Icesave og hvalveiðibann eru bara fyrstu hótanir ESB


   Þá sýnir ESB sitt rétta andlit við upphaf aðlögunarferlis Íslands
að ESB. Ísland hætti tafarlaust hvalveiðum og gangi að kúgunar-
kröfum Breta og Hollendinga í Icesave! Þetta eru bara fyrstu skil-
yrðin að frekari aðlögunarferli að ESB.  Jafnframt boðar ESB til
meiriháttar íhlutunar í íslenzk innanríkismál í haust, með markviss-
ri áróðurstarfsemi í þágu ESB-trúboðsins  á Íslandi.

   Þarna er m.a komin skýringin á grátbeiðni hins eina sanna  ESB-
sinna Steingríms J. fjármálaráðherra og formanns hinna ESB-sinnuðu
Vinstri grænna, um að fá Breta og Hollendinga að samningaborðinu
um Icesave SEM ALLRA ALLRA FYRST AFTUR. Því Steingrímur J vissi frá
upphafi að til þess að hin ESB-sinnaða ríkisstjórn  hans  gæti  troðið
Íslandi inn í ESB yrði að samþykkja Icesave HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAÐI!
Því nú er það líka komið á daginn að Steingrímur og VG ásamt Sam-
fylkingunni  BLEKKTU Alþingi í fyrra. Sögðu AÐLÖGUNARFERLIÐ að ESB
vera umsókn.

  Bara blátt bann við hvalveðum  Íslendinga sýnir  og sannar  að  ESB
ætlar í  einu  og  öllu að  stjórna  auðlindanýtingu Íslendinga  við  ESB-
aðild. Og það strax í upphafi  aðlögunarferlisins. Ósvífnin ALGJÖR! Þá
er nú viðurkennt af ESB að skuldarápsklyfjar ICESAVE eru INNGÖNGU-
MIÐINN AÐ ESB!

   DRÖGUM ESB UMSÓKNINA TIL BAKA ÞEGAR Í STAÐ! BURT MEÐ HINA
ÞJÓÐHÆTTULEGU VINSTRISTJÓRN!


  
mbl.is Ísland hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel þessar kröfur diplómatiskar af hálfu ESB, þar sem sambandið hefur örugglega engan áhuga á að fá þessa siðspilltu, stórþjófóttu þjóð í bandalagið. Þjóð sem er stýrt með okurvöxtum, bullandi verðtryggingu og verðbólgu, sem tekur engann enda. Þeir vita að 70% af þjóðinni er á móti aðild og þetta fyllir mælinn. Bæ,bæ.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband