Forsætisráðherra boðið á þjóðfund. Skandall !!!


   Meir að segja svokallaður þjóðfundur um Stjórnarskrá Íslands
byrjar með skandal. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er
boðin á fundinn. Þjóðfund sem stjórnmálamenn eiga alls ekki að
koma nálægt skv . reglum um hann. Samt er  forsætisráðherra
sérstaklega boðið. Eins og nærvera ráðherra gæti ekki haft áhrif
og sent ákveðin skilaboð til fundarmanna, sbr. fullveldisframsalið. 
Enda forsætisráðherra hálf hissa  og  segist  ekki vita hvort hún
mæti. 

   Það er eins og öllum málum sé klúðrað enda aulahátturinn í
stjórn landsins eftir því. Þjóðfundur og stjórnlagaþing breytir
ENGU  um  stjórnleysið  og aulaháttinn  í  stjórnkerfinu og  við
ríkisstjórnarborðið. ENGU!  Enda  hvort tveggja  meiriháttar 
vanhugsað og illa undirbúið eins og þessi skandall með  boð
forsætisráðherra sýnir.

   Það sem vantar eru KOSNINGAR. Svo þjóðin geti hreinsað
ærlega til í stjórnkerfi og í ríkisstjórn. Komið þjóðlegum öflum
að, svo að endurreisn Íslands geti hafist.  Svo einfalt er það!

   ÁFRAM ÍSLAND!
mbl.is Jóhanna fékk boð á þjóðfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas !

Skriðdýrs háttur; sumra landa okkar - auk auðmýktarinnar, fyrir hvítflibbum og blúndukerlingum, seinka fremur - en flýta, raunverulegri endurreisninni, hér á Fróni.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála félagi Óskar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2010 kl. 15:43

3 identicon

Hver er að segja að þetta hafi ekki verið tilviljun? Miðað við 5000 manns sem er boðið af 300.000 Íslendingum, þá eru rúmlega eitt prósent líkur á að henni sé boðið.

Miðað við að við séum með 12 ráðherra, þá eru alveg rúmar 14% líkur á að einhverjum þeirra sé boðið. Eða m.ö.o., það gæti alveg gerst.

danni (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skrítin tilviljun það danni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2010 kl. 16:07

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ekki síst þar sem ENGINN stjórnmálamaður má sitja fundinn..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2010 kl. 16:08

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Einmitt Guðmundur það má enginn stjórnmálamaður sitja þar. Því var það að gerð voru 5 úrtök upp á 1000 manns úr kjörskrá. Og því tekur varamaður sæti Jóhönnu og ef hann kemst ekki þá næst. Þessi úrtök voru unnin með tilviljunarkendu úrtaki úr kjörskrá og því geta svona hlutir gerst. Eins getur verið að sumir vilji ekki mæta og því eru 4 vara slembi úrtök til að hvert sæti verði fullskipað. Það er óþarfi að vera búa til eitthvað úr engu. Jóhanna getur ekki setið þarna.

Nánar upplýsingar um þjóðfundin er hér http://thjodfundur2010.is/

Og þar stendur:

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.9.2010 kl. 16:22

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hverjir fá að taka þátt í Þjóðfundinum 2010?

Gert er ráð fyrir að um 1000 gestir taki þátt í fundinum. Þeir eru valdir af handahófi úr þjóðskrá meðal þeirra sem búsettir eru hér á landi og verða á kjörskrá fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings (þ.e. 18 ára og eldri á kosningadaginn 27. nóvember 2010). Þess skal gætt, að í úrtakinu sé eðlilegt hlutfall búsetu manna á landinu öllu og sem jöfnust kynjaskipting.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.9.2010 kl. 16:23

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Íslenski hesturinn hefur fimm gangtegundir, en íslenska ríkisstjórnin aðeins þrjár: Seinagang, vandræðagang og aulagang...

Óskar Guðmundsson, 10.9.2010 kl. 17:05

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún ætti að sjá sóma sinn í að neita að mæta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2010 kl. 18:03

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er svo tortrygginn, ENDA MEÐ RÉTTU, að þetta með Jóhönnu hafi verið
fyrirfram planað, eins og allt kringum þetta stjórnlagaþing. ALLT PLANAÐ.
Allt SKANDALL og pólitískar SJÓNHVERFINGAR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2010 kl. 20:09

11 identicon

Helduru að þetta sé svo rosalega mikið samsæri?

Skúli (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 14:45

12 Smámynd: Elle_

 Það er eins og öllum málum sé klúðrað enda aulahátturinn í
stjórn landsins eftir því.

Guðmundur, þú sagðir það, orðrétt, og engu við það að bæta.  Það getur ekki staðist að Jóhanna Sig. megi mæta þarna og SKEMMA. 

Elle_, 12.9.2010 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband