Icesave! Úrsögn úr EES og afturköllun á ESB-umsókn
22.6.2010 | 00:20
Nú þegar nýlendugrímu Breta og Hollendinga varðandi Icesave
og tengingu þess við ESB-umsókn með stuðningi valdhafanna í
Brussel er afhjúpuð, eiga Íslendingar eitt svar. Úrsögn úr EES
og afturköllun á ESB-umsókninni. EES-samningurinn hefur verið
Íslandi til bölvunar frá upphafi. Átti stærstan þátt í bankahrun-
inu. Enda engan veginn sniðin fyrir dvergríki eins og Ísland,
með sína fámennu þjóð og sérstöku hagkerfi. Eðlilegur tvíhliða
viðskiptasamningur við ESB kæmi í staðinn, eins og við öll önnur
viðskiptaríki Íslands.
Þá ber að krefja bresk stjórnvöld um stórfeldar skaðabætur
vegna hryðjuverkalagana er þau settu á Ísland árið 2008.
Lýgi ráðherra í vinstristjórn Jóhönnu Sig um að Icesave og
ESB-umsóknin væru tvö aðskilin mál þarf einnig að fara fyrir
íslenzka dómstóla. Allir þeir stjórnmála-og embættismenn
sem gengu erinda erlendra kúgunarafla vegna Icesave-þjóð-
svikanna skulu sóttir til saka vegna svika við þjóðina.
Beinum samskiptum okkar og viðskiptum til virkilegra vin-
þjóða okkar eins og Kinverja, Rússa, Indverja, Japani og
Bandaríkjamanna. -
Látum ekki evrópsk nýlenduveldi né óvinveitt Sambandsríki
Evrópu, ESB, kúga okkur! Ísland er enn fullvalda og sjálfstæð
þjóð!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Beiti ESB í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega, skríðum inn í torfkofana aftur. Var ekki alltaf svo notalegt í þeim? Kertaljós og prumpufýla heimamanna?
Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 01:14
Styð þetta fullkomlega. Hvert orð öðru sannara hjá þér. Er ekki um að gera að auglýsa hér með eftir aðila (aðilum) sem geta komið þessu þarfaverki til leiðar?
assa (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 01:18
Vil taka fram að ég var AÐ SJÁLFSÖGÐU að styðja orð Guðmundar Jónasar en ekki Björns. Enda mun meira vit í skrifum Guðmundar eins og sjá má að ofanrituðu.
assa (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.