Þjóðhollir hægrisinnar geta ekki stutt Sjálfstæðisflokkinn lengur !


   Flokkur sem neitar að horfast í augu við hrikalegar misgjörðir
sínar, sem olli meiriháttar efnahagslegu hruni á Íslandi, verð-
skuldar hvorki traust eða stuðning. Og Því síður neiti hann að
þeir stjórnmálamenn sem mestu pólitísku ábyrgðina bera á því
að  Ísland fór nánast á hausinn, verði kallaðir fyrir Landsdóm.
Svo einfalt er það?

   Út fyrir tekur þó er formaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki
endurkomu Hrunstjórnarinnar með sósíaldemókrötunum í Sam-
fylkingunni. Sósíaldemókrötunum sem ginntu Sjálfstæðisflokkinn
á sínum tíma til að hella hinum stórgallaða EES-samningi yfir
þjóðina, samning, sem sniðinn er fyrir milljónar-þjóðir en ekki
fyrir örsmátt og einhæft hagkerfi eins og það íslenzka.

  Enn og aftur sannast hversu sósíalkratisminn grasserar innan
þessa Sjálfstæðisflokks. Nú undir forystu fyrrv. vara-formanns
flokksins og miklum ESB-sinna, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir.
Sem  þegar  er farin  að  hafa  ótrúleg áhrif  eins og þegar hún 
beitti  sér  fyrir  svokallaðri  Þingvallastjórn,  sem   endaði með
allsherjar efnahagslegri kollsteypu. Nú á sem sagt að fara  að
endurtaka leikinn. Ný Hrunstjórn, með sýknu hrunráðherranna
í farteskinu  með stefnuna á Brussel. SKANDALL!

  Ótrúlegt og óútskýranlegt þetta fyrirbæri Sjálfstæðisflokkur.
Upplausn, stjórnleysi, agaleysi og ótrúlegur aulaháttur hefur
einkennt hina pólitísku slóð hans undanfarin ár og misseri.
Meir að segja er aulaháttur hans í borgarstjórn Reykjavíkur
algjör. Já hvert sem litið er. -  Og uppi situr svo þjóðin  með
afdankaða  vinstristjórn afturhalds og andþjóðlegra viðhorfa.

  Það er því löngu kominn tími til allsherjar uppstokkunar á
hægri væng íslenzkra stjórnmála. Vettvangi þjóðhollra hægri-
manna. Hvort þar verði HÆGRI GRÆNIR eða einhverjir aðrir
sem þar eiga eftir að taka forystu á eftir að koma í ljós. En
eitt er ljóst. Stjórnleysið og upplausnin á Íslandi VERÐUR AÐ
LJÚKA! Og það gerist ekki nema með öflugum þjóðhollum
hægriflokki sem almenningur á Íslandi getur 100% treyst!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!  
 

   Tilvís. HÆGRI GRÆNIR á Facebook....
mbl.is Málshöfðun uppfyllir skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Guðmundur, ótrúlegt og óútskýranlegt þetta fyrirbæri Sjálfstæðisflokkur.  Og að hafa Bjarna Ben 50/50 mann í forsæti.  Hver getur verið í forsæti ef hann er ekki fastur fyrir?? 

Og Þorgerður er eitt stjórt joke.  Ætti ekki heldur að rannsaka hennar spillingu en hleypa henni í alþingi??  Ætti ekki að gá hvaða farartæki nákvæmlega voru skrifuð á ráðuneytið hennar fyrir EINKANOT??  Það eru heimildir fyrir að hjólhýsi hafi verið skrifað ranglega á ísl. ríkið og ÆTTI AÐ SKOÐA. 

Elle_, 26.9.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Elle. Bara það að hin ESB-sinnaða Þorgerður fékk að koma aftur heim með meiriháttar slitna skó segir allt um þennan Sjálfstæðisflokk.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.9.2010 kl. 01:36

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Susssusss, þið eruð kannski sifjuð ??

Guðmundur Júlíusson, 26.9.2010 kl. 01:57

4 Smámynd: Elle_

Nei, nei, við erum VEL vakandi, Guðmundur Júl.  Okkur líkar bara ekki óheilir og ótrúverðugir flokkar.

Elle_, 26.9.2010 kl. 02:51

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bjarni Ben er handónýtur formaður. Hans aðalsmerki er að þora ekki að taka á vandamálum innan eigin flokks og vinnur samkvæmt þeirri stefnu að styggja engann. Það er ekki hægt! Vandamálin þarf að leysa.

Styrkjakóngar verða að víkja og skiptir þar engu hvort þeir eru sekir að lögum eða ekki, þeir hafa ekki traust almennings. Á þessu þarf formaður flokksins að taka, sú fullyrðing hans að það sé ekki í hans valdi að dæma þetta fólk, heldur kjósenda, stenst ekki. Það er í hans valdi að vinna flokknum heilla!

ESB sinnar eru í minnihluta innan flokksins, þó það heyrist kannski meira í þeim en hinum. Flokkurinn hefur samþykkt tillögu um að aðlögunarferlinu skuli hætt. Formaðurinn á að sjá til þess að unnið sé að því, hann á einnig að sjá til þess að andstæðingar þeirrar tillögu geti ekki virt hana að vettugi og að sjálf sögðu á hann ekki að dufla um samstarf við þann flokk sem hefur þá einu stefnu að koma okkur undir ægivald ESB.

Eins og Elle segir, þá er Bjarni 50/50 maður. Slíkur maður getur ekki stjórnað Sjálfstæðisflokknum. Til þess þarf 100% mann, mann sem er tilbúinn að standa á stefnu flokksins, mann sem er tilbúinn að framkvæma samþykktir flokksins og síðast en ekki síst mann sem getur metið vandamálin innan flokksins og tekið á þeim.

Gunnar Heiðarsson, 26.9.2010 kl. 09:10

6 Smámynd: Elle_

Sjálfstæðisflokkurinn lýsti líka loksins fyrir skömmu yfir einarðri stefnu gegn Icesave loksins.  Og samt er enn og endalaust talað um að semja.  Mikið mark takandi á pólitíkusum.  Hinsvegar finnst mér ´flokksforingi´ og ´flokksforysta´ vera of valdsmannslegt fyrir stjórnmál. 

Elle_, 26.9.2010 kl. 17:06

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tel Gunnar að Sjálfstæðisflokkurinn sé komin með það laskaða ímynd að hann verður aldrei trúverðugt forystuafl á hægri-kantinum lengur. Enda
kom þjóðinni nánast á hausinn vegna yfirgengilegs aulaháttar, stjórn- og
agaleysis. N'YTT hægrisinnað afl á þjóðlegum grunni í þágu ALMENNINGS á
Íslandi, þarf því að koma til.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.9.2010 kl. 21:40

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Okkur vantar heilsteyptan þjóðhollan flokk Elle undir sterkri forystu til að
veita hinni íslenzku þjóð farsæla stjórnarhætti í hennar þágu! Stjórnleysið,
agaleysið og virðingarleysið  skóp upplausnina í dag og hrunið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.9.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband