Hvað eru ESB-andstæðingar á Alþingi að hugsa ?


   Senn líður að þjóðhátíðardegi Íslendinga 17 júní. En þá bendir
allt til  þess  að  Evrópusambandið, einmitt á  þessum  heillaga
þjóðfrelsisdegi  Íslendinga, samþykki  formlega að hefja aðildar-
viðræður við íslenzk stjórnvöld um innlimun Íslands í Evrópusam-
bandið. En fyrir  alla  fullveldissinnaða  Íslendinga yrði slík dags-
setning  argasta ögrun við  fullveldi og sjálfstæði Íslendinga. 
Hrein og klár móðgun við Íslenzka þjóð að nota hennar heillag-
asta þjóðfrelsisdag til slíkrar ákvörðunartöku.

   Þess vegna er kominn tími til að spyrja? Hvað eru þeir þingmenn
sem andvígir eru aðild Íslands að ESB að hugsa? Hvers vegna  í
ósköpunum leggja þeir ekki fram tillögu nú þegar um að aðildar-
umsóknin verði dregin til baka ? Ekki síst í ljósi þess að samþykkt
Alþings í fyrra var byggð á BLEKKINGUM. Því komið er nú í ljós að
umsóknin VAR Í RAUN AÐILDARFERLI AÐ ESB en ekki umsókn.  Þá
er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur aðild Íslands að ESB, og
fer sú andstaða dag vaxandi.  Enda evran að hruni komin  og
Evrópusambandið nánast á brauðfótum. - ALLAR forsendur ESB-
sinna fyrir aðild Íslands að ESB eru því algjörlega brostnar. Fok-
nar út í veður og vind!  Auk þess er kostnaðurinn við bjölluatið
í Brussel orðin stjarnfræðilegur fyrir galtóman ríkiskassann.

   Já hvað eru þingmenn andvígir aðild Íslands að ESB að hugsa?
Hvers vegna láta þeir nú ekki sverfa til stáls við þjóðsvikarana
fyrir 17 júní?  Og smúli þá út úr fylgsni sínu.  Þeir eru ekki það
margir eftir!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir þetta, ég vil fá að vita hverjir það eru sem sækja það svo stíft að stela af mér sjálfstæðinu.  Stela af mér því sem áar mínir ánauðugir börðust svo leingi fyrir.  Ég vil fá að vita hvaða tegund af fólki þetta er.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.6.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband