Hillir undir stjórnleysi í borginni


   Allt hillir nú undir stjórnleysi og pólitískan skrípaleik í borginni í boði
Samfylkingarinnar og svokallaðs ,, Besta flokks". En það er í samræmi
við hið  ömurlega  pólitíska  ástand  á  Íslandi  í  dag. Vinstrimenn og
stjórnleysingjar ráða för.  Enda þjóðfélagsástandið og staða Íslands
í samræmi við það. Uppstokkunin á mið/hægri  kanti  íslenzkra stjórn-
mála hefur enn ekki farið fram eftir meiriháttar mistaka og aulaháttar
þar á bæ. Það er verulegt áhyggjuefni. - Tilkoma nýs stjórnmálaflokks
á ÞJÓÐLEGUM og BORGARALEGUM grunni er þar lykilatriðið. Og raunar
frumforsenda þess   að koma á pólitískum stöðugleika og efnahags-
legri uppbyggingu á íslenzkum forsendum. 

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!


mbl.is Hillir undir meirihluta í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar aukinheldur margir þessir nýju fulltrúar eru jafnvel grunaðir um að koma frá vinstri!

Þvílík skelfing og undur!

Og þetta gerðist þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn bar fram fullskipaðan lista!!

Mér kæmi ekki á óvart þó útfararþjónustum fjölgaði á næstu missirum.

Hversu margir borgarbúar munu lifa þetta kjörtímabil af til að geta sagt frá því í endurminningum sínum?

Árni Gunnarsson, 4.6.2010 kl. 15:57

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Öll hjólin undan Samfylkingunni hurfu en Bestiflokkurinn átti af einhverjum ástæðum nóg af hjólum til að lána henni undir afglapa karið.  Brandarar húmor og skemmtilegheit eiga ekkert skylt við fíflagang, en svo er að sjá sem fólk sé ánægt með kjánaskap ef hann bætir ekki afkomuna.  Það er því spurning hvenær landsbyggðin segir sig úr lögum við Reykjavík og lofar henni að lifa af sínum skellihlátri.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.6.2010 kl. 17:32

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ekki segja þetta Hrólfur minn. Því er einn af hópi borgarbúa sem ómaklega
þurfum að líða fyrir þennan anarkisma í borginni. Vonandi tekst að koma þessu rugl-liði frá sem fyrst!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2010 kl. 21:20

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Guðmundur, er sjálfur stoltur Reykvíkingur en flutti þaðan ungur.  Það pirrar mann því þegar kæruleysi x fíflagangur með afglapa sem samnefnara nær meirihluta á örlaga tímum.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.6.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband