Vinstri grænir EINLÆGIR ESB-sinnar !
9.4.2010 | 00:28
Það er merkisberi róttækra vinstrisinna og sósíalista að starfa undir
fölsku flaggi. Því hjá þeim helgar tilgangurinn meðalið. Einskis er látið
ófreistað til að ná völdum og markmiðum. Gleggsta fyrirbærið í
íslenzkum stjórnmálum í dag eru svokallaðir Vinstri-grænir. Forverar
hérlendra kommúnista með ótal nafabreytingum gegnum áratugina.
Og eru nú illu heilli komnir í ríkisstjórn með sósíaldemókrötum.
Með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð.
Aðal merkisberi róttækrar vinstristefnu er öfgafull alþjóðahyggja og
vanvirðing á öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum. M.a. þess vegna var
ekkert auðveldara fyrir Vinstri græna en að samþykkja umsókn Íslands
að ESB og berjast með kjafti og kló fyrir sjálfum inngöngumiðanum, Ice-
save. Raunar má segja að skrattinn hafi hitt ömmu sína þegar VG og
Samfylkingin náðu að mynda ríkisstjórn. Því ALDREI hefur í sögu lýð-
veldisins verið gerð eins heiftarleg aðför að fullveldi og sjálfstæði Ís-
lands og einmitt nú. Undir stjórn hinnar hreinræktuðu vinstristjórnar.
Það er sorglegt hvernig Vinstri grænir hafa blekkt margan Íslendinginn
að undanförnu. Sérstaklega í Evrópumálum. Hápunktur þeirra þar er
hvernig þeir hafa hreiðrað um sig í Heimssýn, sem segjast berjast gegn
aðild Íslands að ESB. Og komist upp með það! Því Vinstri grænir eru Í
RAUN ekkert annað en EINLÆGIR ESB-sinnar ekki síður en þeirrar pólísku
samherjar, sósíaldemókratanir. Því ENGINN SANNUR ESB-andstæðingur
samþykkir umsókn að ESB! - Og því síður inngöngumiðann sjálfan,
Icesave-þjóðsvikin illræmdu! Hvort tveggja gerðu Vinstri grænir. Og þar
með var hin and-þjóðlega afhjúpun þeirra algjör, sem hlýtur að opna nú
auga margra í dag.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er einhver af fjórflokknum einlægur gegn ESB? Eða einlægur yfirleitt?
Það er bara fólkið sem er einlægt á móti þessu, kerfiskarlarnir vilja allir komast í nýtt Sovét eins fljótt og auðið er.
Sumir kusu VG vegna svokallaðrar andstöðu þeirra við ESB í síðustu kosningum... Hversu oft er hægt að blekkja fólk með sömu lyginni? Hversu oft ætlar þjóðin að láta sama liðið blekkja sig með nýjum lygum?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.