Spænskir eða breskir ráðherrar á íslenzkum ríkisstjórnarfundum?
21.7.2010 | 20:29
Mun það gerast í náinni framtíð að t.d spænskir eða breskir
sjávarútvegsráðherrar sitji ríkisstjórnarfundi á Íslandi? En
Evrópuvaktin greinir frá þeim sögulega atburði að þýzki fjár-
málaráðherrann hafi setið ríkisstjórnarfund í Frakklandi nú
í dag. En með setu sinni sinni á franska ríkisstjórnarfundinum
hafi sá þýzki staðfest með táknrænum hætti SAMEIGINLEGA
áherslu þýzkra og franskra stjórnvalda á nauðsyn EINHUGA
efnahagsstjórnar í Evrópu.
Enn eitt dæmið um samrunaferlið í ESB að Bandaríki Evrópu.
Þannig að ef ESB-sinnar á Íslandi ná takmarki sínu um inn-
limun Íslands í ESB, mætti eiga von á að t.d breskir eða spæn-
skir sjávarútvegsráðherrar verði tíðir gestir á ríkisstjórnarfund-
um á Íslandi, til að skipuleggja veiðar ESB-flotans við Ísland.
Því við inngöngu mun jú hin SAMEIGINLEGA SJÁVARÚTVEGS-
STEFNA ESB gilda, sem nú hefur AFSKRIFAÐ meir að segja
hinn svokallaða hlutfallslega stöðuleika milli landa í sjávar-
útvegsmálum, sbr. Græna bók ESB.
Þá munu orku-og auðlindaráðherrar ESB-ríkja einnig verða
tíðir gestir á ríkisstjórnarfundum Samfylkingarinnar og hinna
ESB-sinnuðu Vinstri grænu, sem komu jú ESB-hraðlestinni af
stað. Falleg framtíðarsýn fyrir íslenzka þjóð, eða hitt þó heldur!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Ingi Cæsarsson, 21.7.2010 kl. 21:19
Já Jón Ingi. Farinn að hlakka mikið til ! Enda í ESB-trúboðinu!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.7.2010 kl. 21:42
Í guðs lifandi bænum Guðmundur farðu nú að draga í land með þetta bull þitt í sambandi við sjávarútveginn og að stórir flotar sæti færis á að koma hingað og stela auðlindinni frá okkur. Fyrst er nefnilega að skilja hvernig CFP kerfið virkar, fyrir hverja það er og af hverju það er eins og það er áður menn fara að fullyrða um að það muni bara síga á ógæfuhliðina fyrir okkur eftir inngöngu.
Alla vega er mjög langsótt að sjá það fyrir að útlendingar komi hér til að sölsa allt undir sig þegar þróunin hefur verið sú í mörg ár að íslenskar útgerðir hafi verið að kaupa allt það bitastæðasta bæði á Bretlandseyjum, Þýskalandi og víðar á undandörnum árum. Þá er eitt stærsta fisverkunarfyrirtæki á meginlandinu í eigu Íslendinga ásamt því að einn stærsti úthafsfloti Evrópu sem gerður út frá spánskri höfn skuli vera íslenskur.
Atli Hermannsson., 21.7.2010 kl. 23:35
Evrópska Sameiningin byggir á sinni menningararfleið [Þýsku, Pólsku, Rússnesku, Frönsku, Spænsku, Portúgölsku, Grísku, Austurrísku, Ungverjalands og Ítölsku sér í lagi] stéttskipt hvað varðar tekjur og málskilning og mun aldrei verða í grunni annað en hún hefur alltaf verið. Bandaríki Norður Ameríku byggja á grunni þeirra sem vilja að þegnar fæðist með höfuðstólin í plús og deyi með stærri höfuðstól. í EU verður þjóðhöfðingi aldrei dökkur á hörund.
Samkvæmt stjórnarskrá EU gildir það sem sagt eru um landbúnað og skógarhögg líka um sjávarútveg. M.ö.o. þetta er atvinnuvegir sem mynda kvótaskiptan grunn fullvinnslu samkeppninnar. Neytenda markaður í hverju meðlima ríki stjórnar því hvað mikið af hráefnum og 1.stigs vinnslu þeirra kemur í þess hlut. Síðan er samið um verkskiptingu. Spánverja fá mesta af tómata grunnframleiðslu, önnur ríki hætta sinn framleiðu til útflutning og takmarka framleiðslu [t.d. lífvæna Tómata] fyrir sinn uppa markað. Pólverjar kjúklinga. Ákveðið mun hafa verið að Finnskur Vodki sé ekki samkeppni vara og falli í grunnin þar er Brussel ákveður hámarksverð.
Skiljanlega er ekki en búið að birta mikið um sjávarútvega beint þar sem Ísland og Noregur eru ekki búinn að afsala sér því sem er umfram þeirra neytenda markað af hráefnum til Brussel.
Í ljósi þess hvað Þjóðverjar álíta Ísland duglegt til öflunar og frumvinnslu sjávarfangs reikna örugglega allir með að risa útgerð verði innan Íslenskra efnahagslögsögu á negam-lán fyrirgreiðslu í samræmi við meðmæli Seðlabanka Evrópsku Sameiningarinnar í framtíðinni.
Rifjum upp sem eigur rætur að rekja til meiriháttar menningar arfleiðar. Að verðlag er allt ódýrast í gunngeirunum [dýrast í stórborgum fullvinnslu og tækni] , Eyjaskeggja er barnalegir/elskulegir heima að sækja, Skógarhögg og Landbúnaður og Sjávarútvegur er ekki bjóðandi mönnum að vinna við. Enda hefur frá upphafi á meginlandi EU það liðið sem vinnur slíkt verið álitið heimskt, dónalegt og skítugt. Þess vegna var strax ákveðið um 1957 að vinna að því að kaupa út [frelsa] aðila í grunninum með sómasamlegum greiðslum til æviloka, ná þannig fram upp stærri framleiðslu einingum til hagræðingar og auðveldari stýringar. Til að tryggja hagnað fullvinnslanna í stórborgum.
Íslendingar hafa staðið sig vel síðan 1980 að ganga í augun á Umboðinu [Commission] í Brussel. EES var lengi í undirbúningi. Þegnar sumra þjóða tekur lengur að brjóta niður [temja] en annarra og þess vegna fær sérhver væntanlegur formlegu eða óformlegur [Franska Polinesia, Kanaríeyjar,... ] meðlimur sína sér meðferð af Umboðinu. Róm var ekki byggð á einum degi, þótt grunninn væri fullkominn frá byrjun, Evrópska Sameining veit að þetta getur tekið 100 ár frá 1957 að þroskast. Íslenskur hæfur mannauður lýtur markaðslögmálum og getur fengið vinnu í öllum Stórborgum EU, en restin skiptir engu máli frekar en íbúar Aberdeen. Svona horfum við í hæfum meirihluta Evrópsku Sameiningarinnar á stöðu Íslands. Pólverjar og Portugalir er mikið hærra skrifaðir í virðingar stiga EU en Íslendingar en frægð þeirra í ljósi sögunnar mikið meiri.
Íslendingar falli í kramið með ríkjum eins Lettlandi, Möltu, og Kýpur t.d. Sem kunna ekki að græða til langframa enda hafa þau lengst af búið við erlenda yfirstjórn og reynslan í efnahagsmálum í samræmi.
Hvað haldið að Letti sem sér hvað eru mörg klósett í Háskóla Íslands hugsi?
Júlíus Björnsson, 22.7.2010 kl. 01:19
Á nú að fara að gera það tortryggilegt þó menn hittist með þessum hætti og beri saman bækur sínar? Hefði þér liðið betur ef sömu menn hefðu hist á fundi, sem þó hefði ekki verið formlegur ríkisstjórnarfundur? Það er algengt að menn með gagnlegar upplýsingar og/eða gagnleg ráð séu fengnir til að mæta á ríkisstjórnarfundi. Af hverju á það að vera tortryggilegra ef um er að ræða ráðherra annars ríkis?
Sigurður M Grétarsson, 22.7.2010 kl. 16:59
Sigurður. Nú gengur þú GJÖRSAMLEGA FRAM AF MÉR! Að segja það EÐLILEGT að ERLENDIR ráðherrar sitji ríkisstjórnarfund á Íslandi er
GJÖRSAMLEGT ÚT Í HÖTT! Svo framanlega sem Ísland er fullvalda og
sjálfstætt ríki. Eftir ESB-innlimun verður það kannski aukaatriði, þar sem ríkisstjórn ESB færi þá með æðsta vald á Íslandi. En þetta bara sýnir
rasistahugmyndir ykkar sósíaldemókrata gagnvart íslenzkri þjóð.
Rasistaáróður, sem EKKI verður liðið hér Sigurður! Læt þessi ógeðfeldu
ummæli þín standa öðrum til vitnis........ En óska ekki eftir fleiri innleggjum
þínum hér. Svo GJÖRSAMLEGA fórstu yfir stríkið hér!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.7.2010 kl. 20:28
Sósíaldemókratar á Íslandi sjá nú að það mun ekki ganga að koma Íslandi inn í ESB án þess að afsala héðan öllu sem heitir stjórn fiskveiða, landbúnaðar eða orku. Þeir eru því að breyta um talsmáta. Hættir að tala um að Ísland þurfi að ná "hagstæðum" samningum. Það er nú aukaatriði. Hagstæðir samningar eru ekki til - Ísland gengur inn í ESB eða ekki, á sömu forsendum og Írar, Ítalir og Eistar.
Geir Ágústsson, 23.7.2010 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.