Enn eitt rothöggið á evrusinna ! Og ESB sinna!
15.11.2010 | 00:32
Portúgal gæti þurft að yfirgefa evrusvæðið að mati
utanríkisráðherra Portúgals. Enn eitt rothöggið á mál-
flutning evrusinna. Enda evran ósjálfbær frá upphafi.
Einfaldlega vegna þess að að hið mikla ójafnvægi milli
efnahagskerfanna sem mynda myntsvæðið var það
mikið og stækkar sífellt, ekki síst á krepputímum. Ein
mynt, eitt gengi og eitt vaxtastíg fyrir hin GJÖRÓLÍKU
hagkerfi stór og smá gat aldrei gengið upp. Sem komið
er nú á daginn með yfirlýsingu utanríkisráðherra Portú-
gals. - En þá er líka helsta hálmstrá ESB sinna á Íslandi
dautt. Og þar með aðildarumsóknin!
Nú eru sífellt fleiri farnir að horfa til kosta þess að hafa
eigin mynt. - Fall krónunar var vegna yfirgengilegrar
óstjórnar í efnahagsmálum. Sem má rekja til hins stór-
gallaða EES-samnings, er loks leiddi til bankahruns. Af-
kvæmis óraunhæfra viðhorfa sósíaldemókrata og nýfrjáls-
hyggjusjónarmiða er tóku EKKERT tillit til hins íslenzka
ör-hagkerfis og fámenni þjóðarinnar og sérstöðu hennar.
Lærdómurinn er hins vegar skýr og klár í dag. GJÖRBREYTT
HAGSTJÓRN á grundvelli ÞJÓÐLEGRAR ÍHALDSSEMI !!
Eyða ALDREI um efni fram, og sníða okkur STAKK eftir
VEXTI hverju sinni. Gera TVÍHLIÐA viðskiptasamninga
við ríki og ríkjabandalög á ÍSLENZKUM FORSENDUM, en
ALLS EKKI fjölþjóðlegan RUGL SAMNING sbr EES -sam-
ningurinn. Svo EINFALLT er þetta og AUGLJÓST! . Þarf
ekki heilabilaðan hálfvita til að sjá og skilja þetta!
Hreinsum því til í íslenzkum stjórnmálum í dag! Komum
aula-hálfvitunum frá völdum! Förum að stjórna Íslandi í
þágu ÍSLENZKRA HAGSMUNA og ALMENNINGS á Íslandi.
Kjósum ÞJÓÐLEGT STJÓRNLYNDI! En ekki alþjóðasinnað
stjórnleysi fjórflokksins!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Segir Portúgali hugsanlega þurfa að yfirgefa evrusvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Facebook
Athugasemdir
Evran hefur svínvirkað í þessari kreppu. Ef hún væri jafnléleg og íslenska krónan þá hefðu laun verið lækkuð um 50% í Grikklandi en þar standa laun í stað annað en hér. Atvinnuleysi hefur varla haggast upp á við í kreppunni á meðan atvinnuleysi á Íslandi og USA hefur rokið upp um mörg hundruð prósent. Núna er atvinnuleysi orðið meira í USA en á evrusvæðinu. Hvar eru núna spekingarnir sem sögðu að kreppur þyrftu evruríkin að taka með auknu atvinnuleysi á meðan þjóðir utan evrusvæðisins tækju ekkert aukið atvinnuleysi á sig, aðeins launalækkanir. Engar launalækkanir og nánast ekkert aukið atvinnuleysi í ESB í mestu heimskreppu síðan fyrir stríð.
Ekki nóg með að íslenskar fjölskyldur hafi tekið á sig margra tuga prósent launalækkun heldur hafa margar séð tugum milljóna slengt á lánin sín. Heilli þjóðarframleiðslu af skuldum var síðan slengt ofan á ríkissjóð á meðan ríkin á evrusvæðinu eru varla að bæta neina á ríkið. Kreppan á Íslandi hefur kostað hina meðal fjölskyldu margar milljónir á meðan kreppan á evrusvæðinu hefur ekki kostað fjölskyldur þar eitt né neitt ef frá er skilið sömu skattahækkanir og niðurskurð sem við göngum í gegn.
Varðandi tvíhliða samninga, þú ert greinilega ekkert alltof of vel að þér í alþjóðapólitík. Við erum smáríki, þar af leiðandi eru tvíhliða samningar(og almenn viðskipti) aldrei á okkar forsendum. Heldur þú að viðskiptasamningar Sviss við USA og ESB sé á Svissneskum forsendum. USA getur sagt, heyrðu komdu með þessa og þessa og menn annars fer illa fyrir þér eins og þeir gerðu núna fyrir einu ári síðan(varðandi bankaleynd). Meira segja þjóðir eins og Líbýa hafa sett viðskiptabann á Sviss vegna þess að þeir handtóku son Ghaddafi eftir að hann hakkabuffaða þernu í Sviss. Ef USA vill setja viðskiptabann á Ísland vegna hvalveiða eins og þeir voru einhvern tímann að gæla við, þá er bara eitt sem stoppar þá, EES samningurinn, þar sem viðskiptabann á okkur þýðir viðskiptabann á ESB, langstærsta útflutningsmarkað í heiminum.
Látum ekki Heimsýnarhjörðina plata okkur.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 02:18
Nú eru sífellt fleiri ríkisstjórnir farnir að horfa til kosta þess að hafa
eigin mynt. Kosta eins og að geta velt öllum vandamálum yfir á almenning. Þegar stjórnvöld geta ekki hækkað lánin, hækkað vextina og lækkað laun með gengisfellingu þurfa stjórnmálamenn virkilega að fara að vinna. Þegar þeir geta ekki með einu pennastriki gert stóran hluta þjóðarinnar gjaldþrota og hirt bæði eignir og afrakstur áratuga vinnu landsmanna til að "bjarga efnahagnum". Þá er þetta orðin vinna. þá er kominn tími, að þeirra dómi, til að fá gjaldmiðil sem þeir geta stjórnað. Það bara gerir líf þeirra svo miklu þægilegra.
Íslenska krónan hefur verið blessun stjórnvalda og böl almennings í áratugi. Hefðum við haft evruna við hrun hefði kaupmáttur haldist, vextir ekki hækkað. Og gengis og vísitölutryggð lán væru ekki til. Stjórnvöld hefðu þurft að fara að vinna fyrir kaupinu sínu. Við hefðum ekki losnað við hagræðingu og niðurskurð hjá ríkinu. Og skattahækkanirnar hefðum við fengið. En almenningur hefði verið mikið betur staddur en hann er núna.
sigkja (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 02:44
Jón Gunnar, öfugmælin hjá þér eru ótrúleg. Þú talar um að evran standi sig vel í kreppunni. Jafnvel í Þýskalandi, vöggu evrunar, er hún til trafala, hvað þá í jaðarlöndunum. Það þarf ekki annað enn smá skynsemi til að sjá þetta.
Þú segir að atvinnuleysi hafi ekki aukist í evrulöndunum í kreppunni. Ekki veit ég hvaða fjölmiðla þú leitar frétt í, en bendi þér á að á Írlandi hefur atvinnuleysið meir en tvöfaldast, síðan er hægt að nefna Grikkland, Spán, Portúgal og svo mætti lengi telja.
Þú talar um að smáríki hafi lítið um tvíhliða alþjóðasamninga að segja. Það er rétt að í eðli sínu eru stærri ríki alltaf í betri stöðu í samningagerð, en innan ESB munum við ekki hafa neytt um okkar mál að segja. Sem sjálfstæð þjóð er þó alltaf möguleiki.
Að lokum talar þú um að EES samningurinn verji okkur fyrir hvalveiðum! Bull og vitleysa! Þeir sem helst eru mótfallnir þessum veiðum eru ýmsar þjóðir ESB og EES. Það er reyndar forsenda fyrir inngöngu í ESB að þessum veiðum verði hætt!!
Það er hægt að bulla um hvað sem er, en staðreyndirnar tala sínu máli, sama hvað þið snúið sannleikanum oft á hvolf!!
Gunnar Heiðarsson, 15.11.2010 kl. 08:07
Jón Gunnar sagði:
"Ekki nóg með að íslenskar fjölskyldur hafi tekið á sig margra tuga prósent launalækkun heldur hafa margar séð tugum milljóna slengt á lánin sín"
Þetta hefur í raun ekkert með íslensku krónuna að gera - þetta er beinlínis afleiðing verðtryggingarinnar sem er ein helsta ástæða þess að gengi íslensku krónunnar leitar sjaldan í jafnvægi. Fjármálastofnanir hafa beinlínis grætt á því að krónan hafi sigið og þess vegna stuðlað að því.
Gulli (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 08:21
Þetta var náttúrulega svolítið skondið feedback Gunnar Heiðarsson. Þú talar í sama kommenti um að bulla um hvað sem er en segir líka: "Jafnvel í Þýskalandi, vöggu evrunar, er hún til trafala, hvað þá í jaðarlöndunum. Það þarf ekki annað enn smá skynsemi til að sjá þetta." Þetta er nánast skilgreiningin að bulla um hvað sem er. Viltu þá ekki sýna skynsemi þína og nefna einhver dæmi?
Þegar ég sagði að atvinnuleysi hefði varla haggast upp á við þá var ég reyndar að tala um Grikkland og þegar ég talaði um Evrusvæðið neðar þá sagði ég nánast ekkert aukið atvinnuleysi í evrusvæðinu, en ekki að það hefði ekkert aukist eins og þú last það. En ókei, fyrst þú vilt tala um evrusvæðið, þá getum við líka gert það.
Út af því að þú drapst á "skynsemi" hvað varðar Þýskaland, þá hefur atvinnuleysi farið MINNKANDI í kreppunni eins ótrúlega og það hljómar, en þeir eru djöfulli seigir þjóðverjarnir. Það var 9,8% árið 2005, 7,4% 2008 og 7,3% á þessu ári. Þessar tölur eru frá því Mars á þessu ári og eru komnar frá Eurostat.
Sömu tölur fyrir Grikkland eru þær 9,9%-7,8%-10,2%.
Sömu tölur fyrir ESB eru 8,9%-6,7%, 9,6% og fyrir Bandaríkin var það 5,1%-5,1%-9,7%.
Frakkar og Ítalir hafa bætt litlu á sig. En sumar evruþjóðir eins og þú nefndir hafa aukið mikið við sig eins og Írland og Spánn en verst hafa þó Baltnesku löndin(utan evrunnar en þó í ERM eins og danir) farið út úr aukningu á atvinnuleysi í kreppunni, meira en 200% aukið atvinnuleysi sem er þó minna en við höfum aukið við okkur(íslenskt atvinnuleysi var þó mjög lítið við kreppu svo við höfum töluvert minna atvinnuleysi en baltnesku löndin.) Á móti kemur að í löndum eins og Póllandi þá hefur atvinnuleysi hrunið niður. 2005 var atvinnuleysi í Póllandi yfir 18%, 2010 var það komið niður í 9%.
Hvað ertu síðan að tala um hérna, EES verji okkur fyrir hvalveiðum!!!!! Ég sagði að það sem myndi koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn myndu beita viðskiptabanni á okkur væri EES samningurinn. Þar meina ég til dæmis þegar embættismaður nokkur frá USA sagði að Bandaríkin væru í fullum rétti til að setja á okkur slíkt bann vegna hvalveiða, þetta var meðan Valgerður Sverrisdóttir var utanríkisráðherra. Hinn alþekkti þjóðarrembingur íslendinga mætti sín lítils í slíku viðskiptastríði, en já EES samningurinn verndar okkur gegn slíku.
En fyrst þú talaðir um Þýskaland. Var evran svo slæm að hún rak sumar fjölskyldur þar í landi í erlend lán sem nú horfa upp á lán sína hækka um tugi milljóna á tveim árum, og hinar fjölskyldurnar sem tóku innlend lán, hafa þau borgað samviskusamlega í 15 ár af lánunum og séð höfuðstólinn hækka með hverju árinu? Nei. Var nánast heilli þjóðarframleiðslu skellt á þýska ríkið í kreppunni. Nei. Jókst atvinnuleysi um mörg hundruð prósent? Nei. Hafa Þjóðverjar þurft að taka 50% launalækkun? Nei. Eru Þjóðverjar með eitthvað nálægt því stórt fjárlagagat sem þeir þurfa að brúa með skattahækkunum og niðurskurði? Nei.
STAÐREYNDIRNAR tala sínu máli. Þessi kreppa hefur kostað íslenskar fjölskyldur 5 falt meiri upphæðir heldur fjölskyldur í nokkru öðru evrópuríki. Það þarf alveg hreinræktað fífl, sem nógir eru til hérna á moggablogginu, til að lofsama íslensku krónuna gagnvart evru. Evran er að svínvirka.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 09:39
Gulli.
Jú þetta hefur allt með íslensku krónuna að gera, ekki með verðtrygginguna eins og þú segir. Menn tala oft um verðtrygginguna eins og hún sé einhver óþarfa fjandi sem menn eigi bara að losa sig við og þá væri allt í fína lagi með lán hjá fólki. Verðtryggingin stuðlar reyndar að mínu mati að lægri lánakostnaði fyrir neytendur. Ekki svo að skilja að vilji halda í hana, ég vil endilega fá hana burt, en aðallega svo að fólk sjái svart á hvítu hvað það er að kosta okkar að halda í þessa fjandans krónu.
Nú skulum við taka dæmi og fjarlægja verðtrygginguna.
Þú labbar í bankann og segir, ég vill fá lán fyrir íbúð. Það er enginn verðtrygging svo bankinn reiknar. Ókei. Þetta er 30 ára lán. Það hefur verið svona og svona mikil verðbólga seinustu 30 ár og spár gera ráð fyrir svipaðari verðbólgu næstu 30 árin, sem dæmi skulum við segja að meðaltali 8% verðbólga er áætlunin. Svo þarf bankinn auðvitað sína ávöxtun, segjum 4% vexti, en svo, eins og alltaf með fjármagnseigendur á íslandi, þá vilja þeir baktryggja sig á kostnað lántakandans svo hann bætir 2% í þeirri óvissu að verðbólga á til með að rjúka upp fram og til baka á íslandi. Ókei flott, þú færð þetta lán með 14% vöxtum, take it or leave it.
Eini munurinn á þessu og verðtryggingunni er að bankinn þarf ekki að bæta þessum 2% óvissuþætti ofan á vextina. En í það minnsta væri kerfið hreinskilnari með þessum hætti.
Þannig er það krónan sjálf en ekki verðtryggingin sem hækkaði íslensku lánin, og krónan sjálf en ekki verðtryggingin sem rak fjölskyldur, fyrirtækin í landinu og heilu sveitarfélögin í að taka erlend lán.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 10:02
Já glæsilegt ástandið á evrusvæðinu!
GRIKKLAND í þrot hjá AGS. 12% atvinnuleysi. Mikill landflótti. Með miklu
meira skuldaálag en Ísland.
SPÁNN með 21% atvinnuleysi. Sívaxandi erfiðleikar á fjármálamarkaði.
RÚMENÍA í þrot hjá AGS. 7.1% atvinnuleysi.
LETTLAND í þrot hjá AGS. 19.5% atvinnuleysi.
UNGVERJALAND í þrot hjá AGS. 10.8% atvinnuleysi.
PORTÚGAL í þrot og nú talar utanríkisráðherra þess um hugsanlega
yfirgefa evru og taka upp eigin mynt. 10.6% atvinnuleysi.
ÍRLAND komið í þrot og kallar á neyðaraðstoð frá ESB og AGS.
Skuldatryggingaálag helmingi meira en á Íslandi. 14.1% atvinnuleysi
og mikill landflótti.
Þarf fleyri skýringa við um þrot evrusvæðisins? Er sumum lífsins ómögulegt
að skilja að SAMA MYNT, SAMA GENGI og SÖMU stýrivextir seðlabanka
getur ALDREI GENGIÐ UPP gagnvart GJÖRÓLÍKUM hagkerfum smáum sem
stórum?
Það sem Ísland þefur skort er ÖGUÐ HAGSTJÓRN. Höfum haft hér hverja
hálfvitastjórn fjórflokksins hver á fætur annari í hagstjórn. Ef hér hefðu
ekki verið hálfvitar við stjórnvölinn, heldur stjórn bara með meðal greindarvísitölu í hagstjórn og farið eftir tveim meginreglum, A. að eyða
ekki um efni fram, og B að sniða okkur stakk eftir vexti, væri hér allt í
sóma í dag. Auk þess að ör-hagkerfi okkar sé viðurkennt og fámenni þjóðarinnar þegar samskipti við umheiminn eru ákveðinn.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.11.2010 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.