Senditíkur ESB koma nú á færiböndum. Mótmælum 1 október!
27.9.2010 | 00:11
Senditíkur ESB koma nú á færiböndum, til að styðja við ESB-
trúboðið á Ísland. Einn þeirra er Joe Borg frá Möltu. Sem ESB-
trúboðið á Íslandi himintók. - Ekki síst þar sem Malta er eyja.
En sjávarútvegur Möltu er ekki stærri en svo að einn meðal-
stór togari gæti auðveldlega veitt allan ársafla Möltu og gott
betur. Samanburður allur er því út í hött. Enda mistókst þess-
ari senditík ESB gjörsamlega að blekkja þjóðina í Silfri Egiils í
gær. En Egill er sem kunnugt er hallur undir Brussel-valdið,
og misbeitir aðstöðu sinni á RÚV eins og fjölmargir ESB-trúboð-
ar þar, sem þarf að stöðva!
Þann 1 október n.k verður Alþingi sett á ný. Fjölmargir eru
nú að skipuleggja fjöldamótmæli við Alþingi við það tækifæri.
Þjóðin er búin að fá upp í kok af ráðaleysi ríkisstjórnarinnar,
stjórnleysi hennar og upplausn. Ekki síst af vítaverðri atlögu
hennar að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, sbr. ESB-aðlög-
unarferlið og Icesavesvikin. Þarna gefst því ÞJÓÐFRELSIS-
SINNUM einstækt tækifæri til að koma og mótmæla kröftug-
lega fyrir framan Alþingishúsið 1 október n.k. Það VERÐUR
með öllum ráðum að koma hinni handónýtu óþjóðhollu ríkis-
stjórn frá. Þó ekki væri nema fullveldisins og þjóðfrelsisins
vegna.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESANE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.