Stjórnleysið á Íslandi þarf að ljúka !


    Enn ríkir stjórnleysi á Íslandi eftir bankahrun og mestu
efnahagslegra misstaka Íslandssögunar. Nánast EKKERT
hefur breyst. Algjört stjórnleysi ríkir í stjórnarráðinu, og
enn er stjórnsýslan gjörspillt og skipuð vanhæfu fólki.
Eins og ótal dæmi sanna nú síðustu daga.

   Frumforsenda endurreisnarinnar er allsherjar uppstokkun
í stjórnmálum og stjórnsýslu. Hún hefur enn ekki farið fram
nema að mjög takmörkuðu leiti. Enda leið allt of skammur
tími frá hruni þar til kosið var. Besta dæmið um það er að
enn sitja ráðherrar í ríkisstjórn sem sátu í sjálfri hrunstjórn
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.  Og það sjáfur forsætis-
ráðherrann! Sem er auðvitað ALGJÖR SKANDALL! En skýrir
stjórn-og agaleysið í dag.

   Hinn andþjóðlegi sósíaldemókratismi og frjálshyggja er
höfuð pólitíska ástæða fyrir því  hvernig fór.  Öfgafull alþjóða-
hyggja þessara afla tók aldrei tillit til sérstöðu Íslands, og
allra síst til fámenni þjóðarinnar og þess smáa efnahagskerfis
sem hún býr við. (  Sbr.EES-mistökin.)   - Því  fór sem fór!

   Þegar upplausn ríkir á hægri kanti stjórnmála er voðinn vís.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem löngum var talinn kjölfestan  í ís-
lenzkum stjórnmálum, brást gjörsamlega hlutverki sínu með
hruninu mikla í okt 2008. - Of afleiðingin? Handónýt vinstri-
stjórn, Icesave-svikin og ESB-aðlögunarferli. Ekki verður beðið
eftir því hvenær sá flokkur endurheimti traust sitt á ný, enda
ímynd hans stórlöskuð. Eina vonin er því bundin við NÝTT borg-
arasinnað afl á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI.   Hvort það verður HÆGRI
GRÆNIR eða eitthvað annað, á eftir að koma í ljós. Aðstæður
í íslenzku þjóðlífi kalla hins vegar á skjóta niðurstöðu í þeim
efnum. Kosningar geta orðið hvenær sem er.

   En eitt er ljóst! STJÓRNLEYSIÐ  Á ÍSLANDI ÞARF AÐ LJÚKA!
Og það á ÞJÓÐLEGUM FORSENDUM! Nýtt afl til hægri!!!

   ÁFRAM ÍSLAND. EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!  
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Góð grein, er þér innilega sammála, stjórnleysið er algert og við þessar aðstæður er slíkt ómögulegt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2010 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband