HÆGRI GRÆNIR athyglisverð stjórnmálasamtök


     Mikil  umrót  og  gerjun er nú í íslenzkum stjórnmálum.
,,Fjórflokkurinn" á í  verulegri tilkvistarkreppu. Krafan um
allsherjar uppstokkun  í  flokkakerfinu er mikil og fer dag
vaxandi. Sérstaklega á mið/hægri kanti íslenskra stjórn-
mála. En þar virðist Sjálfstæðisflokkurinn eiga í miklum
erfiðleikum með  stórlaskaða ímynd. - Því er gleðilegt að
sjá og heyra að nú sé unnið af fullum krafti að stofnun
öflugs borgaralegs stjórnmálaflokks á þjóðlegum grunni.
Á Facebook hefur verið stofnuð góð síða um flokkinn sem
ber heitið HÆGRI GRÆNIR . Á þeim stutta tíma sem síðan
hefur verið uppi hafa milli 500-600 manns gerst meðlimir.
Formaður flokksins er Guðmundur Franklín Jónsson, sá
ágæti maður, sem m.a er með útvarpsþátt á Útvarpi
Sögu. Á Facebokk er gerð ítarleg grein fyrir stefnu  og
uppbyggingu flokksins. Hér með eru allir þjóðhollir Íslend-
ingar borgaralega sinnaðir sem vilja standa vörð um
þjóðfrelsið og þjóðmenninguna hvattir til að kynna sér
þetta nýja þjóðlega stjórnmálaafl í mótun.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS! 
mbl.is Leggja aðildarumsókn til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband