Sósíaldemókratarnir í Sjalfstæðisflokknum fá tilboð!
6.11.2010 | 00:20
Löngum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið hallur undir sósíal-
demókrataísk viðhorf. Enda oftar en ekki átt mjög gott samstarf
með þeim, síðast í Hrunstjórninni sálugu, og nú með óbeinum
hætti í borgarstjórn Reykjavíkur, með því að verma þar stól for-
seta borgarstjórnar. Það kemur því ekki á óvart að Björgvin G.
Sigurðsson fyrrum ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar,
skuli í nýútkominni bók sinni hvetja til að nýtt sameiginlegt afl
komi fram á grundvelli ,,frjálslyndra" sósíaldemókrataískra við-
horfa, þar sem m.a HLUTI Sjálfstæðisflokksins verði þátttakandi.
Auk Framsóknar að sjálfsögðu og hluta Vinstri grænna auk Sam-
fylkingar sem þarf ekki að nefna.
Þarna enn einu sinni bitist sósíaldemókrataisminn í Sjálfstæðis-
flokknum. - Og það svo að orðin er nú til opinber eftirspurn eftir
sósíaldemókratiskum KJARNA hans sbr.ákall Björgvins. Sem segir
að Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur ALDREI verið brjóstvörn fyrir
borgaraleg hægrisinnuð viðhorf og gildi á þjóðlegum grunni í ís-
lenzkum stjórnmálum. Enda oftar en ekki tilbúinn að vinna mjög
til vinstri, og því algjört rekhald í allri stefnufestu og viðnámi
gegn vinstrisinnuðum öflum. Enda fór sem fór! Eitt mesta efna-
hagslegt hrun Íslandssögunar gerðist á vakt þessa sósíaldemó-
kratasinnaða Sjálfstæðisflokks. - Og uppi situr svo þjóðin með
algjörlega afdankaða handónýta og andþjóðlega vinstristjórn í
úlfakreppu og stjórnleysi. Þökk sé Sjálfstæðisflokknum, eða hitt
þó heldur!
Ljósið í myrkrinu er að nú örlar á nýju alvöru hægrisinnuðu
stjórnmálaafli í íslenzkum stjórnmálum. Kominn tími til!!!!
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
úff, það þarf bókstaflega að taka allar vitleysur upp frá Svíunum, og helst þegar að Svíarnir eru búnir að fá sig fullsadda af þeim
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.11.2010 kl. 11:07
Sjálfstæðisflokkurinn er lengi búinn að vera miðjuflokkur, sem gjarnan hefur dregið fylgi bæði frá framsókn og krötum. Það er rétt hjá Guðrúnu, að við höfum verið einstaklega blind á allt sænskt.Svíar eru jafnvel búnir að losa sig við margar vitleysur, sem Sossarnir voru búnir að koma á margt fyrir löngu !
Kv.,KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 8.11.2010 kl. 13:34
Nei er Björgvin G ekki að tala um frjálslyndan demókrataflokk frekar en sósíaldemókrataflokk? Minnir það einhvern veginn. Gæti samt verið rugl hjá mér
Skúli (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.