Kosningar ef Alþingi blessar hrunstjórnina !


   Hrunstjórn  Sjálfstæðisflokks  og  Samfylkingarinnar  brást
algjörlega. - Þess  vegna  varð algjört  efnahagslegt  hrun  á 
Íslandi. Að gera einn ráðherra ábyrgan umfram annan  í  hrun-
stjórninni er afar ótrúverðugt og ósannfærandi. Því ALLIR báru
þeir meir og minna  pólitíska ábyrgð  á hruninu, sitjandi  ALLIR
við SAMA ríkisstjórnarborðið.  Þess vegna eiga ALLIR ráðherrar
hrunstjórnarinnar að fara fyrir Landsdóm. Þar og hvergi annars
staðar  fengist  ásættanleg  niðurstaða  um sekt  eða  sakleysi
þeirra, sem ÞJÓÐIN yrði ásátt með.   

   Nú bendir allt til þess að Alþingi klúðri þessu stórmáli, eins og
svo mörgum öðrum á undanförnum árum.  Þingmannanefndin
klúðraði málinu, með því að pikka út 3-4 ráðherra úr til ákæru,
í stað  þess  að  leggja til að ALLIR ráðherrar hrunstjórnarinnar
yrðu  ákærðir.  Ávísun  á  meiriháttar  pólitískan  skollaleik, sem
komið er á daginn. Þar fremst fer Sjálfstæðisflokkur og Samfylk-
ingin, sósíaldemókratarnir, EES-flokkarnir forðum, sem upphafinu
ollu.  

    Í framhaldi af klúðri Alþingis, sem allt bendir til að blessi hina
alræmdu hrunstjórn, alla eða að stórum hluta, ber að rjúfa þing
og efna til nýrra þingkosninga. HREINSA ALGJÖRLEGA TIL í þing-
sölum Alþingis. Bara burt með þetta handónýta og spillta lið sem
þar enn situr, og sem engan veginn virðist starfi sínu vaxið. Hvorki
í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Enda hefur ennþá ENGIN LIFANDI
SÁLA axlað ábyrgð á Hruninu mikla nær 2 árum eftir ósköpin. Sem
er ÓTRÚLEGUR  ÓTRÚLEGUR SKANDALL!  Og það á heimsvísu!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.......


 
mbl.is Trúnaðarskjöl í þremur möppum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttlætið tekur tíma eins og sagan kennir fyrst þarf að rannsaka glæpinn og setja hann í skotheldan lagalegan búnig og ákæra svo til að glæpamennirnir sleppi ekki eða verði sleppt ef ekki fynnast nægar sannanir. Þetta er kallað Réttarríki. Frekari upplýsingar FRANSKA SJÓRNARBYLLTINGINN. Ef það dugar þér ekki þá að auki sú RÚSSNESKA

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband