Þjóðhollir hægrimenn horfa nú á HÆGRI GRÆNA!
29.6.2010 | 00:21
Uppbygging að öflugum borgaralegum flokki á þjóðlegum
grunni er í fullum gangi. Hann ber nafnið HÆGRI GRÆNIR og
er að finna á Facebook, þar sem 800 manns hafa skráð sig.
En sjálfur flokkurinn var stofnaður á þjóðhátíðardegi Íslend-
inga þann 17 júní s.l. Ítarleg stefnuyfirlýsing er að finna á
Facebook-síðunni. Þar kemur m.a fram skýr og klár andstaða
gegn ESB-aðild Íslands og ESB-umsókninni, einnig hörð af-
staða gegn AGS á Íslandi, svo og eindregin andstaða gegn
Icesave. Flokkurinn gerir góða grein fyrir stefnu sinni í helstu
málaflokkum, þar sem grunntónninn er að STANDA VÖRÐ UM
HAGSMUNI ALMENNINGS á Íslandi, og velferð hans. Sannkall-
aður flokkur nýrra tíma og viðhorfa með ÍSLENZKA FRAMTÍÐAR-
SÝN.
Vert er að hvetja alla borgarasinnaða Íslendinga með þjóð-
leg viðhorf og gildi að leiðarljósi til að kynna sér þetta nýja
stjórnmálaafl. Ekki síst óánægðir framsóknar- og sjálfstæðis-
menn, en bæði Framsókn- og Sjálfstæðisflokkur eru nú í
mikilli pólitískri tilvistarkreppu með varanlega stórskerta
ímynd í fartaskinu til frambúðar.
Vert er að þakka þeim sem að þessu hafa unnið. Er einn af
þeim fjölmörgu sem horfir nú til HÆGRI GRÆNNA með stuðningi
og þáttöku í huga.
ÁFRAM ÍSLAND Í EINUM GRÆNUM!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.
Aðalsteinn Agnarsson, 29.6.2010 kl. 00:56
Einmit Aðalsteinn. Þess vegna hef ég ákveðið að ganga til liðs við HÆGRI
GRÆNA! ÍSLANDI ALLT!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.6.2010 kl. 01:02
Ætla að skoða stefnuyfirlýsinguna ,annars er skýr og klár andstaða við Icesave,aðild að ESB. og AGS,andstaða,eitt og sér eftirsóknarvert. Mjög margir sem ég tala við,hafa ekki hugmynd um,veigamikla þætti,þeirra mikilvægu mála,heyra bara það sem Ruv.miðlar í fréttaþáttum.
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2010 kl. 01:11
Helga. Endilega farðu á Facebook og kynntu þér þeta áhugaverða nýja
stjórnmálaafl HÆGRI GRÆN! Velkomin í hópinn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.6.2010 kl. 01:14
Væri ekki vitglóa, að sjá fyrst hvað er í boði.
Aðalsteinn Agnarsson, 29.6.2010 kl. 10:46
Fyrir utan NEI við AGS, EU og ICESAVE, yrði flokkurinn að hafa þá stefnu að halda öllum auðlindum og ríkisfyrirtækjum í eigu og vörslu ísl. þjóðarinnar. Ellegar styð ég þá ekki.
Elle_, 29.6.2010 kl. 21:59
Einmitt Elle. Þannig hugsa Hægri grænir það!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.6.2010 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.