Sósíalismi andskotans sem mara á atvinnulífið
3.9.2010 | 10:34
Að raungildi hefur landsframleiðslan dregist saman um 3.1%
frá 1 ásfjórðungi 2010 til 2 ársfjórðungs árið 2010. Og fyrstu 6
mánuðina 2010 hefur landsframleiðslan dregist saman um hvorki
meir né minna en 7.3% að raungildi borið saman við fyrstu 6
mánuði ársins 2009.
Er hægt að hugsa sér meiri áfellisdóm yfir stjórnarfarinu á
Íslandi en þetta? Og kemur ekki á óvart! Því sósíalismi and-
skotans er sem mara yfir öllu atvinnulífinu í landinu. Undir
helstjórn kommúnistanna í Vinstri grænum og kolbrengluðum
áherslum sósíaldemókrata í atvinnu- og þjóðfélagsmálum. Þar
sem allar stórframkæmdir sem fyrirhugaðar voru s.l ár hafa
verið svæfðar í dróma. Auk stóraukinnar ofurskattlagningu á
atvinnulíf og almenning. Þar sem orðið HAGVÖXTUR er bannorð!
Skrif kommúnistaleiðtogans dag eftir dag í Fréttablaðinu að
undanförnu um að botninum hafi verið náð í efnahagsmálum er
því algjör brandari. Og nú ætla kommúnistarnir í VG enn að
koma í veg fyrir 200 atvinnuskapandi störf með því að koma í
veg fyrir starfsemi ECA á Keflavíkurflugvelli. Sama hvað borið
er niður eða horft til. Sósíalismi andskotans er sem mara um
allt.
Til fjandans með þessa ÖMURLEGU vinstristjórn kommúnista
og krata! Og það STRAX!
ÁFRAM FRJÁLS ÍSLAND!
3,1% samdráttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Guðmundur, það er slæmt fyrir þetta óprúttna lið, samnefnara sósiallista andskotans sem er Samfó og Vg að hafa mistekist að skuldsetja Íslenska þjóð vegna Iceave, en líkast til tekst þeim það með sinni einbeitni að lokum.
Það er orðið dagljóst að þessu fólki er það lífs nauð að rústa því samfélagi sem hér er. Hversvegna veit ég ekki, en það er og ljóst að Því lélegra sem samfélagið er, því auðveldara er að fá eigendurna til að gefa það og flytja burt.
það er því ekki spurning hvort, heldur hvenær Íslensk þjóð ætlar að gefa þessum samnefnara Íslenskra landsgjafar manna, Jóhönnu Sigurðardóttur landið okkar fyrir eitthvað sem við höfum ekki en fengið að vita hvað er?Hrólfur Þ Hraundal, 3.9.2010 kl. 14:58
Já Hrólfur. Það er eins og Íslnd verði allt að ógæfu þessi misserin!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2010 kl. 15:51
Ísland er bananalýðveldi og stjórnað að misvitrum öpum í samanburði.
Í USA[BNA] er verðbólga miðuð við svokallaðan neytendaverðvísi: "Consumer Prize Index: CPI"
Fylgst er með verði neytenda körfu stöðugleika tekjuhóps: það eru um 80% launaþega í USA: sem hafa nánast fastar tekjur alla starfsævina.
Yfirmenn og viðskiptatengir, atvinnuleitandi og útgangsmenn eru ekki taldir með.
Hér hinsvegar notast við verðmæti heildar neyslu sem mætti þýða með "Consumption Index Number: CIN".
Allir ættu að geta skilið að ekki er hægt að setja CPI=CIN. Þótt slíkt hafi verið gert gagnvart útlendum aðilum hingað til.
Þegar tekjuskipting er þannig að 10% - 20% neytenda ráða yfir 50% af neyslunni þá kemur það þannig út að þeir í raun bera ábyrgð á svokölluðu Íslensku verðbólgustigi. Restin sem hefur skert val um neyslu gæði velur það nauðsynlegasta sem það telur vera ódýrast til að geta kannski veitt sér lúxus til tilbreytingar.
Hinsvegar munu þeir sem sem hafa fullt val líka vera þeir sem hagnast á verðbótaleiðréttingar vöxtum?
Þetta er líka hópur sem hampar fölsku [í alþjóðlegum samanburði] neytenda verðvístölunni sem sannarlegar skekkir réttláta verðtryggingu sem tekur mið af neysluráðstöfunarfé fjöldans.
Hinsvegar er ekki nóg að hér ríki ójafnaðar neysluvísitölumæling. Hér eru líka almennt stunduð negam lánsform til að auka alltof háa verðbóluvexti í öðru veldi á lánstímanum jafn vel þó hann sé lengri en til fimm ára og full veð eru til staðar á útgáfudegi. Það er sannarlega að of-verðtryggja miðað við neysluráðstöfunar tekjur hins almenna Íslendings. Slík lánsform eru víðast ólögleg þegar veð eru til staðar eða lánstími lengri en 5 ár. Eystrasaltalöndin [engin markaðshefð frekar en á Íslandi] munu hafa innleitt eitthvað hliðstætt og mun Svíar hafa talið sig komast í feitt til að byrja með.
Hversvegna Ísland og jafnvel Tyrkland og Mexico skera sig úr segir allt um grunnmenntum á sumum sviðum í þessum ríkum.
Ef grunnur eða botninn er ekki stöðugur eða úr bjargi þá fer sem fer.
Frjálsir greindir almennir Íslendingar eru betur settir í Ríkjum efnahagslegs stöðuleika og fyrir hvern slíkan sem fer skapast 5 störf og lægri þjóðar tekjur á haus í samræmi. Ríkur grunnur heldur upp langvarandi yfirbyggingu erlendis í ljósi reynslunnar.
Tyrkir verðtryggja ekki miðað við neyslukörfu fastlauna hópsins, þeir verðtryggja miðað við heildar launavísitölu. Komast aldrei inn í Evrópsku Samninguna sem skilgreinir sig á kirkjulegum grunni fyrst með tilliti til menningararfleiðar. Leggur síðan öll trúarbrögð og skoðana grúppur að jöfnu.
Júlíus Björnsson, 3.9.2010 kl. 20:59
Er ekki svolítið skrítið að bölva vinstri mönnum og kalla þá kommúnista í einu orðinu og heimta opinberar framkvæmdir í því næsta til bjargar mjög svo löskuðu atvinnuífi.
Afhverju tekur hið frjálsa atvinnulíf sig ekki til og skapar störf? Jú það er vegna þess að einkageirinn er skuldsettur upp í rjáfur og fær hvergi lán því traust á íslensku atvinnulífi er ekkert eftir hamfarir síðustu ára.
Menn skulu svo ekki gleyma að ríkissjóður og orkufyrirtækin eru svo gott sem gjaldþrota eftir langvarandi sukk og svínarí á árunum fyrir hrun.
Jón Ottesen (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.