Fellur Alþingi á prófinu í dag ?


  Fellur Alþingi á prófinu í dag? Niðurstaða þess verða skýr
skilaboð vegna hrunsins mikla 2008. Sem á sér hvergi hlið-
stæður. Heilt þjóðfélag nánast hrundi efnahagslega. Verður
enginn sóttur til ábyrgðar, er hætta á siðferðislegu hruni.
Þjóðfélagslegri upplausn!

  Hrunstjórnin ÖLL hefði þurft að svara til saka fyrir Lands-
dómi. Og það fyrir margt löngu. Útrásarmafíuósarnir ættu
fyrir löngu að vera komnir fyrir lás og slá vegna stórfelldra
efnahagslegra glæpa sinna. HVORUGT HEFUR GERST! Erum
orðin að aðhlátursefni umheimsins. Fyrir hinn YFIRGENGI-
LEGA   A U L A H Á T T. Bæði fyrir og eftir hrun.

  Ef Alþingi  vísar  hinum fjórum  hrunráðherrum  EKKI  fyrir
Landsdóm í þessari umferð, bregst það skyldu sinni gagn-
vart þjóðinni. -  Það Alþingi  á  að  leysa  upp  þá þegar, til
að koma  í  veg  fyrir algjöra  upplausn  og þjóðfélagslegra
átaka. Í kjölfarið skulu  þingkosningar  fram  fara. Þar  sem
þjóðin gefst kostur  til  að  HREINSA  til  og stokka upp á ný. 
Fyrr verður Ísland ekki endurreist. Fyrr verður ekki sátt hjá
þjóðinni.

    Svo einfalt er það!


mbl.is Sakargiftir fá ekki staðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Allt útlit er fyrir að Alþingi kolfalli á siðferðisprófinu og kalli yfir landið skömm og geri þjóðina að aðhlátursefni erlendis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2010 kl. 14:32

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Því miður Axel. Flest virðist benda til þess!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.9.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband