Þurfum flokk ómengaðan af sósíaldemókratisma !
7.9.2010 | 00:07
Í DV í gær var greint frá tveim þekktum framsóknarmönnum
úr Skagafirði hjóla í Guðmund Steingrímsson þingmann Fram-
sóknarflokksins. Sökuðu hann um að grafa undan flokksforyst-
unni, ESB-þjónkun, en Guðmundur var áður yfirlýstur sósíal-
demókrati. Þetta leiðir hugann að því hversu sósíaldemókrat-
isminn hefur tekið sér bólfesti víðar en í hinum hefðbundna
krataflokki. Fyrir utan Guðmund eru a.m.k 2 þingmenn flokk-
sins sósíaldemókratar. Enda sterkur ESB-kjarni innan flokk-
sins.
Innan Sjálfstæðisflokksins hafa sósíaldemókratar löngum
haft veruleg ítök. Þannig var fyrrv. varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins sósíaldemókrati, enda átti mestan þátt í stjórnar-
myndun Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Og nú
er viðkomandi snýr aftur til þings í haust verða a.m.k 2
þingmenn flokksins sósíaldemókratar í hjarta sínu, enda
miklir ESB-sinnar.
Þannig eru flokkar á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála
sýktir af sósíaldemókrataískum viðhorfum. En það er einmitt
hugmyndarfræði sósíaldemókrata sem hefur vegna sinna
viðtæku andþjóðlegra áhrifa keyrt íslensku þjóðina í þrot í
dag. EES-samningurinn, hugarfóstur sósíaldemókrata, var
t.d upphafið af bankahruninu, enda samrýmist sá samningur
með allt fjórfrelsisrugl ESB alls ekki hinu örsmáa íslenzka
hagkerfi. Þess utan er sósíaldemókrataisminn byggður á
öfgafullri alþjóðahyggju sem skarast oftar en ekki mjög al-
varlega við þjóðlega hagsmuni. Ótal dæmi er hægt að nefna
í því sambandi, sbr. Icesave.
Þess vegar er virkilega orðin mikil þörf á heilsteyptum
borgaralegum flokki ómengaðan að hverskins sósíaldemó-
kratiskum viðhorfum. Flokk þjóðlegra gilda og viðhorfa með
hagsmuni ALMENNINGS á Íslandi í huga. Hvort vísir að slíkum
flokki sé að finna í hinum nýstofnaða flokki, HÆGRI GRÆNUM,
verður tíminn að leiða í ljós. En fyrir þá sem vilja smúla hin
óæskilegu sósíaldemókratisku viðhorf og áhrif burt úr ís-
lenzkum stjórnmálum, er vert að horfa í þá átt í dag og
kynna sér þann nýja stjórnmálaflokk.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.