Komum í veg fyrir meirihluta ESB-sinna á stjórnlagaþingið !


   Eitt af MEGIN NIÐURSTÖÐU þjóðfundarins um daginn var
að TRYGGJA FULLVELDI OG SJÁLFSTÆÐI Íslands. Þvert á óskir
Jóhönnu Sig ,,forsætisráðherra" og annarra ESB-sinna.  En
AÐAL hlutverk stjórnlagaþingsins er í þeirra augum að  út-
þynna svo fullveldisákvæði núverandi stjórnarskrár að inn-
limun Íslands í ESB með allar sínar dýrmætu auðlindir geti
farið fram. Já, ÞVERT á niðurstöðu þjóðfundar, sem ályktaði
líka  að  auðlindir  Íslands  skyldu  þjóðareign, sem yrðu það
ALDREI gengi Ísland í ESB og undirgengist Lissabon-sáttmála
þess.

  Þetta er veruleikinn. Um þetta verður tekist og kosið  um
í komandi kosningum til stjórnlagaþings. Því er afar mikilvægt
að ALLIR fullveldis- og þjóðfrelsissinnar grandskoði  hvern
frambjóðenda áður en honum er greitt atkvæði. Til að auð-
velda þjóðfrelsissinnum valið hefur Heimssýn boðað lista um
ESB-andstæðinga  meðal frambjóðenda, og er það vel!

  Fyrst kosning til stjórnlagaþings er orðin að veruleika VERÐA
ALLIR ÞJÓÐFRELSIS-og FULLVELDISSINNAR að mæta og úthýsa
landssöluliði Jóhönnu og co frá því. Alla vega gera það algjör-
lega áhrifalaust, og STYRKJA ENN FREKAR FULLVELDISÁKVÆÐI
stjórnarskrárinnar, eins og þjóðfundur ályktaði Í RAUN UM!
Allt annað eru STÓRSVIK VIÐ ÞJÓÐINA!

   ÁFRAM ÍSLAND UTAN ESB! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Orð í tíma töluð Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.11.2010 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband