HÆGRI GRÆNIR segja NEI við Icesave! En Sjálfstæðisflokkurinn ?


   Nú þegar þriðji Icesave-þjóðsvikasamningurinn er sagður
nálgast höfn, er verulega hætta á að núverandi stjórnar-
andstaða klikki, og þá undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
En stjórnarandstaðan á fulltrúa í Icesave-samningarnefnd-
inni, og engar líkur eru á að Bretar og Hollendingar gangi
aftur til samninga, nema tryggt sé að verulegur hluti stjórn-
arandstöðunnar leggi blessun sína yfir nýjan samning. Og
þá alveg sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, eða alla vega
hinn sósíaldemókratíski hluti hans.

   Fróðlegt verður því að fylgjast með viðbrögðum sjálfstæðis-
manna  varðandi Icesave næstu daga. En ekki mun trúverð-
ugleiki flokksins aukast sem þjóðholt hægriafl gangi hann
enn aftur til samstarf við hin andþjóðlegu niðurrifsöfl til
vinstri. Þá getur Sjálfstæðisflokkurinn endanlega lagt sig
niður sem eitthvað þjóðholt borgaralegt afl.

   Stefna HÆGRI GRÆNNA er hins vegar klár og skýr í Icesave
eins og öllum stærstu málum, er varðar íslenzkan þjóðarhag.
En í stefnu Hægri Grænna  um Icesave segir stutt og skýrt.
,,Hægri Grænir segja N E I  við ólöglegum kröfum Breta og
Hollendinga í Icesave-málinu". 

  Þannig standa HÆGRI GRÆNIR heilsteyptir með íslenzkum
hagsmunum eins og þjóðhollum borgaralegum flokki sæmir!

   ÁFRAM ÍSLAND!  ÞVERT NEI VIÐ ICESAVE!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook. 
mbl.is De Jager: Styttist í samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband