Formaður Hægri Grænna hvetur til mómæla! GOTT MÁL!


   Formaður Hægri Grænna hefur lýst yfir stuðningi við mótmæli við
Alþingishúsið næstkomandi fimmtudag. Og hvetur sem flesta til að
mæta og mótmæla kröftuglega. Þarna skera Hægri Grænir sig úr á
hægri kanti íslenzkra stjórnmála. Hvetja til aðgerða og mótmæla
gegn stjórnvöldum, og taka þannig skýra afstöðu með almenningi
á Íslandi. Gegn þeim sem gjörsamlega hafa brugðist í hagsmuna-
gæslu fyrir almenning, því ekkert hefur verið gert í skuldavanda
heimilinna  og  í atvinnumálum. - Og meðan þúsundir Íslendinga
eiga ekki fyrir mat, vogar  ríkisstjórnin sér að ögra þessu  sama
fólki með því að ausa á annan tug milljarða í erlend gæluverkefni,
s.s ölmusasjóði ESB, óskilvirka þróunaraðstoð, ESB-rugl, og telur
sig þar að auki eiga hundruð milljarða til að skuldbinda almenning
í Icesave-skuldir sem íslenzkri þjóð er algjörlega óviðkomandi.

  Já. Hægri Grænir virðast hinn sanni hægriflokkur, sem tekur skýra
afstöðu MEÐ þjóð sinni og hagsmunum almennings. Því meðan for-
maður Hægri Grænna  skorar  á  flokksmenn  sína  til  aðgerða og
kröfugra  mótmæla  gegn hinni  handónýtri  vinstristjórn,  heyrist
ekkert slíkt ákall  frá forystu Sjálfstæðisflokksins. Enda sá flokkur
stórlaskaður eftir að bera fulla pólitíska ábyrgð á einu mesta efna-
hagslegu hruni á lýðveldistímanum, í samvinnu með sósíaldemó-
krötum. En sósíaldemókrataismi hefur löngum grasserað innan
Sjálfstæðisflokksins, einnig þingflokks hans enn í dag, sem hefur
ætið gert Sjálfstæðisflokkinn mjög ótrúverðugan sem eitthvað
hægrisinnað afl í íslenzkum stjórnmálum.

    Það hefur ætíð sýnt sig gegnum söguna að sannir þjóðhollir
hægriflokkar bera hag þjóðar sinnar og almennings, sérstaklega
þeirra sem minnst mega sín, fyrst og fremst fyrir brjósti. Sérstak-
lega þegar kemur að því að ausa ótakmörkum fjármunum í alls-
konar erlend óþurftarverkefni, meðan þörf almennings er brýnust
innanlands, eins og nú á Íslandi. Þá standa þjóðhollir hægrimenn
vörð um þjóð sína og hagsmuni almennings.

    ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN. EKKERT ICESAVE né AGS!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Friðsöm mótmæli; hafa enga þýðingu lengur. Miklu fremur; vopnuð barátta, í anda bræðra minna, Rússnesku Hvítliðanna, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 02:08

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óskar hvítliðar voru konungssinnar og ekki beint hægt að setja að þeir hafi skilað árangri til lengri tíma. Og þetta nafn er ferkar notað um þá sem eru að berja á mótmælendum.  Af wikipedia.

Hvítliðar er niðrandi orð notað um þá sem aðstoða lögreglu í átökum við róttæka hópa eða taka sig sjálfir til og berja á þeim sem mótmæla. Einnig er talað um að hvítliðar reyna að koma óorði á mótmælendur með því að ganga í raðir þeirra og vinna illvirki. Orðið hvítliði er einnig notað í niðrandi merkingu um hægrimann almennt. Orðið er notað vegna hliðstæðu við „Hvíta herinn“ sem barðist gegn bolsévikum í Rússnesku borgarastyrjöldinni 1917-1923. „Hvítur“ í þeirri merkingu var hefðbundinn litur konungssinna í Evrópu og myndaði auk þess andstæðu við „rauður“, þ.e. Rauða herinn sem bolsévikar skipulögðu.

Í Nóvu-deilunni árið 1933 mættu „hvítliðar“ til að hindra mótmælendur á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir strengdu kaðall sín á milli og reyndu ryðja bryggjuna og lá við slysum. [1

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.10.2010 kl. 13:19

3 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Magnús Helgi; minn ágæti nafni !

Rétt; mælir þú. Vitaskuld; voru/ og eru, Hvítliðar Konungssinnar, það er,, fylgjandi alvöru Konungs veldum - ekki, þessum gerfi- fyrirbærum, eins og við þekkjum, í Bretlandi og á Norðurlöndunum, til dæmis.

Það má; á alla vegu, túlka viðhorf Hvítliða, til mótmæla - með; eða þá á móti, í hverju tilvika fyrir sig, svo sem, Kópavogsbúi góður.

En; seinni tíma túlkanir ýmissa, á hinum raunverulega tilgangi, hinna mætu bræðra minna, Hvítliða, eru svo sem aukaatriði, útaf fyrir sig, Magnús minn.

En; þakka þér samt; innlegg þitt, hjá þeim vísa dreng, Guðmundi Jónasi, öngvu að síður.

Með byltingarkveðjum; góðum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 14:53

4 identicon

Sæll Guðmundur.

Við erum sammála um það að Sjálfstæðisflokkurinn er handónýtur. Eg mun fylgjast með málflutningi Hægri-Grænna á næstunni. Kær kveðja.

Smári (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 22:05

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Danke Smári og Óskar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband