Fremur Hanna Birna stórpólitísk mistök ?


    Því verður vart trúað að Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri samþykki að gerast forseti nýrrar borgar-
stjórnar, í meirihlutasamstarfi sósíaldemókratanna úr
Samfylkingunni og anarkistanna úr svokölluðum Besta
flokki. Það yrði þá til  að bæta enn við skrípaleikinn og
væntanlegt stjórnleysi í borginni. En Besti flokkurinn
og Samfylkingin eru þegar búin að mynda nýjan meiri-
hluta. Að Hanna Birna gerist þar einhver skrautfjöður
yrðu mikil pólitísk mistök, og ekki  á bætandi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn.  - Nema þá að hann ætli enn að halda
áfram með sína pólitísku sjálfseyðingu. Alla vega sem
brjóstvörn þjóðlegra borgaralegra viðhorfa og gilda,
gegn óþjóðhollum  afturhaldssömum vinstriöflum og
stjórnleysingjum.    

  
mbl.is Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þú ert bara þröngsýn íhaldsbulla og það er skömm að skrifum eins og þessum. Getur þú virkilega ekki betur?

Kv. BB

Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 20:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, algerlega er ég sammála þér með þetta.  Það væru alger mistök að taka þátt í þessari dellu, eftir að búið er að semja málefnaskrána og ákveða að Jón Gnarr verði borgarstjóri.

Ef einhver alvara væri í því, að vilja samstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri lágmark að Hanna Birna veðrði áfram borgarstjóri og Jón Gnarr forseti borgarstjórnar.

Annað kemur ekki til greina.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Guðmundur.  Þetta eru orð í tíma töluð og hafa ekki með annað að gera en heilbrigða skynsemi ólíkt því sem Björn Birgisson heldur fram hér að ofan.

Jón Magnússon, 11.6.2010 kl. 21:59

4 identicon

Afturhaldsemi er íhaldssemi. Sama fyrirbærið. Sameiginleg bæði Sjálfstæðismönnum og kommunum.

En augljósanlega eitthvað sem Gnarrinn er ekki haldinn. Tæki fjaðrir mínar ofan fyrir honum ef ég gæti!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband