Forsetinn látinn kenna á Icesave


   Skýrsla  rannsóknarnefndar  Alþings  er mjög góð  og  ítarleg.
Hins vegar er sá hluti  hennar sem fjallar um  siðferði  merkileg,
einkum er varðar forseta Íslands. En í siðferðishluta nefndarinnar
sátu þrír aðilar, þ.á.m fyrrverandi þingmaður, sem varpar skugga
á annars góða skýrslu, og dregur  trúverðugleika  hennar  í  efa. 
Því  þarna  er  forsetinn klárlega látinn kenna á aðkomu sínni að
Icesave-þjóðsvikunum í vetur. Enda hafa Icesave-sinnar á þingi
og í  ríkisstjórn  himinntekið  þennan  hluta skýrslunnar, og ráðist
ómaklega að forsetanum. Og það svo   að forsetinn sá sig knúinn 
til að stíga fram og svara beinum rangfærslum á hann í skýrslunni.

   Hins vegar er meira þagað af Icesave-sinnum um Icesave-kafla
skýrslunnar. Enda styrkir hún mjög málsstað andstæðinga Icesave,
og þann skýra þjóðarvilja, að HAFNA ÖLLUM SAMNINGUM um  Ice-
save umfram það sem komi út úr þrotabú Landsbankans og inni-
stæðutryggingasjóðs.  

   Raunar æpir skýrslan á opinbera rannsókn á Icesave-þjóðsvik-
unum, og að þeir stjórnmála-og embættismenn sem VOGUÐU sér
að koma drápsklyfjum útrásarmafíuósa yfir á saklausan íslenzkan
almúgann  verði dregnir fyrir dómstóla, vegna stórsvika gegn
þjóðinni og hagsmunum hennar.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Ólafur Ragnar svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tek undir þetta Guðmundur, hlýddi á Ólaf Ragnar útskýra mál sitt á Útvarpi Sögu í dag, þar sem það komst vel til skila hve furðulegt það var og er að draga forsetaembættið inn í þessa skýrslugerð.

Sannarlega þarf að rannsaka Icesave.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2010 kl. 00:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Tek heilshugar undir með ykkur og vil meina að það sé réttmæt krafa okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2010 kl. 00:38

3 identicon

Það er alveg sama hvað forsetinn æsir sig í fjölmiðlum núna, það hreinsar hann aldrei af því sem hann gerði fyrir útrásarvíkingana. Ræðurnar sem hann hélt í útlöndum, og sem þjóðin var farin að skammast sín fyrir löngu fyrir hrun, eru allar til. Þótt hann hafni hundrað IceSave-frumvörpum hreinsar það hann ekki af því sem hann gerði.

Gísli (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 03:14

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er slæmt og illt til þess að vita að fleiri og fleiri kveða sér hljóðs og lýsa yfir óánægju sinni með að ekki sé farið rétt með - staðreyndum snúið á haus -

Ég er fráleitt stuðningsmaður Ólafs Ragnars - gagnrýni hans var beitt - hann talaði þannig að hann virðist geta lagt fram sannanir fyrir rangfærslum í skýrslunni - siðferðilegi hlutinn er farinn að líta illa út - - Þegar forsetinn er tekinn fyrir - hver sem forsetinn er - verður að stíga varlega til jarðar - það virðist alls ekki hafa verið gert - hreinlega farið rangt með.

Og þetta versnar og versnar þannig að ef þessu heldur áfram verður sá gífurlegi ávinningur sem við hefðum getað´fengið út úr skýrslunni að engu.

Eftir blaðamannafundinn - sem mér þótti hreinlega frábær - hefur leiðin verið niður á við - það er sárt.

Tek undir kröfu um rannsókn á Icesave  - tel reyndar að rannsaka eigi allt frá þeim tíma sem núverandi skýrsla hættir og fram að þeim tíma sem ný skýrsla verður birt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.4.2010 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband