Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi sem þjóðlegu borgaralegu afli !


   Sem borgarasinnaður kjósandi með þjóðleg viðhorf og gildi
að leiðarljósi treysti ég ekki Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn
er klofinn í mörgum veigamiklum málum. Og sem brjóstvörn
þjóðlegra borgarasinnaðra afla hefur hann algjörlega brugð-
ist. Virðist hvenær sem er reiðubúinn að vinna til vinstri þegar
hentar þykir, enda ber höfuðábyrgðina á að hér skuli vera
hreinræktuð vinstristjórn við völd.

   Síðustu svik Sjálfstæðisflokksins við hin þjóðlegu borgaralegu
öfl er að taka þátt og axla ábyrgð á borgarstjórnarmeirihluta
sósíaldemókrata og grínframboðs stjórnleysingja í Reykjavík.
Framganga  Sjálfstæðisflokksins þar er skandall. Og sýnir enn
og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki hugmynd um hvert
hann er að fara í íslenzkum stjórnmálum. Tómarúmið á mið/
hægri kanti íslenzkra stjórnmála er því algjört í dag.

   Það var meiriháttar pólitískt slys þegar Sjálfstæðisflokkurinn
leiddi svo sósíaldemókrata til  vegs  og  virðingar í  ríkisstjórn
Íslands. Flokk höfuðandstæðings  þjóðlegra borgarasinnaðra
viðhorfa. Og niðurstaðan nú er sú að hér situr við völd alræmd
vinstristjórn kommúnista og krata með Ísland á fullri ferð inn
í Evrópusambandið. - Og þrátt  fyrir  ESB-ferlið  og  þjóðarsvik
vinstristjórnarinnar  í  Icesave  er aumingjaháttur Sjálfstæðis-
flokksins svo yfirþyrmandi, að hann hefur enn ekki haft rænu
á að lýsa vantrausti á hina andþjóðlegu og handónýtu vinstri-
stjórn.  - Enda flokkurinn rúinn öllu trausti í dag og ímynd hans
stór löskuð eftir bankahrun og  stórmistök í hagstjórn á umliðn-
um árum. Hrópandi ESB-sinna raddir innan flokksins eru svo
ekki til að bæta trúverðugleikann meðal þjóðhollra kjósenda.

   Landsfundur Sjalsstæðisflokksins í  lok júní virðist ekki ætla
að bæta stöðu hans. - Algjör uppstokkun á flokkakerfinu  á
mið/hægri  kantinum  virðist  eina raunhæfasta leiðin.  Alla
vega eru borgarasinnaðir kjósendur með þjóðlegar áherslur
án fordóma, og andstyggð á allri vinstrisinnaðri hugmyndar-
fræði landlausir í pólitík þessa stundina. Fólk sem vill heiðar-
leika í stjórnmálum og að HAGSMUNIR ALMENNINGS séu fyrst
og fremst hafðir í fyrirrúmi, ásamt því að staðið verði vörð um
fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenzka þjóðmenningu og kristin
siðgæðisviðhorf.  - Nýtt þjóðlegt borgaralegt stjórnmálaafl er
því svarið!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband