagt hefur t.d bresk-
an sjávarútveg í rúst myndi halda innreið sína á Íslands-
mið. Mikilvægasta auðlind Íslendinga myndi því færast á
erlend yfirráð ef stefna Samfylkingarinnar nær fram að
að ganga.
Fyrir mig og þjóðina í heild skiptir ENGU máli hvernig fisk-
veiðifyrirkomulagið er á Íslandsmiðum, svo framarlega sem
hún lýtur ÍSLENZKRI stjórn, sé í MEIRIHLUTAEIGN Íslend-
inga, og allur virðisauki auðlindarinnar og tekjur skili sér
100% inn í ÍSLENZKT hagkerfi, EINS OG NÚ er. Hugmyndir
Samfylkingarinnar ganga í þveröfuga átt sem vill m.a að
fiskveiðilögsagan verði galopnuð á ný fyrir erlent útgerðar-
auðvald ESB. Um það ætti að fara fram þjóðaratkvæða-
greiðsla, en ekki um hræsneis-blekkingar Samfylkingar-
innar í sjávarútvegsmálum, sem enn er í hefndarhug
vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave á dögunum.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB-né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú telur upp að Íslendingar eigi ekki að vera hluti af ESB, Schengen, Icesave og AGS, hvað með NATÓ og EFTA?
Skúli (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 15:30
Engu skiptir þótt ótti græðgisaflanna í Sjalló finni sér nýjan farveg til að kúga þessi verðmæti af þjóðinni áfram. Þessi orrusta er töpuð Jónas og stríðið er líka tapað.
Villi Egils skaut banaskotinu beint inn í miðjan herinn. Báglegasta skytta beggja sinna ætta sem lengi voru þó fengsælir veiðimenn í Skagafirði og norður á Víkum á Skaga.
Þetta mál munt þú aldrei geta gert tortryggilegt með því að hengja það inngöngu í ESB. Þegar búið verður að innkalla aflaheimildirnar, eða taka um það ákvörðun mun það verða skæðasta vopn okkar ESB andstæðinganna gegn umsókn.
Því þá mun landsbyggðarfólk hafa fengið nýja sýn á eigin framtíð á heimaslóð. Og þá munu vinnufúsar hendur búa sig á ný til starfa í sínu aldagmla umhverfi bryggjunnar.
En þröskuldar stjórnarráðsins nagast mun hraðar af ýlfrandi hýenum græðginnar sem missti svo mikla bráð þegar þjóðin rak sjallana sína úr stjórnsýslunni með gömlum tindollum og kasterholum
Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 15:57
Velkomin til nýja íslands. Hér þarftu ekki að óttast glæpamenn, þeir gera þér bara minniháttar skaða.
Hræðstu frekar þingmenn sem með góðu eða illu ætla að ræna þig og skattleggja leifarnar...
Óskar G (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 16:34
Skuli. Vill vera í hópi 165 fullvaldra ríkja frjáls og sjálfstæður en ekki innilokaður í 28 ríkja miðstyrðu sambandsríki líkt og Sovétríkin.*
Árni. Er hvorki sjálfstæðismaður eða hef tekið afstöðu til ákveðinnar
fiskveiðistjórnunar. Er bara að undirstrika að það sé íslenzka þjóðin
sem stjórni fiskveiðum sínum og að kvóti Íslandsmiða sé ávalt í íslenzkri
eigu, þvert á það sem Samfylkingin boðar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.3.2010 kl. 16:38
Ekki viss um að þetta sé rétt hjá þér! Held að viriðsaukin fari nú að miklu til erlendis til að borga skuldir sem úgerðafyrirtækin hafa koimið sér í vegna ótengdrar starfsemi. Er ekki sagt að skuldir þeirra séu um 600 milljarðar og töluvert af því við útlenda banka.
Sem og að þau hafa aldrei þurft að greiða neitt fyrir aðgang að auðlininni. Sem og að þau selja og leigja öðrum aðgang að kvóta sem þau í raun eiga ekki neitt.
Það hefur fækka fólk sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum vegna betri tækja og tóla. Minnir að það séu um 10 til 15. þúsund manns. Og ég held að þó að útlendingar ættu þessi fyrirtæki þá myndu þau skila okkur svipuðum virðisauka. Sbr. Álver og nýting þeirra á orkunni okkar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2010 kl. 12:04
Magnús minn. Ert við sama heygarðshornið. Í dag skilar sér virðisauki af
hverjum íslenzkum ugga upp úr sjó inn í íslenzkt hagkerfi, já m.a til að
greiða skuldir af fjárfestingum. Eftir ESB aðild geta útlendingar keypt sig inn
í auðlindina og flutt virðisaukan til viðkomandi ESB-ríkis. Þetta er svo augljóst að maður nennir varla að ræða það bið blinda ESB-sinna eins og þig. Auk þess yrði auðlindin ALFARIÐ undir erlendri Brussel-stjórn eins og
margoft hefur verið skýrt.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.3.2010 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.