Hægri grænir virðast fá góðan hljómgrunn. Fyrsti opni fundurinn...
15.7.2010 | 00:24
Hinn nýstofnaði stjórnmálaflokkur HÆGRI GRÆNIR virðast ætla
að fá mjög góðan hljómgrunn. Var stofnaður 17 júní s.l á þjóð-
hátíðardegi Íslendinga, og síðan hafa um 1000 manns gerst
meðlimir. - Þetta hlýtur að teljast met á svona stuttum tíma.
Enda málstaðurinn frábær, ítarleg stefna í öllum málaflokkum.
Stefna sem höfðar til hins óbreytta ALMENNINGS á Íslandi.
Þar sem áhersla er lögð á hagsmuni hans, frelsi, hugrekki,
mannúð og nýsköpun, ásamt því að segja hverskyns spillingu
stríð á hendir. Flokkur ÍSLENZKRA ÞJÓÐARHAGSMUNA, þ.á.m
gegn ESB-aðild, gegn Icesave og gegn AGS, og að standa vörð
um náttúru Íslands.
Sem umbótasinnaður hægrisinni með þjóðleg viðhorf og gildi
án fordóma að leiðarljósi, hef lengið beðið eftir slíkum flokki.
Ekki síst eftir hrunið mikla þar sem m.a Sjálfstæðisflokkurinn
brást ALGJÖRLEGA á vaktinni! En Sjálfstæðisflokkurinn hefur
vegna þessa misst ALLAN trúnað og ímynd sem framsækið
borgaralegt afl á þjóðlegum grunni. Og afleiðingin? Hörmuleg,
afdönkuð vinstristjórn! NÝTT stjórnmálaafl með nýju og fersku
fólki hefur því sárvantað á hægri kant íslenzkra stjórnmála.
Fram til þessa! ÞAÐ stjórnmálaafl virðist nú mætt til leiks, til
heilla landi voru og þjóð. H Æ G R I GRÆNIR!
Vert er að vekja athygli á OPNUM FUNDI hjá HÆGRI GRÆNUM
í kvöld 15 júlí kl 20 á Kaffi Sólon. Þar verða fluttar margar fram-
söguræður, og flokkurinn kynntur. Mætum sem flest!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Á F R A M H Æ G R I G R Æ N I R í öllum kjördæmum Íslands!
ps. HÆGRI GRÆNIR eru með heimasíðu á Facebook...................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þoli ekkert grænt nema plöntur með rótum. Planta án róta Steingrímur Hermannsson var rétt búin að koma mér á vonarvöl hér á árum áður svo sem mörgum öðrum og forverar Vinstri grænna hröktu mig svo frá ævi verkinnu, hreiðri fjölskyldunnar fyrir austan vegna orða sem þá sveið undan, þannig að hægri eða vinstri plöntur rót lausar treð ég niður þar sem þær eru fyrir.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.7.2010 kl. 19:33
Hrólfur minn. HÆGRI grænir eru hreinasti og heiðarlegasti HÆGRIFLOKKUR sem komið héfur fram. Sjálstæðisflokkurinn hefur GJÖRSAMLEGA BRUGÐIST
skyldu sinni á hægri kannti íslenzkra stjórnmála. Nafnið er aukaatri'ið,
meira til að að ÖGRA vinstriöflunum á Íslandi, eins og VG.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.7.2010 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.