Verður ESB-fánanum flaggað þann 17 júní ? Í boði Jóhönnu ?
14.6.2010 | 00:27
Í dag hittast ESB-utanríkisráðherrar í Lúxemborg til að ákveða
endanlega dagskrá leiðtogafundarins þann 17 júní. Þá kemur í
ljós hvort á þeim degi aðildarumsókn Íslands verði formlega
ákveðin. - En Jóhanna Sigurðardóttir ,,forsætisráðherra" og
Össur Skarphéðinsson ,,utanríkisráðherra" gera nú allt til að
umsóknin verði afgreidd á sjálfum þjóðhátíðardegi íslenzkrar
þjóðar. Svo að þjóðarstolti Íslendinga verði sem mest mis-
boðið og niðurlægt á sjálfum þjóðfrelsisdeginum. Þetta er út-
hugsað hjá Jóhönnu og Össuri. Því þjóðfrelsishyggja og sjálf-
stæðisvilji Íslendinga verður að berja niður með öllum ráðum
ef á að takaðst að troða Íslandi inn í ESB. Þess vegna hafa
þau markvisst talað og unnið gegn öllu því er telst til þjóð-
legra viðhorfa og gilda, og beinlínis unnið gegn íslenzkum
þjóðarhagsmunum sbr. Icesave. Enda öfga-alþjóðasinnaðir
sósíaldemókratar.
Í dag kemur kannski einnig í ljós hvort ESB-fánanum verði
flaggað á Stjórnarráðinu og við Austurvöll þann 17 júní. Við
fótstall Jóns Sigurðssonar þjóðfrelsishetju Íslendinga, meðan
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra heldur þar fagnaðar-
ræðu yfir ESB-samþykktinni um innlimun Íslands inní hið
Evrópska stórríki. Sem nú stendur á brauðfótum efnahags-
legrar upplausnar.
Já yrði hægt að ganga lengra í að sverta þjóðhátíðardag
Íslendinga og íslenzka þjóðarsál? Þjóðarstolt og frelisást?
Verður 17 júní 2010 sorgardagaur íslenzkrar þjóðar? Eða
þá upphaf nýrrar sjálfstæðisbaráttu þar sem hin andþjóðlegu
öfl Jóhönnu og Össurar verða sett af! Og það til frambúðar!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:12 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Sé til öfgaflokkur í íslenskum stjórnmálum þá er það Samfylkingin, varðandi Evrópumálin, og skömm fyrir VG að láta hafa sig út í þessa vegferð.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.6.2010 kl. 01:22
Þeir eru ýmsir öfgamennirnir í þessu máli. Ólafur Stephensen ritstjóri er sagður hafa flaggað Evrópubandalags-fánanum, þegar naumur meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um "aðild" að þessu bandalagi. Ætli hann sé ánægður með það, að Ísland yrði ekki lengur sjálfrátt um að ganga úr því, eftir að það væri orðið eitt meðlimaríkjanna? En hafi hann ekki leitt hugann að þessu, er sannarlega kominn tími til.
Jón Valur Jensson, 14.6.2010 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.