Þörf á nýju hægriafli! HÆGRI GRÆNIR opna flokksskrifstofu.


   Upplausnin og óstjórnin í íslenzku samfélagi sýnir að nú er
mikil þörf á nýju sterku þjóðhollu hægriafli í íslenzkum stjórn-
málum. Sjálfstæðisflokkurinn  sem  ætíð hefur verið kjölfesta
borgaralegra  afla,  er  nú  stórlaskaður, eftir  að  hafa borið
ábyrgð á  einu versta  efnahagslegu  hruni  lýðveldisins. Allt
vegna ótrúlegrar óstjórnar og fyrirhyggjuleysis, og ekki síst
látlausrar eftirgefni  gagnvart vinstriöflunum, einkum sósíal-
demókrötum.-  Enda leynast  ÓTRÚLEGA margir sósíaldemó-
kratar í  Sjálfstæðisflokknum, hafa  ætíð gert  og  gera enn,
jafnvel innan þingflokksins.  Þetta gerir  Sjálfstæðisflokkinn
afar ótrúverðugan sem  þjóðholt  borgarasinnað fólk  getur
EKKI treyst og stutt, sbr. þátttaka  hans nú í skrípaleiknum
við stjórn  Reykjavikurborgar hafandi  þar oddvita sinn í stóli
forseta. 

    Því er gleðiefni að nýtt hægrisinnað afl á þjóðlegum grunni
hafi nú komið fram. HÆGRI GRÆNIR sem stofnaðir voru á sjálf-
an þjóðhátíðardag Íslendinga 17 júní s.l. Sem segir margt um
flokkinn. Enda flokksfélagar orðnir á annað þúsund, og fara nú
dag fjölgandi, sem er algjört met. Þá liggur ýtarleg stefnuskrá
fyrir sem fyrirhugað er að kynna þjóðinni á næstunni.  

   Í gær opnuðu HÆGRI GRÆNIR flokksskrifstofu sem er  til húsa
að Hafnarstræti 18 2 hæð í Reykjavík.  Þá  hefur  nýtt og endur-
bætt flokksmerki verið gert.  Ný vefsíða er í mótun  en á face-
book getur fólk kynnt sér flokkinn, stefnu hans, og gerst þar
flokksfélagar.

   Sjálfur  er  sá  er þetta  skrifar aðeins óbreyttur flokksmaður,
sem lengi hefur beðið eftir  slíkum flokki.  Ekki  síst  nú þegar
samfélag vort er í upplausn og stjórnleysi vinstriaflanna er  í
hæðstu hæðum, sem auk  þess  svífast  einskins í því  að gera
atlögu að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, og koma henni í
áratuga-icesave-þrælkun  útrásarmafíuósa  og   evrópskra
nýlenduvelda. Þá kallar almenningur á Íslandi einmitt  á  flokk
stjórnlyndis í þágu hagsmuna hins óbreytta Íslendings. Flokk
þjóðarinnar og lands hennar!  

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nýtt og endurbætt flokksmerki ? Hvernig er það ? Grænn Fálki ?

hilmar jónsson, 26.10.2010 kl. 00:28

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei aldeilis ekki Hilmar.  Í S L A N D  í forgrunninn!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.10.2010 kl. 00:32

3 Smámynd: Elle_

Verð nú að játa að Hilmar var drepfyndinn þarna með græna fálkann. 

Vona að ykkur vegnist vel, Guðmundur, og megið þið ná öllum stuðningi burt frá núverandi stjórnarmafíu í það minnsta. 

Elle_, 26.10.2010 kl. 00:41

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Danke Elle. Nú vantar virkilega nýtt ferskt blóð í íslenzkt samfélag og
íslenzk stjórnmál.  HÆGRI GRÆNIR virðast geta orðið slíkir fersekir vindar
með kjörorð sitt. ,,ÁFRAM ÍSLAND"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.10.2010 kl. 00:47

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var að skoða facebook síðu Hægri græna. Er ekki alveg að ná þessu hjá ykkur. Hvernig má það vera að þið ætlið að lækka alla skatta og hækka skattfrelsismörk upp í 250 þúsund á næstu  4 árum en um leið að hækka allar bætur. Sýnist að þið ætlið að hafa alla skatta 19%

4. HægriGrænir vilja laga öll almenn rekstrarskilyrði fyrirtækja. Flatan 19% virðisaukaskatt, flatan 19% tekjuskatt og flatan 19 fjármagnstekjuskatt -“19.19.19” ásamt lækkun og afnámi ósanngjarnra skatta. Virðisaukaskattur á mat 7%. Lækka tryggingargjöld fyrirtækja strax í 6%. Taka upp „fjármagnsfærsluskatt“ (TobinTax) og skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í staðinn fyrir útgreiðslur. Taka af verðtryggingu í skrefum, svo hún verði horfin á 4 árum. Afnema almenn gjaldeyrishöft, nema hvað snertir jöklabréfaeigendur og lífeyrissjóði . Festa gengi krónunnar við körfu mikilvægustu viðskipta gjaldmiðla landsins. Lækka stýrivexti niður í 1%. Endurskoða aðkomu AGS að efnahagsmálum íslendinga. Stórauka framkvæmdir í landinu strax og styðja við alla íslenska framleiðslu. Vindorka ætti einnig að vera kostur í stöðunni. Skapa hagstætt skattaumhverfi fyrir íslensk og erlend hátæknifyrirtæki.

Þið hljótið að átta ykkur á að skattfrelsi upp að 250 þúsundum þýðir að skatttekjur ríkisins minnka um helming. Og hvaðn eiga þá peningar að koma til að:

2. HægriGrænir ætla að Skera upp herör gegn fátækt og örbirgð. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, 25. grein, segir m.a.: „Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert

Þið hljótið að vita að meðallaun eru um 300 þúsund rúm þannig að megnið af öllum launum hér væru skattfrjás.  Og ríkið skuldar óvart á annað þúsund milljarða hvaðn eiga þá að koma peninga til að greiða þau lán niður. Og sér í lagi nú næstu ár áður en allt sem þið ætlið að gera fyrir atvinnulífið fer að skila sér.

Og þið hljótið að þurfa að skýra þetta betur. Eru þið með þessu hér fyrir neðan að halda því fram að með því að fækka nefndum spari ríkið 40% af útgjöldum í heild?

5. HægriGrænir vilja sameina ríkisstofnanir. Leggja niður nefndir sem eru óþarfar. Samkvæmt opinberum tölum má spara um 40% útgjalda á þessu.

Þið hljótið að gera ykkur grein fyrir því að þetta er bara bull. Sameining stofnana og óþarfar nefndir geta aldrei sparað ríkinu 40%. Og eins er furðulegt hvað þið haldið að við græðum á því að innskatta allar lífeyrisgreiðslur. Þið hljótið að átta ykkur á að þar með yrði í framtíðinni alveg ógrulegt tekjutap ríkiskins þegar að stór hluti þjóðarinnar væri að nota fjármagn skattfrjálst af því að við værum búin að eyða því núna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2010 kl. 01:20

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þess virði að skoða.

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2010 kl. 02:58

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þessa skattahugmyndir myndu koma mun betur út fyrir almenning
í landinu. Auk þess sem Hægri grænir leggja höfuðáherslu á að koma framleiðslu allri á fullt á ný, einmitt með skattalækkunum, sem þið vinstrimenn hafa aldrei skilið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.10.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband