ESB-og evruríkið Grikkland hrynur !


   Skuldaálag Grikklands er nú í fyrsta sinn orðið meira en
á Íslandi. Var í gær 410 punktar meðan hið íslenzka var í
400 punktum.  Og í morgun hrundi gengi grískra hluta-
bréfa um rúm 5%. Ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskulda-
bréfum Grikklands  hækkaði  í  rúm 7.4 % og hefur ekki
verið hærra frá því Grikkland tók upp evru 2001. Grikk-
land er því komið að fótum fram!

   Allt þetta gerist  þrátt  fyrir ESB aðild Grikklands. Allt
þetta gerist  þrátt fyrir aðild Grikklands að myntbanda-
lagi ESB með  upptöku  evru  árið  2001. -  Og allt gerist
þetta þrátt fyrir ríkisstjórn sósíaldemókrata, systurflokks
Samfylkingarinnar á Íslandi - Og þrátt fyrir ESB og evru
eru  ríki  eins  og Spánn,  Portugal,  Írland  og  Ítalíu  í
verulegum efnahagsvanda, þar sem Evrópski Seðlabank-
inn er víðs fjarri.

   Er nú ekki fokið  í flest skjól ESB-sinna á Íslandi?

   Og er ekki orðið borðleggjandi að draga hina rándýru
ESB-umsókn til baka? Því haldreipi ESB-sinna er horfið!

    Gufað upp!

    ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né
 AGS!   

  
mbl.is Gengi grískra hlutabréfa hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og allt má þetta rekja til bandaríska risabankans Goldman Sachs sem seldi grískum stjórnvöldum ráðgjöf um hvernig þeir gætu skuldsett sig umfram reglur og falið vandann. Þess má geta að Goldman Sachs er nú fjármagnaður með bandarísku skattfé. Afhverju líta menn ekki þangað líka eftir sökudólgum? Ef Brüssel tæki það alvarlega að gæta hagsmuna grískra skattgreiðenda ætti að sjálfsögðu að draga Bandaríkin til ábyrgðar, með sama hætti og sambandið gætti hagsmuna breskra og hollenskra skattgreiðenda með því að draga Ísland til ábyrgðar vegna Landsbankans.

Eða skiptir þjóðerni kannski máli eftir allt saman? Það virðist ekki vera sama hvort það er breski Jón eða gríski Jón þegar ESB er annars vegar!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammála nafni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.4.2010 kl. 21:29

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU er sköpunarverk Þjóðverja og Frakka. Byggir á hugmyndum um eigin sjálfbærni og halda orku og hráefnum innlands  [efnahagslögsögunnar] sem lægstum í verði til að tryggja sínum fullvinnsluverum samkeppnihæfni utan efnahagslögunnar sem tryggir á móti þau hráefni og orku sem upp á vantar til eigin sjálfbærni.

Þetta er þroskuð hugsun sem ég hélt að myndi verða að veruleika hér með EES.

Hinsvegar mun ekki hægt að þroska óhæfa heila. Meðlima-Ríki EU er öll sjálfstæðar efnahagslögsögur í innri samkeppni um að halda uppi öflugum neytenda markaði innan sinna vébanda, sem tryggir innri hagnað þeirra og þar af leiðandi samkeppni hæfni þeirra innbyrðis og sem heild gegn öðrum álíka blokkum til að tryggja umfram hráefni og orku, sem heildin skiptir á milli sín í réttu hlutfalli við innri tekjur síðustu 5 ára.

Hér er allt öfugt í stjórnsýslu miðað við þroskaðar efnahagseignar einingar lítil sem engi innflutningur hráefna til fullvinnslu og tækni, ráðstöfunartekjur að meðaltali eftir skatta og vexti með þeim lægstu sem þekkjast hjá þjóðum sem geta leyft sér að vera með hæðstu þjóðartekjurnar á haus.  Hér er það ekki orka og hráefni sem halda lámarkslaunum niðri. Argo það hljóta að vera heilarnir sem stjórna.

Grikkir eru Grikkir og því verður ekki breytt, kannski hentað það þeim ekki að skipuleggja sig að hætti Frakka og Þjóðverja þegar upp var staðið.

Þjóðverjar munu ekki segja þá vanþroskaða heldur lata, í ljósi náttúrauðlinda er það kannski ósanngjarnt.

Þjóðverjar eru ekki Íslendingar. Hollendingar og UK eiga góð samskipti við margar fyrrverandi nýlendu eyjur standa krúnunum nær en Ísland], með elskulegum íbúum sem þurfa að losna við öll sín hráefni til að fá það helsta úr fullvinnslu EU. Flestar að fullu fjárfestar. 

Biðraðir og lítið vöruúrval af drasli einkenndi USSR þegar ég var barn.

Júlíus Björnsson, 9.4.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband