Framsókn í rétta átt, en meira þarf til!


   Framsókn,  minn gamli flokkur,   fer  í rétta átt, viðurkennir  
mistök sín og hefur sannarlega endurnýjað þinglið og forystu 
eftir hrun umfram aðra flokka. Þá á flokkurinn hrós skilið  fyrir
baráttu sína gegn Icesave.  - En  þrátt  fyrir  þetta  er  ESB-
draugurinn enn í aftursætinu og nú undir forystu Jóns Sigurðs-
sonar fyrrverandi  formanns, og félaga í Fylkingunni forðum.
(Ungliðasamtökum kommúnista).   Meðan sá draugur  hefur 
ekki  verið  kveðinn  niður  í  eitt skipti fyrir öll, verður Fram-
sóknarflokkurinn  ekki  ákjósalegur  vettvangur þeirra sem
aðhyllast þjóðleg gildi og viðhorf í stjórnmálum. Þá hafa
vinstrisinnar enn ítök í flokknum, flokki sem skilgreinir sig
miðjuflokk.  - Þar fer fremstur oddviti flokksins í Reykjavík,
R-listamaður og vinveittur mjög vinstraafturhaldinu í Reykja-
vík.  Sem þjóðlega sinnaðir kjósendur geta hvorki treyst eða
kosið.

   Þannig. Framsókn ákjósanleg fyrir þjóðhyggjufólk?  Nei!!!

   Þarf meira til!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKI ICESAVE né AGS!
mbl.is Framsóknarmenn líta fram á við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta á við mig líka,ég stein hætti að kjósa Framsóknarflokkinn,þegar ég sá þetta fjandans ESB den í forustufólkinu.Ég er kominn af gllhörðum Frammsóknarmönnum,uppalinn í norðlenskri sveit,og þótti hart að þurfa að kasta trúnni.Enn ég verð að segja að nú upp á síðkastið hefur ástandið stórlagast,þangað til að Jón Sig birjaði með sitt fjandans ESB bull enn og aftur.Það er hárrétt sem þú segir það verður að kveða þessa ESB drauga niður first og fremst,til að það sé einhver von að flokkurinn nái vopnum sínum aftur.

Þórarinn Baldursson, 25.4.2010 kl. 03:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Meðan Framsóknarflokkurinn gælir við ESB inngöngu, þó með skilyrðum sé, nær hann ekki fyrra fylgi. Þessi meinsemd var komin inn í flokkinn meðan Halldór var þar enn við völd. Hann ásamt Valgerði gerðu margar tilraunir til að koma þessari vitleysu inn í stefnuskrána. Það var hinsvegar Jóni sem tókst það, náði að koma því inn þegar flokkurinn var nánast horfinn af yfirborði jarðar, með hjálp Sifjar og fleirum.

Framsóknarflokkurinn verður að skilja að það er ekki bæði sleppt og haldið. Hann þarf að gera upp við sig hvort fylgja eigi eftir þeim gidum og hugsjónum sem hann var stofnaður um, eða hvort hann ætli að verða eins og hver annar krataflokkur, hlaupandi út í allar áttir. Þá er eins hægt að leggja hann niður og skrá þá fáu sem eftir verða í Samfylkinguna. 

Sjálfur var ég í eina tíð harður Framsóknarmaður, það eru reyndar mörg ár síðan. Hætti að styðja flokkinn skömmu eftir að Halldór tók við honum, mér líkaði ekki hvernig hann safnaði gæðingum sínum um sig. Þegar Halldór hætti hélt ég að nú yrði kannski breyting til batnaðar, en öðru nær. Honum tókst með frekjunni að koma sínum gæðingi í formannstólinn, og honum tókst að koma þessari bansettri ESB umsókn inn í stefnuskrána. Það er nokkuð sem ég get aldrei sætt mig við, þó sett séu ströng skilyrði fyrir inngöngunni.

Gunnar Heiðarsson, 25.4.2010 kl. 05:07

3 Smámynd: Örn Ingólfsson

Skrýtið strákar en munið bara eitt hverjir seldu bankana til Sinna Vildarvina, nú hver var það sem að lét byggja perluna og hver hafði frumkvæðið að þessu ljóta ráðhúsi með sinni frekju og yfirgangi? Nú á Þeim tíma hverjir réðu Ríki og Borg? Hugsið um þetta strákar en í den var ég stimplaður kommi bara fyrir það að ég var ekki sammála grænu og bláu höndinni!

Örn Ingólfsson, 25.4.2010 kl. 05:11

4 identicon

Guðmundur.

Þegar þú ert að skamma einhverja þá notar þú orðið ,,kommúnista" um viðkomandi !

Þegar lesið er yfir rannsóknarskýrslu um bankahrunið eru þar bara vinir þínir og flokksfélagar í löngum bunum !

Þar er engin ,,kommúnisti" !

Svo eru þar nefndir einhverjir ,,bókhaldsglöggir"  menn , sem virðast ekki kunna sitt fag !

JR (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 23:27

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Telur þú Guðmundur að Gamla Framsókn hafi verið þjóðernislegu jafnaðarmannaflokkur til sveita og Gamli Alþýðuflokkur þjóðernislegur jafnaðarflokkur til þéttbýlis eða borga?

En alþjóðlegir jafnaðarmenn oftast nefndir kommar svo sem þeir í Kína og Sovét.

Júlíus Björnsson, 28.4.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband