Bankamafían enn við völd ! Arion hyglar Högum
7.7.2010 | 01:19
Skv. frétt RÚV.is setur nú Arion-banki engar skorður við því
að Bónusfjölskyldan getur aftur eignast Haga. Fjölskyldan
sem er ein af höfuðorsökum bankahrunsins með þúsund
milljarða á bakinu. - Svokölluð reynsla Jóhannesar í Bónus
er sagt lykilatriðið til að tryggja framtíð verslunarkeðjunnar
og hagræðingu sbr. fundur Arion banka með mögulegum fjár-
festum í gær.
Vert er að taka undir orð Guðmundar Franklíns formanns
HÆGRI GRÆNNA á DV.is sem telur það fullvíst að bankastjórn
og bankastjóri Arion-banka stjórni í skjóli ríkisstjórnarinnar.
,, Þetta hagræðingar kjaftæði sem menn hafa haldið fram er
bull á hæsta stígi. - Það sést nú hvernig komið er fyrir þeim"
segir Guðmundur Franklín. Sem kallar eftir opinberri rannsókn
á starfsháttum Samkeppnisstofnunar og aðkomu Gylfa Magn-
ússonar, viðskipta- og efnahagsráðherra, að þessum samningi
Arion-banka og Haga!
Enn eitt dæmið hvernig þessi vinstristjórn Jóhönnu og Stein-
gríms vinnur með fjárplógsöflunum gegn almenningi á Íslandi.
Fyrst að reyna að kúga upp á þjóðina ólögvarðar skuldir útrás-
armafíaósa upp á hundruði milljarða sbr. Icesave, og síðan að
aðstoða þá aftur til valda. Ásamt því að taka málstað bankamaf-
íunnar í Hæstaréttarmáli í körfumyntalánum sem fólk hefur þurft
að greiða ólöglega í heil 9 ár.
BURT MEÐ ÞESSA GJÖRSPILLTU OG ÓÞJÓÐHOLLU VINSTRISTJÓRN!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:43 | Facebook
Athugasemdir
Svokölluð reynsla Jóhannesar í Bónus
er sagt lykilatriðið til að tryggja framtíð verslunarkeðjunnar
og hagræðingu sbr. fundur Arion banka með mögulegum fjár-
festum í gær.
Þessi reynslu þarf að gera skildu kennsluefni í barnaskólum til að tryggja hér frjálsa samkeppni sem uppfylla lámarksskilyrði fyrir fjölda í þessari grein.
Hinsvegar er þessi reynsla eins og mér ekkert sértakt hagsmunamál enda stuðings mað vals um lánsform og lánskjör taki mið af gæðum veða og lánstíma.
Eitt eiga fákeppnis bankarnir og Fákeppniskeðjur sameiginlegt einokunarformið í krafti stæðarinnar hindrar allan eðlilegan samanburð innlands.
Samanburður við útlönd segir að mikið hagstæðara sé að búta þetta niður í mörg fjölskyldu fyrirtæki til að eðlilega geti 1% farið á hausinn á ári en 300% í einu. Ábyrgð á að vera í samrými við yfirs+ýn þess sem stjórnar.
Reynslan sem um ræðir er greinilega samkeppni hindrandi og hentar hagsmunum bankans ekki endilega neytendum, sem borga allar reikninga hvernig sem árar.
Bankar eiga ekki að skipta sér af reynslu einstakra viðskipta sinna. Þeirra hlutverk er að halda raunvöxtum í lágmarki svo almenningur hafi efni á því að versla.
Enda er ekki hægt að skilja að lágvörukeðjur geti skilað eðlilegum bönkum mikið í aðra hönd hér ef slíkt gildir ekki annarsstaðar.
Reynslan leiddi til stærsta hruns Íslandssögunnar. Arion hlýtur að vera úti að keyra.
Búnaðarbankinn var rekin með viti að hætti erlendra banka.
Júlíus Björnsson, 7.7.2010 kl. 03:00
Ábyrgð á að vera í samræmi við yfirsýn og tölvísi þess sem stjórnar.
Júlíus Björnsson, 7.7.2010 kl. 03:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.