Stjórnarandstaðan veik. Nýtt þjóðlegt borgarlegt afl komi til !
12.6.2010 | 00:23
Nú þegar Alþingi lykur senn sínum störfum er tvennt sem toppar.
Handónýt ríkisstjórn vinstrimanna og veik stjórnarandstaða. Að
það skuli enn ekki hafa verið fluttt vantraust á þessa óþjóðhollu
og handónýtu ríkisstjórn er með hreinum ólíkindum. Ekki einu snni
á einn einasta ráðherra. Og það er ekkert annað en meiriháttar
skandall fyrir ESB-andstæðinga í stjórnarandstöðu að ekki enn
hafi verið lagt fram frumvarp um að draga ESB-umsóknina til baka.
Hvers vegna hefur það ekki verið gert þótt nú sé upplýst að ESB-
umsóknin í fyrra var hrein og klár BLEKKING? Því nú er komið á
daginn að um AÐLÖGUNARFERLI að ESB er að ræða en ekki venju-
leg umsókn.
Núverandi stjórnarandstöðuflokkar valda ekki hlutverki sínu, enda
meir og minna klofnir og rúnir trausti. Algjör uppstokkun þarf því að
eiga sér stað á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála. NÝR heiðarlegur
flokkur á ÞJÓÐLEGUM BORGARALEGUM grundvelli þarf að koma fram.
Flokkur sem almenningur á Íslandi og allir ÞJÓÐFRELSISSINNAR geti
100% treyst. Flokkur stjórnlyndis og þjóðlegra framfara. Flokkur sem
aldrei mun vinna með hinum andþjóðlegu vinstriöflum eða stjórnleys-
ingjum. Hvorki á sveitarstjórnarstígi eða á landsvísu................
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur.
Hef stundum velti því fyrir mér, færðu ekki nógan svefn ?
JR (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.