Alþingi taki af skarið strax varandi áróður og íhlutun ESB!
1.11.2010 | 00:15
Evrópusambandið hefur boðað gróflega íhlutun í íslenzk
innanríkismál á næstunni. Sendiráð þess sem senn verður
opnað mun sjá um botnlausan áróður ríkjasambandsins
fyrir innlimun Íslands í það. En skv. íslenzkum lögum er lagt
blátt bann við mörgu slíku.
Að meginstofni eru lög þessi byggð á lögum er tóku gildi
6 júní 1978. Þar skv. l. gr. er erlendum sendiráðum á íslandi
óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu. 2.gr. Lög
þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo
og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum,
beint eða óbeint, þ.á.m. blaða, og einnig til blaða og tímarita,
sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagssamtaka.
3.gr. Bann það, sem felst í 1.gr. þessara laga, nær til hvers
konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ.á.m til greiðslu
launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga. 4.gr. Er-
lendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða
einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru
búsettir hér á landi eða ekki".
Ljóst er af þessu að áætlanir ESB um stórfeldan áróður sinn
í íslenzkum fjölmiðlum og víðar brýtur íslenzk lög. - Auk þess
brýtur slík grófleg afskipti erlends ríkis af íslenzkum innanríkis-
málum mörg önnur lög, sem ESB-andstæðingar á Alþingi þurfa
hið snarasta að fara yfir, og betrumbæta gerist þess þörf. Og
stórherða öll viðurlög við slíku.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.